Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2020 12:03 Bjarni Benediktsson mælir fyrir þingsályktun í dag um tímabundnar framkvæmdir til mótvægis við við stöðuna á vinnumarkaði í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra mælir fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um að fimmtán milljarðar króna fari í tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Lang mest fer í samgöngumannvirki og viðhald og endurbætur fasteigna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelm Þingsályktunin er á grundvelli fjáraukalaga þessa árs og nær til 39 verkefna sem heyra undir ýmis ráðuneyti. Mest munar um framkvæmdir í samgöngumálum á þessu ári en áætlað er að 6,2 milljarðar fari í samgöngumannvirki. Þar af fara tæplega 1,9 milljarðar í vegaframkvæmdir og hönnun, sinn hvor milljarðurinn í tengivegi og viðhald vega, 750 milljónir í hafnarframkvæmdir og 700 milljónir í breikkun brúa. Í flugmálum munar mest um 350 milljónir í stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli og gerð akbrautar fyrir flugvélar á Egilsstaðaflugvelli sem og 200 milljónir til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli. Ráðist verður í stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri strax á þessu ári.Vísir Þá fara rúmir tveir milljarðar króna í endurbætur fasteigna, þar af 400 milljónir til heilbrigðisstofnana og 730 milljónir til ýmissra stofnana ríkisins. Sjö hundruð milljónir fara til nýbygginga, þar af 200 milljónir til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík og annað eins til endurhæfingardeildar Landspítalans við Grensásveg. Þá fá Landhelgisgæslan til byggingar flugskýlis, áfangaheimili fyrir þolendur kynferðisofbeldis og öryggisvistun hver um sig 100 milljónir til nýbygginga. Rúmlega 1,3 milljarðar fara í verkefni sem tengjast orkuskiptum, grænum lausnum og umhverfismálum. Til rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina fara um 1,7 milljarðar, um 1,3 milljarðar til stafræns Íslands og upplýsingatækniverkefna og að lokum fara 1,6 milljarðar til annarra innviðaverkefna. Þingfundur hefst klukkan 13:30 þar sem þetta er fyrsta mál á dagskrá og má reikna með að þingmenn leggi áherslu á að málið fái skjóta afgreiðslu. Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Fjármálaráðherra mælir fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um að fimmtán milljarðar króna fari í tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Lang mest fer í samgöngumannvirki og viðhald og endurbætur fasteigna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelm Þingsályktunin er á grundvelli fjáraukalaga þessa árs og nær til 39 verkefna sem heyra undir ýmis ráðuneyti. Mest munar um framkvæmdir í samgöngumálum á þessu ári en áætlað er að 6,2 milljarðar fari í samgöngumannvirki. Þar af fara tæplega 1,9 milljarðar í vegaframkvæmdir og hönnun, sinn hvor milljarðurinn í tengivegi og viðhald vega, 750 milljónir í hafnarframkvæmdir og 700 milljónir í breikkun brúa. Í flugmálum munar mest um 350 milljónir í stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli og gerð akbrautar fyrir flugvélar á Egilsstaðaflugvelli sem og 200 milljónir til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli. Ráðist verður í stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri strax á þessu ári.Vísir Þá fara rúmir tveir milljarðar króna í endurbætur fasteigna, þar af 400 milljónir til heilbrigðisstofnana og 730 milljónir til ýmissra stofnana ríkisins. Sjö hundruð milljónir fara til nýbygginga, þar af 200 milljónir til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík og annað eins til endurhæfingardeildar Landspítalans við Grensásveg. Þá fá Landhelgisgæslan til byggingar flugskýlis, áfangaheimili fyrir þolendur kynferðisofbeldis og öryggisvistun hver um sig 100 milljónir til nýbygginga. Rúmlega 1,3 milljarðar fara í verkefni sem tengjast orkuskiptum, grænum lausnum og umhverfismálum. Til rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina fara um 1,7 milljarðar, um 1,3 milljarðar til stafræns Íslands og upplýsingatækniverkefna og að lokum fara 1,6 milljarðar til annarra innviðaverkefna. Þingfundur hefst klukkan 13:30 þar sem þetta er fyrsta mál á dagskrá og má reikna með að þingmenn leggi áherslu á að málið fái skjóta afgreiðslu.
Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira