„Ég var aldrei eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2020 19:30 Wayne Rooney finnst hann hefði átt að skora fleiri mörk á ferlinum. EPA-EFE/PETER POWELL Wayne Rooney segir að hann hafi ekki verið „náttúrulegur“ markaskorari þrátt fyrir að eiga markamet Manchester United sem og enska landsliðsins. Hinn 34 ára gamli Rooney spilar í dag með Derby County í ensku B-deildinni ásamt því að vera í þjálfarateymi félagsins. Hann gerði garðinn frægan hjá Everton áður en hann fór til enska stórliðsins Manchester United þá aðeins 18 ára gamall. Þaðan lá leiðin aftur til Everton, til Bandaríkjanna þar sem hann lék með DC United og að lokum til Derby í B-deildinni. Rooney telur sig hins vegar ekki vera, og aldrei hafa verið, „náttúrulegan“ markaskorara. Það er vissulega áhugavert að leikmaður sem á bæði markamet Manchester United sem og enska landsliðsins telji sig ekki vera „náttúrulegan markaskorara.“ Alls skoraði hann 253 mörk í treyju Manchester United og braut þar með markamet Sir Bobby Charlton sem hafði staðið í heil 50 ár. Þá braut hann einnig markamet enska landsliðsins en Sir Bobby átti það líka. Rooney skoraði 53 mörk fyrir enska landsliðið á sínum tíma en hann lagði landsliðsskóna á hilluna þann 4. nóvember 2018. Alls lék hann 120 leiki fyrir Englands hönd. Í vikulegum pistli sínum fyrir Sunday Times segir Rooney að þrátt fyrir markametin tvö hefði hann átt að skora fleiri mörk á ferlinum. „Þetta gæti komið ykkur á óvart en ég er ekki náttúrulegur markaskorari. Ég var aldrei eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy,“ segir Rooney í pistlinum. Þar segir hann einnig að hann hafi alltaf frekar horft á leikmenn á borð við Paul Scholes eða Xavi frekar en framherja í öðrum liðum. „Ég er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og Englands, gerir það mig mjög stoltan en samt hafa verið betri „níur“ en ég. Ég vildi alltaf skora en ég elskaði leikinn sjálfan meira." Rooney nefnir einfalda ástæðu þess að hann eigi bæði markametin, hann var svo lengi að. „Ég spilaði fyrir United í þrettán ár og England í fimmtán. Ég hafði tíma til að brjóta bæði metin en þegar ég horfi til baka þá hefði ég átt að skora meira.“ Þá telur þessi fyrrum markamaskína að Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, muni brjóta landsliðsmetið fyrr heldur en síðar. „Ég held það muni ekki taka Harry Kane langan tíma að brjóta metið mitt hjá enska landsliðinu. Það myndi gera mig mjög stoltan. Ég hef aldrei verið eigingjarn og það væri frábært fyrir England og Harry ef hann myndi ná metinu. Bobby Charlton þurfti að bíða í 50 ár, vonandi þarf ég ekki að bíða svo lengi.“ Harry Kane hefur sem stendur skorað 32 mörk fyrir enska landsliðið. „Hvað varðar United þá gæti það staðið lengur þar sem leikmenn eru ekki jafn lengi hjá félagsliðum og þeir voru hér áður fyrr. Að því sögðu þá gætu Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eflaust brotið það á þremur til fjórum árum ef annar þeirra ákveður að flytja sig yfir til Old Trafford,“ skrifar Rooney að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Wayne Rooney segir að hann hafi ekki verið „náttúrulegur“ markaskorari þrátt fyrir að eiga markamet Manchester United sem og enska landsliðsins. Hinn 34 ára gamli Rooney spilar í dag með Derby County í ensku B-deildinni ásamt því að vera í þjálfarateymi félagsins. Hann gerði garðinn frægan hjá Everton áður en hann fór til enska stórliðsins Manchester United þá aðeins 18 ára gamall. Þaðan lá leiðin aftur til Everton, til Bandaríkjanna þar sem hann lék með DC United og að lokum til Derby í B-deildinni. Rooney telur sig hins vegar ekki vera, og aldrei hafa verið, „náttúrulegan“ markaskorara. Það er vissulega áhugavert að leikmaður sem á bæði markamet Manchester United sem og enska landsliðsins telji sig ekki vera „náttúrulegan markaskorara.“ Alls skoraði hann 253 mörk í treyju Manchester United og braut þar með markamet Sir Bobby Charlton sem hafði staðið í heil 50 ár. Þá braut hann einnig markamet enska landsliðsins en Sir Bobby átti það líka. Rooney skoraði 53 mörk fyrir enska landsliðið á sínum tíma en hann lagði landsliðsskóna á hilluna þann 4. nóvember 2018. Alls lék hann 120 leiki fyrir Englands hönd. Í vikulegum pistli sínum fyrir Sunday Times segir Rooney að þrátt fyrir markametin tvö hefði hann átt að skora fleiri mörk á ferlinum. „Þetta gæti komið ykkur á óvart en ég er ekki náttúrulegur markaskorari. Ég var aldrei eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy,“ segir Rooney í pistlinum. Þar segir hann einnig að hann hafi alltaf frekar horft á leikmenn á borð við Paul Scholes eða Xavi frekar en framherja í öðrum liðum. „Ég er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og Englands, gerir það mig mjög stoltan en samt hafa verið betri „níur“ en ég. Ég vildi alltaf skora en ég elskaði leikinn sjálfan meira." Rooney nefnir einfalda ástæðu þess að hann eigi bæði markametin, hann var svo lengi að. „Ég spilaði fyrir United í þrettán ár og England í fimmtán. Ég hafði tíma til að brjóta bæði metin en þegar ég horfi til baka þá hefði ég átt að skora meira.“ Þá telur þessi fyrrum markamaskína að Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, muni brjóta landsliðsmetið fyrr heldur en síðar. „Ég held það muni ekki taka Harry Kane langan tíma að brjóta metið mitt hjá enska landsliðinu. Það myndi gera mig mjög stoltan. Ég hef aldrei verið eigingjarn og það væri frábært fyrir England og Harry ef hann myndi ná metinu. Bobby Charlton þurfti að bíða í 50 ár, vonandi þarf ég ekki að bíða svo lengi.“ Harry Kane hefur sem stendur skorað 32 mörk fyrir enska landsliðið. „Hvað varðar United þá gæti það staðið lengur þar sem leikmenn eru ekki jafn lengi hjá félagsliðum og þeir voru hér áður fyrr. Að því sögðu þá gætu Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eflaust brotið það á þremur til fjórum árum ef annar þeirra ákveður að flytja sig yfir til Old Trafford,“ skrifar Rooney að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira