Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 25. mars 2020 11:00 Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. Ef það verður ekki gert ráð fyrir þeirra þörfum og aðstæðum munu einstaklingar sem eru nú þegar jaðarsettir í samfélagi okkar verða skildir eftir í viðkvæmri stöðu, jafnvel lífshættulegri. Einstaklingar sem eru heimilislausir og/eða með virkan vímuefnavanda eru í sérstökum áhættuhópi gagnvart COVID-19. Það eru fjölmargir þættir sem þarf að taka tillit til sem gerir hópinn útsettari fyrir alvarlegum veikindum, til dæmis lélegri næringarinntekt, svefntruflanir, langvarandi streita og álag, undirliggjandi sjúkdómar, löng og mikil áfallasaga og fleira. Sömuleiðis er skert aðgengi fyrir þau að heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og fræðslu og hafa þau oft takmarkað aðgengi til að stuðla að hreinlæti. Þá hafa fáir innan hópsins aðstöðu þar sem þau geta einangrað sig frá hættunni. Erlend heilbrigðis- og mannréttindasamtök hafa gefið út leiðbeiningar til yfirvalda um hvernig eigi að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp. Lögð er áhersla á að skima fyrir einkennum, vettvangsþjónustu með áherslu á að mynda tengsl við þennan markhóp, miðla upplýsingum og fræðslu til hópsins, styðja við grunnþarfir þeirra og útvega öruggt húsnæði. Að lokum er ítrekað mikilvægi þess að vernda þann mannafla sem starfar með heimilislausum og styðja við þau svo þau geti sinnt þessum hópi. Rauði krossinn á Íslandi Hvað er verið að gera hér á landi? Skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður á höfuðborgarsvæðinu og Ungfrú Ragnheiður á Akureyri, þjónusta einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og vímuefnavanda. Verkefnin hafa einstaka tengingu við þennan jaðarsetta hóp í samfélaginu. Á hverri vakt er að lágmarki einn heilbrigðismenntaður sjálfboðaliði. Verkefnin hafa aðlagað alla sína þjónustu að þessum breyttu tímum samfélagsins í dag með því að útbúa sérstaka fræðslu til notenda, á tungumáli þeirra og lagður er sérstakur spurningalisti fyrir alla skjólstæðinga þar sem skimað er fyrir einkennum. Stuðlað er að forvörnum og markmiðið núna er að styrkja heilsu þeirra og koma í veg fyrir smit. Á sama tíma er grunnþörfum þeirra mætt eftir fremsta megni með því að gefa hlý föt, næringu og bjóða upp á sálrænan stuðning. Þróaðar hafa verið sérstakar skaðaminnkandi leiðbeiningar sem miða að því að auka hreinlæti og draga úr smithættu á milli einstaklinga með tilliti til COVID-19 og vímuefnanotkunar. Frú Ragnheiður á höfuðborgarsvæðinu er í góðu samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og þau úrræði sem þjónusta markhóp verkefnisins. Einnig hefur verkefnið ráðfært sig við helstu sérfræðinga, verklög hafa verið yfirfarin og allir hafa verið sammála um mikilvægi þess að halda úti þessari þjónustu til þess að ná til þeirra sem eru mest jaðarsettir í samfélaginu og í áhættuhópi fyrir veikindum. Rauði krossinn á Íslandi Næstu skref Komi upp sú aðstaða að grunur er á COVID smiti eða staðfest smit greinist hjá einstaklingi sem er heimilislaus og/eða með virkan vímuefnavanda er mikilvægt að hægt sé að bregðast fljótt við og úrræði ásamt boðleiðum séu skýrar gagnvart hópnum. Einstaklingurinn þarf aðstoð við að komast í öruggt rými þar sem hægt er að vera í einangrun og huga þarf á sama tíma að heilbrigðisþörfum hans. Mikilvægt er að bjóða upp á læknisaðstoð á stöðum þar sem einstaklingar eru í einangrun og sérstaklega þarf að huga að viðhaldsmeðferð og sérhæfðri fráhvarfsmeðferðar. Á þessum tímum þarf að huga að því fólki sem að stendur vaktina í verkefnum og úrræðum sem þjónusta heimilislausa, styðja við mannaflan og vernda til þess að tryggja áframhaldandi þjónustu. Við í Frú og Ungfrú Ragnheiði búum yfir ótrúlegum hópi af sjálfboðaliðum og starfsfólki sem standa vaktina fyrir skjólstæðinga okkar til þess að tryggja öryggi þeirra. Þjónustan hefur haldist óskert fram til dagsins í dag og stefnum við á að halda henni úti eins lengi og hægt er. Við erum öll í þessu saman og öll eiga jafnan rétt til heilbrigðis og öryggis. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar – skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum í Reykjavík. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Hjálparstarf Berskjaldaðir hópar: Ritröð Rauða krossins Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. Ef það verður ekki gert ráð fyrir þeirra þörfum og aðstæðum munu einstaklingar sem eru nú þegar jaðarsettir í samfélagi okkar verða skildir eftir í viðkvæmri stöðu, jafnvel lífshættulegri. Einstaklingar sem eru heimilislausir og/eða með virkan vímuefnavanda eru í sérstökum áhættuhópi gagnvart COVID-19. Það eru fjölmargir þættir sem þarf að taka tillit til sem gerir hópinn útsettari fyrir alvarlegum veikindum, til dæmis lélegri næringarinntekt, svefntruflanir, langvarandi streita og álag, undirliggjandi sjúkdómar, löng og mikil áfallasaga og fleira. Sömuleiðis er skert aðgengi fyrir þau að heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og fræðslu og hafa þau oft takmarkað aðgengi til að stuðla að hreinlæti. Þá hafa fáir innan hópsins aðstöðu þar sem þau geta einangrað sig frá hættunni. Erlend heilbrigðis- og mannréttindasamtök hafa gefið út leiðbeiningar til yfirvalda um hvernig eigi að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp. Lögð er áhersla á að skima fyrir einkennum, vettvangsþjónustu með áherslu á að mynda tengsl við þennan markhóp, miðla upplýsingum og fræðslu til hópsins, styðja við grunnþarfir þeirra og útvega öruggt húsnæði. Að lokum er ítrekað mikilvægi þess að vernda þann mannafla sem starfar með heimilislausum og styðja við þau svo þau geti sinnt þessum hópi. Rauði krossinn á Íslandi Hvað er verið að gera hér á landi? Skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður á höfuðborgarsvæðinu og Ungfrú Ragnheiður á Akureyri, þjónusta einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og vímuefnavanda. Verkefnin hafa einstaka tengingu við þennan jaðarsetta hóp í samfélaginu. Á hverri vakt er að lágmarki einn heilbrigðismenntaður sjálfboðaliði. Verkefnin hafa aðlagað alla sína þjónustu að þessum breyttu tímum samfélagsins í dag með því að útbúa sérstaka fræðslu til notenda, á tungumáli þeirra og lagður er sérstakur spurningalisti fyrir alla skjólstæðinga þar sem skimað er fyrir einkennum. Stuðlað er að forvörnum og markmiðið núna er að styrkja heilsu þeirra og koma í veg fyrir smit. Á sama tíma er grunnþörfum þeirra mætt eftir fremsta megni með því að gefa hlý föt, næringu og bjóða upp á sálrænan stuðning. Þróaðar hafa verið sérstakar skaðaminnkandi leiðbeiningar sem miða að því að auka hreinlæti og draga úr smithættu á milli einstaklinga með tilliti til COVID-19 og vímuefnanotkunar. Frú Ragnheiður á höfuðborgarsvæðinu er í góðu samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og þau úrræði sem þjónusta markhóp verkefnisins. Einnig hefur verkefnið ráðfært sig við helstu sérfræðinga, verklög hafa verið yfirfarin og allir hafa verið sammála um mikilvægi þess að halda úti þessari þjónustu til þess að ná til þeirra sem eru mest jaðarsettir í samfélaginu og í áhættuhópi fyrir veikindum. Rauði krossinn á Íslandi Næstu skref Komi upp sú aðstaða að grunur er á COVID smiti eða staðfest smit greinist hjá einstaklingi sem er heimilislaus og/eða með virkan vímuefnavanda er mikilvægt að hægt sé að bregðast fljótt við og úrræði ásamt boðleiðum séu skýrar gagnvart hópnum. Einstaklingurinn þarf aðstoð við að komast í öruggt rými þar sem hægt er að vera í einangrun og huga þarf á sama tíma að heilbrigðisþörfum hans. Mikilvægt er að bjóða upp á læknisaðstoð á stöðum þar sem einstaklingar eru í einangrun og sérstaklega þarf að huga að viðhaldsmeðferð og sérhæfðri fráhvarfsmeðferðar. Á þessum tímum þarf að huga að því fólki sem að stendur vaktina í verkefnum og úrræðum sem þjónusta heimilislausa, styðja við mannaflan og vernda til þess að tryggja áframhaldandi þjónustu. Við í Frú og Ungfrú Ragnheiði búum yfir ótrúlegum hópi af sjálfboðaliðum og starfsfólki sem standa vaktina fyrir skjólstæðinga okkar til þess að tryggja öryggi þeirra. Þjónustan hefur haldist óskert fram til dagsins í dag og stefnum við á að halda henni úti eins lengi og hægt er. Við erum öll í þessu saman og öll eiga jafnan rétt til heilbrigðis og öryggis. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar – skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum í Reykjavík. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun