Einn með Covid-19 nú í öndunarvél Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2020 14:16 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Einn einstaklingur sem er smitaður af kórónuveirunni er nú í öndunarvél á gjörgæslu Landspítala. Alls liggja inni fimmtán smitaðir á Landspítala og tveir á gjörgæslu, þar af sá sem er í öndunarvél. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Í gær hafði enginn enn þurft að fara í öndunarvél vegna veirunnar á Landspítala. Líkt og áður hefur komið fram bættust 89 í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn og staðfest smit hér á landi eru því alls 737. Hlutfall jákvæðra sýna sem greindist á veirufræðideild Landspítala síðasta sólarhringinn var 17% en hjá Íslenskri erfðagreiningu var hlutfallið 0,2%. Þar voru greind sýni þó öllu færri. Þórólfur sagði á fundinum í dag að faraldurinn væri enn í vexti og að ný spá í reiknilíkaninu væri væntanleg í dag. Þá væri það afar ánægjulegt að hlutfall nýgreindra síðasta sólarhringinn í sóttkví var 57%, sem undirstriki mikilvægi slíkra aðgerða. Þá er áfram fylgst sérstaklega með smitum hjá börnum yngri en tíu ára. Alls hafa fimmtán börn á þeim aldri greinst með Covid-19-sýkingu en alls hafa 400 sýni verið tekin. Hlutfall sýktra barna er því 3,7 prósent hjá veirufræðideild Landspítalans. Þá hefur ekkert barn af 434 greinst með veiruna í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Smituðum fjölgar um 89 á milli daga Alls hafa nú 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 25. mars 2020 12:54 Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32 Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Einn einstaklingur sem er smitaður af kórónuveirunni er nú í öndunarvél á gjörgæslu Landspítala. Alls liggja inni fimmtán smitaðir á Landspítala og tveir á gjörgæslu, þar af sá sem er í öndunarvél. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Í gær hafði enginn enn þurft að fara í öndunarvél vegna veirunnar á Landspítala. Líkt og áður hefur komið fram bættust 89 í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn og staðfest smit hér á landi eru því alls 737. Hlutfall jákvæðra sýna sem greindist á veirufræðideild Landspítala síðasta sólarhringinn var 17% en hjá Íslenskri erfðagreiningu var hlutfallið 0,2%. Þar voru greind sýni þó öllu færri. Þórólfur sagði á fundinum í dag að faraldurinn væri enn í vexti og að ný spá í reiknilíkaninu væri væntanleg í dag. Þá væri það afar ánægjulegt að hlutfall nýgreindra síðasta sólarhringinn í sóttkví var 57%, sem undirstriki mikilvægi slíkra aðgerða. Þá er áfram fylgst sérstaklega með smitum hjá börnum yngri en tíu ára. Alls hafa fimmtán börn á þeim aldri greinst með Covid-19-sýkingu en alls hafa 400 sýni verið tekin. Hlutfall sýktra barna er því 3,7 prósent hjá veirufræðideild Landspítalans. Þá hefur ekkert barn af 434 greinst með veiruna í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Smituðum fjölgar um 89 á milli daga Alls hafa nú 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 25. mars 2020 12:54 Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32 Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Smituðum fjölgar um 89 á milli daga Alls hafa nú 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 25. mars 2020 12:54
Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32
Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14