Ríkisstjórnin hyggst fara strax í að stækka Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2020 19:56 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti þessar áætlanir stjórnvalda í dag. Vísir/Vilhelm/VÖLUNDUR Ríkisstjórnin hyggst leggjast í stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli ásamt stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri sem hluta af fjárfestingaátaki sínu. Þetta kemur fram í grein Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem birtist hér á Vísi en að hans sögn er lögð áhersla á að strax verði hafist handa. Sjá einnig: Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Hið fimmtán milljarða fjárfestingaátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. Áformað er að verja milli fimm hundruð til sex hundruð milljónum króna í ár til undirbúnings þessara tilteknu stækkana. Segir verkefnin vera arðbær „Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli eykur öryggi flugvallarins. Hægt er að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu,“ segir Sigurður Ingi í grein sinni. Hann bætir við að með stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli muni rekstraröryggi flugvallarins aukast og sömuleiðis flugöryggi á Íslandi. „Hægt verður að taka á móti stærri flugvélum sem skapa auka þess atvinnu á svæðinu.“ Að sögn Sigurðar eru verkefnin arðbær og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja aðra millilandaflugvelli og fjölga þannig hliðum inn til landsins. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar.Aðsend „Löngu kominn tími á þessa framkvæmd“ Akureyringar eru vægast sagt ánægðir með þessar fregnir. „Þetta eru frábærar fréttir, við erum ákaflega glöð, og mikilvægar fréttir á þessum tímum. Þetta er það sem við erum búin að vera að segja, að það skipti miklu máli að fá flugvöll og flughlað. Við teljum að það séu mikil tækifæri og þau munu koma aftur þó að við séum að ganga í gengum erfiða tíma og þá þurfum við að vera tilbúin til að taka á móti fólki,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Sjá einnig: Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Sveitarstjórnin á Akureyri hefur lengi vel barist hart fyrir stækkun og eflingu Akureyrarflugvallar. Mikið hefur gengið á í þeim efnum og var meðal annars til skoðunar að Kaupfélag Eyfirðinga myndi fjármagna stækkun flugstöðvarinnar. „Þetta er náttúrulega löngu kominn tími á þessa framkvæmd,“ segir Ásthildur jafnframt. Vantaði betri aðstöðu fyrir millilandaflug „Við höfum talað um mikilvægi þess að hafa aðra gátt inn í landið og ríkisstjórnin hefur talað um það sömuleiðis. Við höfum bent á að hér séu allir innviðir til að taka á móti ferðamönnum. Við erum höfuðstaðurinn út á landi og erum með góða flugbraut nú þegar en okkur vantar hina aðstöðuna, sem sagt flughlað til að taka á móti vélunum og flugstöð sem annar þeim fjölda sem fer um völlinn.“ Sjá einnig: Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ásthildur segir að slæm aðstaða á vellinum hafi meðal annars verið áhrifaþáttur þegar áhugasöm erlend flugfélög hafi þurft frá að hverfa. „Við höfum ekki verið með stórt flughlað og nægilega stóra flugstöð og bara viðeigandi aðstöðu en ég er alveg sannfærð um það að þetta mun breyta stöðunni gríðarlega.“ Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst leggjast í stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli ásamt stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri sem hluta af fjárfestingaátaki sínu. Þetta kemur fram í grein Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem birtist hér á Vísi en að hans sögn er lögð áhersla á að strax verði hafist handa. Sjá einnig: Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Hið fimmtán milljarða fjárfestingaátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. Áformað er að verja milli fimm hundruð til sex hundruð milljónum króna í ár til undirbúnings þessara tilteknu stækkana. Segir verkefnin vera arðbær „Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli eykur öryggi flugvallarins. Hægt er að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu,“ segir Sigurður Ingi í grein sinni. Hann bætir við að með stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli muni rekstraröryggi flugvallarins aukast og sömuleiðis flugöryggi á Íslandi. „Hægt verður að taka á móti stærri flugvélum sem skapa auka þess atvinnu á svæðinu.“ Að sögn Sigurðar eru verkefnin arðbær og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja aðra millilandaflugvelli og fjölga þannig hliðum inn til landsins. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar.Aðsend „Löngu kominn tími á þessa framkvæmd“ Akureyringar eru vægast sagt ánægðir með þessar fregnir. „Þetta eru frábærar fréttir, við erum ákaflega glöð, og mikilvægar fréttir á þessum tímum. Þetta er það sem við erum búin að vera að segja, að það skipti miklu máli að fá flugvöll og flughlað. Við teljum að það séu mikil tækifæri og þau munu koma aftur þó að við séum að ganga í gengum erfiða tíma og þá þurfum við að vera tilbúin til að taka á móti fólki,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Sjá einnig: Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Sveitarstjórnin á Akureyri hefur lengi vel barist hart fyrir stækkun og eflingu Akureyrarflugvallar. Mikið hefur gengið á í þeim efnum og var meðal annars til skoðunar að Kaupfélag Eyfirðinga myndi fjármagna stækkun flugstöðvarinnar. „Þetta er náttúrulega löngu kominn tími á þessa framkvæmd,“ segir Ásthildur jafnframt. Vantaði betri aðstöðu fyrir millilandaflug „Við höfum talað um mikilvægi þess að hafa aðra gátt inn í landið og ríkisstjórnin hefur talað um það sömuleiðis. Við höfum bent á að hér séu allir innviðir til að taka á móti ferðamönnum. Við erum höfuðstaðurinn út á landi og erum með góða flugbraut nú þegar en okkur vantar hina aðstöðuna, sem sagt flughlað til að taka á móti vélunum og flugstöð sem annar þeim fjölda sem fer um völlinn.“ Sjá einnig: Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ásthildur segir að slæm aðstaða á vellinum hafi meðal annars verið áhrifaþáttur þegar áhugasöm erlend flugfélög hafi þurft frá að hverfa. „Við höfum ekki verið með stórt flughlað og nægilega stóra flugstöð og bara viðeigandi aðstöðu en ég er alveg sannfærð um það að þetta mun breyta stöðunni gríðarlega.“
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira