Þrjú hundruð Íslendingar á leiðinni heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 13:36 Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoðar fólk við að komast heim til Íslands. Vísir/Vilhelm Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. Forstjóri Icelandair segir að ennþá sé hægt að bóka flug frá Lundúnum, Boston og Stokkhólmi. Eftirspurnin sé ekki mikil. Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Boston, Lundúna eða Stokkhólms til 15. apríl. Fáir ferðast þessa dagana og hefur flugvélum verið lagt víða um heim vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir því að ríkið greiði allt að hundrað milljónir til flugfélagsins. Þetta er gert til að tryggja lágmarkssamgöngur til og frá landinu. Lítið hægt að vinna með öðrum flugfélögum þessa dagana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að félagið bjóði upp á ferðir til Bandaríkjanna og Evrópu alla daga vikunnar og ennþá sé til nóg af sætum. „Þær eru ekki að fyllast og það er enn þá hægt að bóka. Við erum að reyna að halda tengingum daglega, Lundúnum, Stokkhólmi og Boston en það er ennþá laust í vélarnar. Eftirspurnin er ekki mikil,“ segir Bogi Nils. Bogi Nils Bogason, forstjóri IcelandairVísir/Vilhelm Víða hefur flug nánast lagst af eða er afar takmarkað. Bogi segir að þetta hafi áhrif á samvinnu flugfélaga varðandi tengiflug milli staða. „Það hefur alltaf verið þannig í flugbransanum að flugfélög vinna mikið saman nú er svo lítið flogið það að það er lítið hægt að vinna með það þessa dagana,“ segir Bogi Nils. 300 Íslendingar á leiðinni heim Íslendingar búsettir erlendis hafa getað skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri þar segir að haft hafi verið samband við um 2000 manns frá því skráningin hófst. Nú séu um 300 Íslendingar á leiðinni heim. María Mjöll Jónsdóttir á upplýsingafundi almannavarna á dögunum.Vísir/Vilhelm „Sumir þurfa á meiri aðstoð að halda við að finna flug heim en aðrir. Þau ríki sem að eru meira og minna lokuð þar eigum við í mestum vandræðum með að leiðbeina fólki um hvernig það eigi að komast heim. Þar erum við í norrænu samstarfi og við Evrópusambandsríkin. Það er mikil óvissa með áframhaldandi flug næstu vikur og þes vegna eru bæði Evrópuríkin og Norrænuríkin að vinna að því að ná sínu fólki heim.“ Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. Forstjóri Icelandair segir að ennþá sé hægt að bóka flug frá Lundúnum, Boston og Stokkhólmi. Eftirspurnin sé ekki mikil. Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Boston, Lundúna eða Stokkhólms til 15. apríl. Fáir ferðast þessa dagana og hefur flugvélum verið lagt víða um heim vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir því að ríkið greiði allt að hundrað milljónir til flugfélagsins. Þetta er gert til að tryggja lágmarkssamgöngur til og frá landinu. Lítið hægt að vinna með öðrum flugfélögum þessa dagana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að félagið bjóði upp á ferðir til Bandaríkjanna og Evrópu alla daga vikunnar og ennþá sé til nóg af sætum. „Þær eru ekki að fyllast og það er enn þá hægt að bóka. Við erum að reyna að halda tengingum daglega, Lundúnum, Stokkhólmi og Boston en það er ennþá laust í vélarnar. Eftirspurnin er ekki mikil,“ segir Bogi Nils. Bogi Nils Bogason, forstjóri IcelandairVísir/Vilhelm Víða hefur flug nánast lagst af eða er afar takmarkað. Bogi segir að þetta hafi áhrif á samvinnu flugfélaga varðandi tengiflug milli staða. „Það hefur alltaf verið þannig í flugbransanum að flugfélög vinna mikið saman nú er svo lítið flogið það að það er lítið hægt að vinna með það þessa dagana,“ segir Bogi Nils. 300 Íslendingar á leiðinni heim Íslendingar búsettir erlendis hafa getað skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri þar segir að haft hafi verið samband við um 2000 manns frá því skráningin hófst. Nú séu um 300 Íslendingar á leiðinni heim. María Mjöll Jónsdóttir á upplýsingafundi almannavarna á dögunum.Vísir/Vilhelm „Sumir þurfa á meiri aðstoð að halda við að finna flug heim en aðrir. Þau ríki sem að eru meira og minna lokuð þar eigum við í mestum vandræðum með að leiðbeina fólki um hvernig það eigi að komast heim. Þar erum við í norrænu samstarfi og við Evrópusambandsríkin. Það er mikil óvissa með áframhaldandi flug næstu vikur og þes vegna eru bæði Evrópuríkin og Norrænuríkin að vinna að því að ná sínu fólki heim.“
Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent