Framlengir gildistíma reglna vegna kórónuveiru út apríl Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2020 06:46 Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði áður sagt að mögulega væri hægt að losa um reglur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar um páska. Vísir/Vilhelm Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að framlengja gildistíma aðgerða og reglna, sem ætlaðar eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, út apríl. Trump hafði áður gefið í skyn að hægt yrði að losa um reglurnar um páska, það er um miðjan apríl. Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi að faraldurinn myndi líklega ná hámarki í landinu eftir tvær vikur, eða um miðjan apríl. Sagði forsetinn að því betur sem Bandaríkjamenn stæðu sig að fylgja reglum, því fyrr myndi þeirri martröð sem faraldurinn er, ljúka. Tóku fram úr Kína og Ítalíu Læknirinn Anthony Fauci, sem hefur verið Trump og stjórn hans innan handar í glímunni við faraldurinn, hafði áður varað við að veiran gæti orðið allt að 200 þúsund Bandaríkjamönnum að aldurtila. Ekki væri óhugsandi að milljónir Bandaríkjamenn myndi smitast. Alls hafa nú um 140 þúsund smit greinst í Bandaríkjunum. Hafa nú um 2.500 manns látist af völdum veirunnar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskóla. Bandaríkin tóku í síðustu viku fram úr bæði Kína og Ítalíu þegar kemur að fjölda smita. Slæmt ástand í New York Trump sagðist hafa orðið vitni af skelfilegum hlutum síðustu dagana og vísaði þar til ástandsins í Queens, einu hverfa New York, þar sem ástandið er sérstaklega slæmt. Alls eru rúmlega þúsund dauðsföll rakin til veirunnar í New York. „Það eru líkpokar út um allt, á göngunum. Ég hef séð þá nota vöruflutningabíla, frystibíla. Það eru frystibílar þar sem þeir geta ekki sinnt öllum líkum, þau eru svo mörg. Ég hef séð hluti sem ég hef aldrei áður orðið vitni af,“ sagði forsetinn. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump hættur við að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ 29. mars 2020 07:30 112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. 28. mars 2020 18:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að framlengja gildistíma aðgerða og reglna, sem ætlaðar eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, út apríl. Trump hafði áður gefið í skyn að hægt yrði að losa um reglurnar um páska, það er um miðjan apríl. Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi að faraldurinn myndi líklega ná hámarki í landinu eftir tvær vikur, eða um miðjan apríl. Sagði forsetinn að því betur sem Bandaríkjamenn stæðu sig að fylgja reglum, því fyrr myndi þeirri martröð sem faraldurinn er, ljúka. Tóku fram úr Kína og Ítalíu Læknirinn Anthony Fauci, sem hefur verið Trump og stjórn hans innan handar í glímunni við faraldurinn, hafði áður varað við að veiran gæti orðið allt að 200 þúsund Bandaríkjamönnum að aldurtila. Ekki væri óhugsandi að milljónir Bandaríkjamenn myndi smitast. Alls hafa nú um 140 þúsund smit greinst í Bandaríkjunum. Hafa nú um 2.500 manns látist af völdum veirunnar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskóla. Bandaríkin tóku í síðustu viku fram úr bæði Kína og Ítalíu þegar kemur að fjölda smita. Slæmt ástand í New York Trump sagðist hafa orðið vitni af skelfilegum hlutum síðustu dagana og vísaði þar til ástandsins í Queens, einu hverfa New York, þar sem ástandið er sérstaklega slæmt. Alls eru rúmlega þúsund dauðsföll rakin til veirunnar í New York. „Það eru líkpokar út um allt, á göngunum. Ég hef séð þá nota vöruflutningabíla, frystibíla. Það eru frystibílar þar sem þeir geta ekki sinnt öllum líkum, þau eru svo mörg. Ég hef séð hluti sem ég hef aldrei áður orðið vitni af,“ sagði forsetinn.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump hættur við að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ 29. mars 2020 07:30 112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. 28. mars 2020 18:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Trump hættur við að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ 29. mars 2020 07:30
112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. 28. mars 2020 18:45