Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 15:25 Heilbrigðisstarfsmaður leiðir sjúkling inn í greiningarstöð vegna kórónuveirunnar í tjaldi fyrir utan Elmurst sjúkrahúsið í New York. John Minchillo/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. „Þegar forsetinn segir að New York fylki þurfi ekki þrjátíu þúsund öndunarvélar þá er hann, með fullri virðingu, ekki að horfa á staðreyndir um stjarnfræðilegan vöxt þessa vandamáls,“ sagði de Blasio á sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump sagði í viðtali við Sean Hannity á Fox sjónvarpsstöðinni í gær: „Ég trúi því ekki að maður þurfi þrjátíu eða fjörtíu þúsund öndunarvélar. Maður fer inn á stóra spítala og þeir eru stundum með tvær öndunarvélar. Og allt í einu segja þeir 'Getum við pantað þrjátíu þúsund öndunarvélar',“ sagði Trump. Bandaríkin tróna nú á toppi landalistans yfir greind kórónuveirutilfelli, með alls 85.991 tilfelli, sem eru fleiri en hafa greinst í Kína þar sem talið er að kórónuveiran hafi átt upptök sín. Hálf milljón manna hefur greinst í heiminum öllum. Alls hafa 1.296 menn látið lífið úr Covid-19 í Bandaríkunum. Rúmlega 37 þúsund bandarísku tilfellanna eru í New York fylki þar sem þéttbýlið í samnefndri stórborg greiðir fyrir smiti. Andrew Cuomo fylkisstjóri segir þörf fyrir 87 þúsund sjúkrarúm, 37 þúsund gjörgæslurúm og 26 þúsund öndunarvélar umfram það sem fyrir er vegna þess álags sem kórónufaraldurinn skapar. Í fulltrúadeild Bandaríkjaþings varð mikið fár í dag þegar íhaldssamur þingmaður repúblikana, Thomas Massie, hótaði að krefjast nafnakalls við atkvæðagreiðslu, sem myndi tefja afgreiðslu björgunarpakka sem á að styðja við efnahagslifið og hjálpa fólki sem verður fyrir tekjutapi vegna kórónufaraldursins. Margir þingmenn eru fjarstaddir og þyrftu, ef farið er fram á nafnakall, að ferðast úr kjördæmum sínum til Washington borgar til að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Trump forseti brást æfur við hótun þingmannsins og sagði að hann hefði eingöngu áhuga á að láta ljós sitt skína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. „Þegar forsetinn segir að New York fylki þurfi ekki þrjátíu þúsund öndunarvélar þá er hann, með fullri virðingu, ekki að horfa á staðreyndir um stjarnfræðilegan vöxt þessa vandamáls,“ sagði de Blasio á sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump sagði í viðtali við Sean Hannity á Fox sjónvarpsstöðinni í gær: „Ég trúi því ekki að maður þurfi þrjátíu eða fjörtíu þúsund öndunarvélar. Maður fer inn á stóra spítala og þeir eru stundum með tvær öndunarvélar. Og allt í einu segja þeir 'Getum við pantað þrjátíu þúsund öndunarvélar',“ sagði Trump. Bandaríkin tróna nú á toppi landalistans yfir greind kórónuveirutilfelli, með alls 85.991 tilfelli, sem eru fleiri en hafa greinst í Kína þar sem talið er að kórónuveiran hafi átt upptök sín. Hálf milljón manna hefur greinst í heiminum öllum. Alls hafa 1.296 menn látið lífið úr Covid-19 í Bandaríkunum. Rúmlega 37 þúsund bandarísku tilfellanna eru í New York fylki þar sem þéttbýlið í samnefndri stórborg greiðir fyrir smiti. Andrew Cuomo fylkisstjóri segir þörf fyrir 87 þúsund sjúkrarúm, 37 þúsund gjörgæslurúm og 26 þúsund öndunarvélar umfram það sem fyrir er vegna þess álags sem kórónufaraldurinn skapar. Í fulltrúadeild Bandaríkjaþings varð mikið fár í dag þegar íhaldssamur þingmaður repúblikana, Thomas Massie, hótaði að krefjast nafnakalls við atkvæðagreiðslu, sem myndi tefja afgreiðslu björgunarpakka sem á að styðja við efnahagslifið og hjálpa fólki sem verður fyrir tekjutapi vegna kórónufaraldursins. Margir þingmenn eru fjarstaddir og þyrftu, ef farið er fram á nafnakall, að ferðast úr kjördæmum sínum til Washington borgar til að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Trump forseti brást æfur við hótun þingmannsins og sagði að hann hefði eingöngu áhuga á að láta ljós sitt skína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira