Guðjón Valur: Menn fara ekki fyrst í 41 árs skúffuna þegar þeir leita sér að leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 08:30 Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki með Paris Saint Germain í frönsku deildinni í vetur. Getty/Catherine Steenkeste Guðjón Valur Sigurðsson lék með franska stórliðinu Paris Saint Germain í vetur en eins og í öðrum deildum í Evrópu þá var leikjum frestað vegna útbreiðslu COVID-19. Samningur Guðjóns Vals og franska liðsins rennur út í sumar. Guðjón Valur tók þá ákvörðun fyrir tólf dögum að fara til Íslands og hefur verið í sóttkví síðan. „Þannig að opinberlega máttum við ekki fara en á bak við tjöldin skildu þeir okkur vel. Þannig að það var í rauninni ekkert sagt við okkur nema hugsið þið vel um ykkur, reynið að vera í formi og við látum ykkur vita þegar eitthvað fer að gerast,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í viðtali við gamla herbergisfélaga sinn Einar Örn Jónsson hjá Rúv. Guðjón Valur Sigurðsson er fæddur árið 1979 og heldur því upp á 41 árs afmælið sitt í ágúst. Hann ætlaði ekki að hætta í handbolta í sumar en veit núna ekkert hvað tekur við hjá honum. „Það er ekki gripið fyrst í 41 árs skúffuna held ég til þess að leita sér að nýjum leikmönnum. Þetta er bara staðreyndin hjá mér. Það eina sem ég hefði verið til í að gera er að ég hefði viljað klára þetta tímabil á einhvern hátt,“ sagði Guðjón Valur í fyrrnefndu viðtali. Guðjón Valur fór út í atvinnumennsku sumarið 2001 og hefðu náð því að leika í tuttugu ár í atvinnumennsku hefði hann spilað 2020-21 tímabilið. Guðjón Valur hefur spilað í Þýskalandi, Danmörku, Spáni og Frakklandi og með bestu liðum heims eins og Kiel, Barcelona og Paris Saint Germain. „Það er svona fótunum kippt undan öllum en það er náttúrulega ekki bara okkur heldur bara liggur við heilu samfélögunum. En ef þetta endar svona þá er það bara þannig og maður getur ekkert í rauninni gert í því nema að taka það jákvæða sem maður hafði og vera þakklátur fyrir ferilinn sem maður hafði ef þetta endar svona.“ segir Guðjón Valur í viðtalinu við Einar Örn sem sjá má með því að smella hér. Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson lék með franska stórliðinu Paris Saint Germain í vetur en eins og í öðrum deildum í Evrópu þá var leikjum frestað vegna útbreiðslu COVID-19. Samningur Guðjóns Vals og franska liðsins rennur út í sumar. Guðjón Valur tók þá ákvörðun fyrir tólf dögum að fara til Íslands og hefur verið í sóttkví síðan. „Þannig að opinberlega máttum við ekki fara en á bak við tjöldin skildu þeir okkur vel. Þannig að það var í rauninni ekkert sagt við okkur nema hugsið þið vel um ykkur, reynið að vera í formi og við látum ykkur vita þegar eitthvað fer að gerast,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í viðtali við gamla herbergisfélaga sinn Einar Örn Jónsson hjá Rúv. Guðjón Valur Sigurðsson er fæddur árið 1979 og heldur því upp á 41 árs afmælið sitt í ágúst. Hann ætlaði ekki að hætta í handbolta í sumar en veit núna ekkert hvað tekur við hjá honum. „Það er ekki gripið fyrst í 41 árs skúffuna held ég til þess að leita sér að nýjum leikmönnum. Þetta er bara staðreyndin hjá mér. Það eina sem ég hefði verið til í að gera er að ég hefði viljað klára þetta tímabil á einhvern hátt,“ sagði Guðjón Valur í fyrrnefndu viðtali. Guðjón Valur fór út í atvinnumennsku sumarið 2001 og hefðu náð því að leika í tuttugu ár í atvinnumennsku hefði hann spilað 2020-21 tímabilið. Guðjón Valur hefur spilað í Þýskalandi, Danmörku, Spáni og Frakklandi og með bestu liðum heims eins og Kiel, Barcelona og Paris Saint Germain. „Það er svona fótunum kippt undan öllum en það er náttúrulega ekki bara okkur heldur bara liggur við heilu samfélögunum. En ef þetta endar svona þá er það bara þannig og maður getur ekkert í rauninni gert í því nema að taka það jákvæða sem maður hafði og vera þakklátur fyrir ferilinn sem maður hafði ef þetta endar svona.“ segir Guðjón Valur í viðtalinu við Einar Örn sem sjá má með því að smella hér.
Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira