Opið bréf til Katrínar, Bjarna og Sigurðar! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2020 13:15 Ég veit að þið stjórnvöld hafið í nógu að snúast þessa daga, og tími til samtals um fjárhagslegar og félagslegar aðstæður fatlaðs og langveiks fólks, lítill. Ég eftir sem áður bið um athygli ykkar í þeirri von að það skipti máli, ég hef í það minnsta reynt að ná til ykkar. Mér er sagt að fjáraukalögin nú séu í raun fjárfestingarátak vegna Covid-19. ÖBÍ gagnrýndi að þar inni væri ekki að finna sértækar aðgerðir fyrir öryrkja. Ég leyfi mér að halda þeirri gagnrýni til streitu, enda kemur Covid-19 verr niður á örorkulífeyrisþegum en mörgum öðrum. Við sjáum nú að ástandið afhjúpar þá staðreynd að gríðarstór hópur fólks býr við svo mikla fátækt að hann hefur ekki efni á að borða hvað þá að leysa út lyf. Í langan tíma hefur örorkulífeyrir ekki haldið í við verðlag hér á Íslandi. Í því samhengi nefni ég að matvara og nauðsynjar hafa hækkað umtalsvert á síðustu tíu árum. Þá hefur leiga hækkað gríðarlega og er þar félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga ekki undanskilið. Örorkulífeyrir hefur hinsvegar rýrnað ár frá ári, það hefur gerst á ykkar vakt líka. Öryrkjar eins og flest fólk, reynir í lengstu lög að tryggja sér heimili, greiðsla á leigu gengur því fyrir öðrum nauðsynjum. Það eru öllum erfið spor þegar stoltinu er kyngt og leitað er aðstoðar í fyrsta sinn. Öryrkjar hafa lært að bera skömmina í hljóði, þegar þeir feta þessi erfiðu spor í biðröð eftir matarúthlutun hjálparsamtaka. Þessu erfiðu spor eru svo endurtekin í sífellu enda skammtar ríkið svo naumt að neyð ríkir. Stórir hópar veiks og fatlaðs fólks fara hér um götur með ósýnilegan betlistaf á lofti, fólk sem áður lagði stolt af mörkum til samfélagsins í formi vinnu o.fl. Því lærist með tímanum að sækja bjargirnar en í hálsinum situr kökkur niðurlægingar og skammar. Nú þegar hjálparstofnanir hafa lokað að stórum hluta blasir við okkur öllum þessi nöturlega staðreynd. Það eina jákvæða sem fylgir þessari veiru er að hún hefur opinberað þá sárafátækt sem hefur hingað til verið falin í þjóðfélagi okkar. Stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina haldið fyrir augu, eyru og munn, og tekist bara nokkuð bærilega upp við að hunsa vandamálið. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa brugðist. Jafnvel fatlaðir og langveikir þingmenn, sem ættu að skilja vandamálið, hafa ekki haft erindi sem erfiði. Ég held það sé nú öllum ljóst að fólk sem veikist, slasast eða fæðist fatlað eiga afar veikan ef þá nokkurn málsvara hjá stjórnvöldum. Í dag eru flestir öryrkjar heima í einangrun vegna undirliggjandi sjúkdóma, fólk kemst t.d. ekki til læknis til að fá endurnýjun á örorkumat og missir þar af leiðandi framfærslu, það á sífellt erfiðara með að sækja sér matarbjörg og lyf. Sumir eiga erfitt með daglega umhirðu og hreinlæti, fólk er kvíðið og hrætt. Fjölmargir íslendingar upplifa það nú á eigin skinni, hvernig líf öryrkjans er. Félagslega einangraður, fer lítið sem ekkert út, algerlega upp á aðra kominn. Þegar þessum faraldri linnir, sitja öryrkjar eftir, eins og áður, félagslega einangraðir, skammtaður smánarlífeyri frá þeim sem ættu að verja og vernda hópinn. Stjórnvöld hafa lokað augunum gagnvart fátækt á Íslandi, fríað sig ábyrgð á ástandinu og ýtt því yfir á hjálparstofnanir. Þegar öryrkjar sem í dag búa við bágust kjör í samfélaginu, geta ekki lengur orðið sér út um nauðsynjar s.s. mat hjá hjálparstofnunum, kemur bitur sannleikurinn í ljós. Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt. En hún er það í dag, hér býr fatlað og langveikt fólk með örorku við sára fátækt. Stjórnvöld verða að stíga fram og taka utan um öryrkja, hafi það verið mikilvægt einhverntíman þá er það orðið lífsnauðsynlegt í dag! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég veit að þið stjórnvöld hafið í nógu að snúast þessa daga, og tími til samtals um fjárhagslegar og félagslegar aðstæður fatlaðs og langveiks fólks, lítill. Ég eftir sem áður bið um athygli ykkar í þeirri von að það skipti máli, ég hef í það minnsta reynt að ná til ykkar. Mér er sagt að fjáraukalögin nú séu í raun fjárfestingarátak vegna Covid-19. ÖBÍ gagnrýndi að þar inni væri ekki að finna sértækar aðgerðir fyrir öryrkja. Ég leyfi mér að halda þeirri gagnrýni til streitu, enda kemur Covid-19 verr niður á örorkulífeyrisþegum en mörgum öðrum. Við sjáum nú að ástandið afhjúpar þá staðreynd að gríðarstór hópur fólks býr við svo mikla fátækt að hann hefur ekki efni á að borða hvað þá að leysa út lyf. Í langan tíma hefur örorkulífeyrir ekki haldið í við verðlag hér á Íslandi. Í því samhengi nefni ég að matvara og nauðsynjar hafa hækkað umtalsvert á síðustu tíu árum. Þá hefur leiga hækkað gríðarlega og er þar félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga ekki undanskilið. Örorkulífeyrir hefur hinsvegar rýrnað ár frá ári, það hefur gerst á ykkar vakt líka. Öryrkjar eins og flest fólk, reynir í lengstu lög að tryggja sér heimili, greiðsla á leigu gengur því fyrir öðrum nauðsynjum. Það eru öllum erfið spor þegar stoltinu er kyngt og leitað er aðstoðar í fyrsta sinn. Öryrkjar hafa lært að bera skömmina í hljóði, þegar þeir feta þessi erfiðu spor í biðröð eftir matarúthlutun hjálparsamtaka. Þessu erfiðu spor eru svo endurtekin í sífellu enda skammtar ríkið svo naumt að neyð ríkir. Stórir hópar veiks og fatlaðs fólks fara hér um götur með ósýnilegan betlistaf á lofti, fólk sem áður lagði stolt af mörkum til samfélagsins í formi vinnu o.fl. Því lærist með tímanum að sækja bjargirnar en í hálsinum situr kökkur niðurlægingar og skammar. Nú þegar hjálparstofnanir hafa lokað að stórum hluta blasir við okkur öllum þessi nöturlega staðreynd. Það eina jákvæða sem fylgir þessari veiru er að hún hefur opinberað þá sárafátækt sem hefur hingað til verið falin í þjóðfélagi okkar. Stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina haldið fyrir augu, eyru og munn, og tekist bara nokkuð bærilega upp við að hunsa vandamálið. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa brugðist. Jafnvel fatlaðir og langveikir þingmenn, sem ættu að skilja vandamálið, hafa ekki haft erindi sem erfiði. Ég held það sé nú öllum ljóst að fólk sem veikist, slasast eða fæðist fatlað eiga afar veikan ef þá nokkurn málsvara hjá stjórnvöldum. Í dag eru flestir öryrkjar heima í einangrun vegna undirliggjandi sjúkdóma, fólk kemst t.d. ekki til læknis til að fá endurnýjun á örorkumat og missir þar af leiðandi framfærslu, það á sífellt erfiðara með að sækja sér matarbjörg og lyf. Sumir eiga erfitt með daglega umhirðu og hreinlæti, fólk er kvíðið og hrætt. Fjölmargir íslendingar upplifa það nú á eigin skinni, hvernig líf öryrkjans er. Félagslega einangraður, fer lítið sem ekkert út, algerlega upp á aðra kominn. Þegar þessum faraldri linnir, sitja öryrkjar eftir, eins og áður, félagslega einangraðir, skammtaður smánarlífeyri frá þeim sem ættu að verja og vernda hópinn. Stjórnvöld hafa lokað augunum gagnvart fátækt á Íslandi, fríað sig ábyrgð á ástandinu og ýtt því yfir á hjálparstofnanir. Þegar öryrkjar sem í dag búa við bágust kjör í samfélaginu, geta ekki lengur orðið sér út um nauðsynjar s.s. mat hjá hjálparstofnunum, kemur bitur sannleikurinn í ljós. Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt. En hún er það í dag, hér býr fatlað og langveikt fólk með örorku við sára fátækt. Stjórnvöld verða að stíga fram og taka utan um öryrkja, hafi það verið mikilvægt einhverntíman þá er það orðið lífsnauðsynlegt í dag! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar