Væntir frekari kórónuveiruaðgerða af hálfu borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2020 12:30 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ásamt Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á borgarstjórnarfundi. Vísir/vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. Þá segir hann mikilvægt að borgin forgangsraði rétt og láti af samkeppni við einkaaðila. Borgarstjórn kynnti á fimmtudaginn síðasta þrettán aðgerðir sem Reykjavíkurborg mun ráðast í til að bregðast við faraldrinum. Á meðal aðgerða sem borgin boðar eru frestun gjalda, niðurfelling og lækkun þeirra, sveigjanleiki í innheimtu og gjaldfrestum auk borgarvaktir sem skoðar munu þarfir borgarabúa. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn stóðu að baki aðgerðunum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ræddi umræddar aðgerðir í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hann sagði nauðsynlegt að rétta úr kútnum á sem skemmstum tíma, helst á innan við tveimur árum, og til að það næðist þyrfti öfluga viðspyrnu, sem borgin hefði efni á að ráðast í. Þá væri mikilvægt að forgangsraða rétt. Borgarfulltrúar kynna aðgerðirnar í ráðhúsi Reykjavíkur síðasta fimmtudag.Vísir/Einar „Það er auðvitað dýrt að létta á fólkinu en það er miklu dýrara að gera það ekki. Það er miklu dýrara að láta störfin tapast,“ sagði Eyþór „Ég held að borgin verði að hætta í því sem hún þarf ekki að vera í. Hún á ekki að vera að reka malbikunarstöð eða byggja nýtt uppi við Esju við þessar aðstæður, ekki vera í samkeppni við einkaaðila eins og til dæmis í fjarskiptum eins og hún er, þetta er tímaskekkja. En hún á að gera vel það sem hún á að gera, og gerir.“ Eyþór kvaðst þó hafa viljað sjá borgina tryggja meiri skattalækkanir í þessari fyrstu atrennu til innspýtingar í efnahagslífið. Þá gerði hann ráð fyrir frekari aðgerðum af hálfu borgarinnar. „Og ég var ánægður með fyrstu setninguna, hún er lykilsetning. Fyrstu aðgerðir. Og við sjáum það með ríkið núna og alþingi, menn eru núna að fara í aðrar aðgerðir. Og ég vænti þess að sveitarfélögin og Reykjavíkurborg geri meira, því að Reykjavíkurborg á svo mikið undir þessu, því ef störfin tapast þá tapast útsvarið og útsvarið er grunnurinn að tekjum borgarinnar.“ Viðtalið við Eyþór og Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Borgarstjórn Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. 30. mars 2020 11:28 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. Þá segir hann mikilvægt að borgin forgangsraði rétt og láti af samkeppni við einkaaðila. Borgarstjórn kynnti á fimmtudaginn síðasta þrettán aðgerðir sem Reykjavíkurborg mun ráðast í til að bregðast við faraldrinum. Á meðal aðgerða sem borgin boðar eru frestun gjalda, niðurfelling og lækkun þeirra, sveigjanleiki í innheimtu og gjaldfrestum auk borgarvaktir sem skoðar munu þarfir borgarabúa. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn stóðu að baki aðgerðunum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ræddi umræddar aðgerðir í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hann sagði nauðsynlegt að rétta úr kútnum á sem skemmstum tíma, helst á innan við tveimur árum, og til að það næðist þyrfti öfluga viðspyrnu, sem borgin hefði efni á að ráðast í. Þá væri mikilvægt að forgangsraða rétt. Borgarfulltrúar kynna aðgerðirnar í ráðhúsi Reykjavíkur síðasta fimmtudag.Vísir/Einar „Það er auðvitað dýrt að létta á fólkinu en það er miklu dýrara að gera það ekki. Það er miklu dýrara að láta störfin tapast,“ sagði Eyþór „Ég held að borgin verði að hætta í því sem hún þarf ekki að vera í. Hún á ekki að vera að reka malbikunarstöð eða byggja nýtt uppi við Esju við þessar aðstæður, ekki vera í samkeppni við einkaaðila eins og til dæmis í fjarskiptum eins og hún er, þetta er tímaskekkja. En hún á að gera vel það sem hún á að gera, og gerir.“ Eyþór kvaðst þó hafa viljað sjá borgina tryggja meiri skattalækkanir í þessari fyrstu atrennu til innspýtingar í efnahagslífið. Þá gerði hann ráð fyrir frekari aðgerðum af hálfu borgarinnar. „Og ég var ánægður með fyrstu setninguna, hún er lykilsetning. Fyrstu aðgerðir. Og við sjáum það með ríkið núna og alþingi, menn eru núna að fara í aðrar aðgerðir. Og ég vænti þess að sveitarfélögin og Reykjavíkurborg geri meira, því að Reykjavíkurborg á svo mikið undir þessu, því ef störfin tapast þá tapast útsvarið og útsvarið er grunnurinn að tekjum borgarinnar.“ Viðtalið við Eyþór og Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. 30. mars 2020 11:28 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. 30. mars 2020 11:28
Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57
Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent