Trump hættur við að setja New York í sóttkví Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 07:30 Trump er hættur við. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ Trump sagði að ákvörðun um málið hafi verið tekin eftir ráðleggingum sérstaks kórónuveiruteymis Hvíta hússins. Áður hafði forsetinn sagt að hann myndi mögulega setja ríkið allt í sóttkví, ásamt hlutum New Jersey og Connecticut, til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19. 52 þúsund tilfelli COVID-19 eru nú komin upp í New York, eða um helmingur staðfestra tilfella í öllum Bandaríkjunum. Trump tísti fyrir skömmu að í stað sóttkvíar yrðu gefin út ráðleggjandi tilmæli um ferðalög fyrir íbúa New York, New Jersey og Connecticut. Áður hafði Tump sagt á blaðamannafundi að hann vildi setja ríkið í sóttkví. Hann væri í það minnsta að íhuga það og sagði að slíkar aðgerðir gætu hægt á útbreiðslu veirunnar til annarra hluta Bandaríkjanna. Andrw Cuomo, ríkisstjóri New York.Vísir/Getty Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, tók illa í hugmynd forsetans um að setja ríkið í sóttkví. Kallaði hana „fráleita“ og „and-ameríska.“ Sagði hann að ríkið væri þegar búið að gera ráðstafanir, svo sem banna fjöldasamkomur og skipa fólki að vera heima. Hann myndi hins vegar setja sig upp á móti því að borginni yrði einfaldlega lokað og lyklinum hent. „Þá værum við eins og Wuhan í Kína. Það væri ekkert vit í því,“ sagði Cuomo og bætti við að aðgerðir líkar þeim sem Trump stakk upp á myndu lama verðbréfamarkaðinn á þann hátt að það tæki bandaríska efnahagskerfið mánuði, jafnvel ár, að jafna sig. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump íhugar að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við blaðamenn að hann væri að íhuga að setja New York ríki í sóttkví. 28. mars 2020 17:45 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ Trump sagði að ákvörðun um málið hafi verið tekin eftir ráðleggingum sérstaks kórónuveiruteymis Hvíta hússins. Áður hafði forsetinn sagt að hann myndi mögulega setja ríkið allt í sóttkví, ásamt hlutum New Jersey og Connecticut, til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19. 52 þúsund tilfelli COVID-19 eru nú komin upp í New York, eða um helmingur staðfestra tilfella í öllum Bandaríkjunum. Trump tísti fyrir skömmu að í stað sóttkvíar yrðu gefin út ráðleggjandi tilmæli um ferðalög fyrir íbúa New York, New Jersey og Connecticut. Áður hafði Tump sagt á blaðamannafundi að hann vildi setja ríkið í sóttkví. Hann væri í það minnsta að íhuga það og sagði að slíkar aðgerðir gætu hægt á útbreiðslu veirunnar til annarra hluta Bandaríkjanna. Andrw Cuomo, ríkisstjóri New York.Vísir/Getty Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, tók illa í hugmynd forsetans um að setja ríkið í sóttkví. Kallaði hana „fráleita“ og „and-ameríska.“ Sagði hann að ríkið væri þegar búið að gera ráðstafanir, svo sem banna fjöldasamkomur og skipa fólki að vera heima. Hann myndi hins vegar setja sig upp á móti því að borginni yrði einfaldlega lokað og lyklinum hent. „Þá værum við eins og Wuhan í Kína. Það væri ekkert vit í því,“ sagði Cuomo og bætti við að aðgerðir líkar þeim sem Trump stakk upp á myndu lama verðbréfamarkaðinn á þann hátt að það tæki bandaríska efnahagskerfið mánuði, jafnvel ár, að jafna sig.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump íhugar að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við blaðamenn að hann væri að íhuga að setja New York ríki í sóttkví. 28. mars 2020 17:45 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Trump íhugar að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við blaðamenn að hann væri að íhuga að setja New York ríki í sóttkví. 28. mars 2020 17:45