Handhafi stoðsendingametsins á Íslandi lést úr COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2020 13:04 Mynd af David Edwards á Twittersíðu Texas A&M skólans. Mynd/@aggiembk David Edwards, fyrrum leikmaður KR í úrvalsdeild karla í körfubolta, er látinn eftir að hafa fengið COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. David Edwards lést heima hjá sér í New York á mánudaginn. Hann fæddist í desember 1971 og var 48 ára gamall. David Edwards lék með KR á 1996-97 tímabilinu en hann var líka fyrrum leikmaður Texas A&M háskólans þar sem hann á mörg skólamet. Here.Texas A&M Legend David Edwards Passes Awayhttps://t.co/8qOjTATURY pic.twitter.com/zwtaTTahNH— Texas A&M Basketball (@aggiembk) March 24, 2020 Fulltrúi Texas A&M skólans staðfesti fréttirnar við blaðamann Dallas Morning News. David Edwards setti stoðsendingamet með KR þetta tímabil hans á Íslandi fyrir meira en tuttugu árum þegar hann gaf 18 stoðsendingar í leik á móti ÍR á Seltjarnarnesinu. Enginn annar leikmaður hefur náð að gefa 18 stoðsendingar í einum deildarleik í úrvalsdeild karla og stendur metið því enn. Pavel Ermolinskij komst nálægt því fyrr í vetur þegar hann gaf 17 stoðsendingar í sigri Vals á Fjölni. David Edwards hóf háskólaferill sinn með Georgetown tímabilið 1989-90 en skipti svo yfir í Texas A&M þar sem hann var með 13,5 stig, 4,9 fráköst og 7,1 stosðendingu að meðaltali í leik á þremur árum. Former Texas A&M basketball player David Edwards dies from coronavirus https://t.co/fOdIzRhupq— SportsDayDFW (@SportsDayDFW) March 24, 2020 Hann gaf meðal annars 265 stoðsendingar á einu tímabili sem er enn félagsmet hjá Texas A&M. Hann er líka sá leikmaður sem hefur gefið flestar stoðsendingar (602) og stolið flestum boltum (228) í sögu Texas A&M skólans. David Edwards lék bara átta leiki með KR-liðinu tímabilið 1996-97 og var með 20,8 stig, 10,4 stoðsendingar og 4,3 stolna bolta að meðaltali í þeim. Hann yfirgaf félagið um áramótin. R.I.P. David Edwards. #NYC guard from Andrew Jackson HS. Played 1 year at Georgetown then transferred to Texas A&M. 1990-94. Found an article on him, he said, "I wish I could've been more mature after high school. I could've listened more. pic.twitter.com/1S9PIeuywk— Steve Finamore (@CoachFinamore) March 24, 2020 RIP DAVID EDWARDS aka DAVE BOOGIEThe Queens legend played at Georgetown & Texas A&M.He passed away on Monday due to the coronavirus pic.twitter.com/C8YY6nRXfM— Ballislife.com (@Ballislife) March 24, 2020 Yesterday we got word of something no coach ever wants to hear about one of their players. David Edwards who played for us at Texas A&M passed away in NYC from complications of COVID-19. David was a fierce competitor and a loyal teammate. (1/2) pic.twitter.com/MtQW8jK3pC— Frank Haith (@FrankHaithTulsa) March 24, 2020 Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Íslandsvinir KR Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
David Edwards, fyrrum leikmaður KR í úrvalsdeild karla í körfubolta, er látinn eftir að hafa fengið COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. David Edwards lést heima hjá sér í New York á mánudaginn. Hann fæddist í desember 1971 og var 48 ára gamall. David Edwards lék með KR á 1996-97 tímabilinu en hann var líka fyrrum leikmaður Texas A&M háskólans þar sem hann á mörg skólamet. Here.Texas A&M Legend David Edwards Passes Awayhttps://t.co/8qOjTATURY pic.twitter.com/zwtaTTahNH— Texas A&M Basketball (@aggiembk) March 24, 2020 Fulltrúi Texas A&M skólans staðfesti fréttirnar við blaðamann Dallas Morning News. David Edwards setti stoðsendingamet með KR þetta tímabil hans á Íslandi fyrir meira en tuttugu árum þegar hann gaf 18 stoðsendingar í leik á móti ÍR á Seltjarnarnesinu. Enginn annar leikmaður hefur náð að gefa 18 stoðsendingar í einum deildarleik í úrvalsdeild karla og stendur metið því enn. Pavel Ermolinskij komst nálægt því fyrr í vetur þegar hann gaf 17 stoðsendingar í sigri Vals á Fjölni. David Edwards hóf háskólaferill sinn með Georgetown tímabilið 1989-90 en skipti svo yfir í Texas A&M þar sem hann var með 13,5 stig, 4,9 fráköst og 7,1 stosðendingu að meðaltali í leik á þremur árum. Former Texas A&M basketball player David Edwards dies from coronavirus https://t.co/fOdIzRhupq— SportsDayDFW (@SportsDayDFW) March 24, 2020 Hann gaf meðal annars 265 stoðsendingar á einu tímabili sem er enn félagsmet hjá Texas A&M. Hann er líka sá leikmaður sem hefur gefið flestar stoðsendingar (602) og stolið flestum boltum (228) í sögu Texas A&M skólans. David Edwards lék bara átta leiki með KR-liðinu tímabilið 1996-97 og var með 20,8 stig, 10,4 stoðsendingar og 4,3 stolna bolta að meðaltali í þeim. Hann yfirgaf félagið um áramótin. R.I.P. David Edwards. #NYC guard from Andrew Jackson HS. Played 1 year at Georgetown then transferred to Texas A&M. 1990-94. Found an article on him, he said, "I wish I could've been more mature after high school. I could've listened more. pic.twitter.com/1S9PIeuywk— Steve Finamore (@CoachFinamore) March 24, 2020 RIP DAVID EDWARDS aka DAVE BOOGIEThe Queens legend played at Georgetown & Texas A&M.He passed away on Monday due to the coronavirus pic.twitter.com/C8YY6nRXfM— Ballislife.com (@Ballislife) March 24, 2020 Yesterday we got word of something no coach ever wants to hear about one of their players. David Edwards who played for us at Texas A&M passed away in NYC from complications of COVID-19. David was a fierce competitor and a loyal teammate. (1/2) pic.twitter.com/MtQW8jK3pC— Frank Haith (@FrankHaithTulsa) March 24, 2020
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Íslandsvinir KR Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn