Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2020 07:37 Frá New York í Bandaríkjunum. Langstærstur hluti smita landsins hefur greinst í ríkinu. Vísir/Getty Hvergi hafa fleiri greinst með nýju kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 en í Bandaríkjunum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 104 þúsund manns greinst með veiruna þar í landi. Þar af hafa rúmlega 1700 látið lífið. Þá hafa rúmlega 86 þúsund greinst á Ítalíu og rúmlega 9 þúsund látið lífið. Kína kemur svo í þriðja sæti með rúmlega 81 þúsund smit og tæplega 3300 dauðsföll. Hér má nálgast nánari tölfræði um veiruna á heimsvísu. New York-ríki er það ríki Bandaríkjanna þar sem lang flest tilfelli hafa komið upp. Þar hafa hátt í 45 þúsund manns greinst og 527 látist. Næst á eftir kemur nágrannaríkið New Jersey þar sem rúmlega 8800 hafa greinst og 108 látist. Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar, hefur sjálfur sagt að það ástand sem nú er uppi í ríkinu eigi einungis eftir að versna á næstu vikum og að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leiti. Bill de Blasio, borgarstjóri New York.Vísir/Getty Þannig hefur hann harðlega gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viðbrögð sín við faraldri kórónuveirunnar, en margir hafa sakað Trump um að taka faraldurinn ekki alvarlega, gera lítið úr honum og bregðast of seint við. Þá bárust fréttir af því, fyrr í þessari viku, að forsetinn vildi láta slaka á takmörkunum sem settar hafa verið á daglegt líf bandarísks almennings til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Er hann sagður hafa haft það í huga til þess að láta bandarískt efnahagslíf ekki taka of mikinn skell. Í gær undirritaði Trump hins vegar stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 billjónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heildartala pakkans nemur þannig tæplega 305 þúsund milljörðum íslenskra króna. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Hvergi hafa fleiri greinst með nýju kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 en í Bandaríkjunum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 104 þúsund manns greinst með veiruna þar í landi. Þar af hafa rúmlega 1700 látið lífið. Þá hafa rúmlega 86 þúsund greinst á Ítalíu og rúmlega 9 þúsund látið lífið. Kína kemur svo í þriðja sæti með rúmlega 81 þúsund smit og tæplega 3300 dauðsföll. Hér má nálgast nánari tölfræði um veiruna á heimsvísu. New York-ríki er það ríki Bandaríkjanna þar sem lang flest tilfelli hafa komið upp. Þar hafa hátt í 45 þúsund manns greinst og 527 látist. Næst á eftir kemur nágrannaríkið New Jersey þar sem rúmlega 8800 hafa greinst og 108 látist. Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar, hefur sjálfur sagt að það ástand sem nú er uppi í ríkinu eigi einungis eftir að versna á næstu vikum og að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leiti. Bill de Blasio, borgarstjóri New York.Vísir/Getty Þannig hefur hann harðlega gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viðbrögð sín við faraldri kórónuveirunnar, en margir hafa sakað Trump um að taka faraldurinn ekki alvarlega, gera lítið úr honum og bregðast of seint við. Þá bárust fréttir af því, fyrr í þessari viku, að forsetinn vildi láta slaka á takmörkunum sem settar hafa verið á daglegt líf bandarísks almennings til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Er hann sagður hafa haft það í huga til þess að láta bandarískt efnahagslíf ekki taka of mikinn skell. Í gær undirritaði Trump hins vegar stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 billjónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heildartala pakkans nemur þannig tæplega 305 þúsund milljörðum íslenskra króna.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira