Framlengir gildistíma reglna vegna kórónuveiru út apríl Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2020 06:46 Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði áður sagt að mögulega væri hægt að losa um reglur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar um páska. Vísir/Vilhelm Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að framlengja gildistíma aðgerða og reglna, sem ætlaðar eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, út apríl. Trump hafði áður gefið í skyn að hægt yrði að losa um reglurnar um páska, það er um miðjan apríl. Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi að faraldurinn myndi líklega ná hámarki í landinu eftir tvær vikur, eða um miðjan apríl. Sagði forsetinn að því betur sem Bandaríkjamenn stæðu sig að fylgja reglum, því fyrr myndi þeirri martröð sem faraldurinn er, ljúka. Tóku fram úr Kína og Ítalíu Læknirinn Anthony Fauci, sem hefur verið Trump og stjórn hans innan handar í glímunni við faraldurinn, hafði áður varað við að veiran gæti orðið allt að 200 þúsund Bandaríkjamönnum að aldurtila. Ekki væri óhugsandi að milljónir Bandaríkjamenn myndi smitast. Alls hafa nú um 140 þúsund smit greinst í Bandaríkjunum. Hafa nú um 2.500 manns látist af völdum veirunnar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskóla. Bandaríkin tóku í síðustu viku fram úr bæði Kína og Ítalíu þegar kemur að fjölda smita. Slæmt ástand í New York Trump sagðist hafa orðið vitni af skelfilegum hlutum síðustu dagana og vísaði þar til ástandsins í Queens, einu hverfa New York, þar sem ástandið er sérstaklega slæmt. Alls eru rúmlega þúsund dauðsföll rakin til veirunnar í New York. „Það eru líkpokar út um allt, á göngunum. Ég hef séð þá nota vöruflutningabíla, frystibíla. Það eru frystibílar þar sem þeir geta ekki sinnt öllum líkum, þau eru svo mörg. Ég hef séð hluti sem ég hef aldrei áður orðið vitni af,“ sagði forsetinn. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump hættur við að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ 29. mars 2020 07:30 112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. 28. mars 2020 18:45 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að framlengja gildistíma aðgerða og reglna, sem ætlaðar eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, út apríl. Trump hafði áður gefið í skyn að hægt yrði að losa um reglurnar um páska, það er um miðjan apríl. Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi að faraldurinn myndi líklega ná hámarki í landinu eftir tvær vikur, eða um miðjan apríl. Sagði forsetinn að því betur sem Bandaríkjamenn stæðu sig að fylgja reglum, því fyrr myndi þeirri martröð sem faraldurinn er, ljúka. Tóku fram úr Kína og Ítalíu Læknirinn Anthony Fauci, sem hefur verið Trump og stjórn hans innan handar í glímunni við faraldurinn, hafði áður varað við að veiran gæti orðið allt að 200 þúsund Bandaríkjamönnum að aldurtila. Ekki væri óhugsandi að milljónir Bandaríkjamenn myndi smitast. Alls hafa nú um 140 þúsund smit greinst í Bandaríkjunum. Hafa nú um 2.500 manns látist af völdum veirunnar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskóla. Bandaríkin tóku í síðustu viku fram úr bæði Kína og Ítalíu þegar kemur að fjölda smita. Slæmt ástand í New York Trump sagðist hafa orðið vitni af skelfilegum hlutum síðustu dagana og vísaði þar til ástandsins í Queens, einu hverfa New York, þar sem ástandið er sérstaklega slæmt. Alls eru rúmlega þúsund dauðsföll rakin til veirunnar í New York. „Það eru líkpokar út um allt, á göngunum. Ég hef séð þá nota vöruflutningabíla, frystibíla. Það eru frystibílar þar sem þeir geta ekki sinnt öllum líkum, þau eru svo mörg. Ég hef séð hluti sem ég hef aldrei áður orðið vitni af,“ sagði forsetinn.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump hættur við að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ 29. mars 2020 07:30 112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. 28. mars 2020 18:45 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Trump hættur við að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ 29. mars 2020 07:30
112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. 28. mars 2020 18:45