Fótbolti

Þýsku risarnir koma öðrum félögum til bjargar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thomas Muller og Joshua Kimmich fagna eftir sigur á Schalke fyrr á leiktíðinni.
Thomas Muller og Joshua Kimmich fagna eftir sigur á Schalke fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Bayern München, Borussia Dortmund, RB Leipzig og Bayer Leverkusen hafa ákveðið að leggja til átján milljónir evra til þess að hjálpa knattspyrnufélögum í efstu tveimur deildunum í Þýskalandi.

Mörg þýsk knattspyrnufélög eru í miklum vandræðum þessa daganna vegna kórónuveirunnar og því ákváðu risarnir að taka sig til og hjálpa öðrum í Bundesligunni og 2. Bundesligu.

Þeir tóku 11,4 milljónir punda af sjónvarpssamningi sínum sem og 6,9 milljónir punda úr sínum eigin banka til þess að hjálpa félögunum en mörg félög í Þýskalandi sjá fram á erfiða tíma á næstu dögum og vikum vegna veirunnar.

Þýska knattspyrnusambandið mun fá milljónirnar átján og munu þeir ákveða á fundi á miðvikudaginn hvernig peningunum verður skipt. Þeir sögðust vera afar þakklátir fyrir þetta myndarlega framlag frá Meistaradeildarfélögunum fjórum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×