Flestir sem liggja á Landspítala vegna Covid-19 með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. mars 2020 18:39 Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Vísir/Vilhelm Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk. Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Gríðarlega erfitt sé fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 65 síðastliðinn sólarhring. Þrír eru nú á gjörgæslu, tveir karlmenn og ein kona. Öll á sjötugsaldri. „Það er í rauninni hámark þessara veikinda er öndunarbilunin sem kemur af lungnabólgunni og því miður voru gögnin frá Kína þess eðlis að þeir sem fóru á öndunarvélar þar, þeim vegnaði ekki vel og dánartíðnin var afar há eða yfir 90 prósent,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Það gangi þó betur en búist var við með öndunarvélarnar. „Það er náttúrulega aldrei gott að vera á öndunarvél, það undirstrikar alvarleika veikindanna, en mér er sagt að það gangi heldur betur í dag en þegar fólkið fór á öndunarvél,“ segir Már. Alls eru nú 720 manns í einangrun og liggja 14 manns inni á smitsjúkdóma- og lungadeildum Landspítalans. „Þetta er fólk sem er á bilinu fjörutíu og eitthvað til sjötíu og eitthvað. Þorri þeirra hefur einhverja undirliggjandi samverkandi sjúkdóma“ eða með offitu eða er reykingafólk. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm Már segir að það hafi reynst gríðarlega erfitt fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. „Við höfum talað við sálgæslufólkið okkar um þennan hóp og ég veit að það er í góðum farvegi,“ segir Már. 82 er nú batnað af sjúkdómnum og hátt í tíu þúsund manns eru í sóttkví. Þrír á nínæðisaldri hafa nú sýkst af veirunni. Starfsmaður og sjúklingur á Landakoti hafa greinst og hefur verið lokað fyrir innlagnir á spítalann. Már segir stöðuna alvarlega. „Það eru hugsanlega fleiri útsettir þannig það er verið að leggja mat á umfang þessa,“ segir Már. Á meðan sú greining fari fram sé búið að kvía fólk af, sem hugsanlega er útsett. Þá hefur verið lokað fyrir útskriftir af spítalanum, nema fólk fari í sóttkví heim til sín. Ekki er vitað hvort sjúklingurinn eða starfsmaðurinn hafi komið með smitið inn á spítalann. Már segir að smit sem hafi komið upp á spítalnum hingað til séu vegna samskipta starfsfólks utan spítalans. „Þess vegna höfum við beint því til starfsmanna að þeir fylgi fyrirmælum sóttvarnalæknis um hegðun úti í samfélaginu,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfir 800 staðfest smit Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 26. mars 2020 12:59 Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26. mars 2020 11:02 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk. Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Gríðarlega erfitt sé fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 65 síðastliðinn sólarhring. Þrír eru nú á gjörgæslu, tveir karlmenn og ein kona. Öll á sjötugsaldri. „Það er í rauninni hámark þessara veikinda er öndunarbilunin sem kemur af lungnabólgunni og því miður voru gögnin frá Kína þess eðlis að þeir sem fóru á öndunarvélar þar, þeim vegnaði ekki vel og dánartíðnin var afar há eða yfir 90 prósent,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Það gangi þó betur en búist var við með öndunarvélarnar. „Það er náttúrulega aldrei gott að vera á öndunarvél, það undirstrikar alvarleika veikindanna, en mér er sagt að það gangi heldur betur í dag en þegar fólkið fór á öndunarvél,“ segir Már. Alls eru nú 720 manns í einangrun og liggja 14 manns inni á smitsjúkdóma- og lungadeildum Landspítalans. „Þetta er fólk sem er á bilinu fjörutíu og eitthvað til sjötíu og eitthvað. Þorri þeirra hefur einhverja undirliggjandi samverkandi sjúkdóma“ eða með offitu eða er reykingafólk. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm Már segir að það hafi reynst gríðarlega erfitt fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. „Við höfum talað við sálgæslufólkið okkar um þennan hóp og ég veit að það er í góðum farvegi,“ segir Már. 82 er nú batnað af sjúkdómnum og hátt í tíu þúsund manns eru í sóttkví. Þrír á nínæðisaldri hafa nú sýkst af veirunni. Starfsmaður og sjúklingur á Landakoti hafa greinst og hefur verið lokað fyrir innlagnir á spítalann. Már segir stöðuna alvarlega. „Það eru hugsanlega fleiri útsettir þannig það er verið að leggja mat á umfang þessa,“ segir Már. Á meðan sú greining fari fram sé búið að kvía fólk af, sem hugsanlega er útsett. Þá hefur verið lokað fyrir útskriftir af spítalanum, nema fólk fari í sóttkví heim til sín. Ekki er vitað hvort sjúklingurinn eða starfsmaðurinn hafi komið með smitið inn á spítalann. Már segir að smit sem hafi komið upp á spítalnum hingað til séu vegna samskipta starfsfólks utan spítalans. „Þess vegna höfum við beint því til starfsmanna að þeir fylgi fyrirmælum sóttvarnalæknis um hegðun úti í samfélaginu,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfir 800 staðfest smit Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 26. mars 2020 12:59 Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26. mars 2020 11:02 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26. mars 2020 11:02