Dauðsföllum fjölgar en hægir á nýsmitum á Spáni Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 14:33 Starfsmenn útfararstofu bera líkkistu til greftrunar í kirkjugarði í Barcelona í dag. Emilio Morenatti/AP Yfirvöld á Spáni segja að 769 manns hafi látið lífið af völdum Covid-19 sjúkdómsins síðastliðinn sólarhring, fleiri en nokkru sinni fyrr. Hins vegar hafi heldur hægt á fjölgun þeirra sem greindir hafa verið smitaðir af kórónuveiru. Alls hafa 4.858 einstaklingar látið lífið af völdum farsóttarinnar á Spáni. Rúmlega 64.000 hafa greinst með kórónuveiruna. Það er 14 prósenta aukning frá því daginn áður en aukningin sólarhringinn á undan var 18 prósent og þar áður 20 prósent, sem þykir til marks um að farið sé að hægja á nýsmitum að sögn breska ríkisúvarpsins BBC. „Við virðumst vera að nálgast langþráð hámark faraldursins,“ sagði Fernando Simón læknir og yfirmaður neyðarviðbragða í heilbrigðisgeiranum. Hann sagði að tölurnar væru skýr mörk um að farið væri að hægja á útbreiðslu veirunnar. Spænski herinn hefur fengið það hlutverk að dauðhreinsa spítala og hjúkrunarheimili, þar sem 1.517 hafa látið lífið úr Covid-19. Amnesty International samtökin bentu á það í dag að af þeim sem hafa greinst séu 9.444 heilbrigðisstarfsmenn. Þau gagnrýndu stjórnvöld harðlega fyrir lélegan aðbúnað starfsfólks sjúkrahúsa, sem skorti hlífðarfatnað. „Stjórnvöld geta ekki lengur komið með afsakanir: Það er skylda þeirra að vernda þá sem vernda okkur og að gera það áður en það er um seinan,“ sagði í tilkynningu Amnesty. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Yfirvöld á Spáni segja að 769 manns hafi látið lífið af völdum Covid-19 sjúkdómsins síðastliðinn sólarhring, fleiri en nokkru sinni fyrr. Hins vegar hafi heldur hægt á fjölgun þeirra sem greindir hafa verið smitaðir af kórónuveiru. Alls hafa 4.858 einstaklingar látið lífið af völdum farsóttarinnar á Spáni. Rúmlega 64.000 hafa greinst með kórónuveiruna. Það er 14 prósenta aukning frá því daginn áður en aukningin sólarhringinn á undan var 18 prósent og þar áður 20 prósent, sem þykir til marks um að farið sé að hægja á nýsmitum að sögn breska ríkisúvarpsins BBC. „Við virðumst vera að nálgast langþráð hámark faraldursins,“ sagði Fernando Simón læknir og yfirmaður neyðarviðbragða í heilbrigðisgeiranum. Hann sagði að tölurnar væru skýr mörk um að farið væri að hægja á útbreiðslu veirunnar. Spænski herinn hefur fengið það hlutverk að dauðhreinsa spítala og hjúkrunarheimili, þar sem 1.517 hafa látið lífið úr Covid-19. Amnesty International samtökin bentu á það í dag að af þeim sem hafa greinst séu 9.444 heilbrigðisstarfsmenn. Þau gagnrýndu stjórnvöld harðlega fyrir lélegan aðbúnað starfsfólks sjúkrahúsa, sem skorti hlífðarfatnað. „Stjórnvöld geta ekki lengur komið með afsakanir: Það er skylda þeirra að vernda þá sem vernda okkur og að gera það áður en það er um seinan,“ sagði í tilkynningu Amnesty.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira