Geðheilsan skiptir líka máli Halldóra Pálsdóttir skrifar 31. mars 2020 08:00 Rauði krossinn hefur nokkrar áhyggjur af þeim sem glíma við andlega erfiðleika á tímum sem þessum. Flest finnum við fyrir óöryggi og kvíða, við vitum ekki við hverju er að búast eða hvenær þetta ástand gengur yfir og margir hafa einnig fjárhagslegar áhyggjur. Á tímum samkomubanns er sérstök ástæða til að huga að geðheilsunni en andlegt heilbrigði er afskaplega mikilvægt alla daga, ekki síst í ástandi eins og núna. Margir þróa með sér erfiðar geðraskanir og sjúkdóma og þurfa að gæta sérstaklega vel að sér en í raun gildir það sama fyrir alla og við verðum öll að hlúa að okkur. Andleg heilsa er ekki síst mikilvægari en handþvottur á tímum Covid-19. Umfjöllun í fjölmiðlum vekur auðveldlega kvíða hjá fólki og það er fullkomlega eðlilegt og mikilvægt að gera sér grein fyrir því en ekki síður mikilvægt að finna sér heilbrigð bjargráð. Helstu bjargráðin eru að gæta að grunnþörfunum. Að passa rútínuna, gæta að svefnvenjum, mataræði og hreyfingu og forðast áfengi og tóbak og allt sem deyfir og dregur úr okkur kraft. Að stunda einhverskonar andlega iðkun eins og hugleiðslu, lestur, handavinnu eða hugarvinnu getur verið róandi og jarðtengt okkur og mörgum gagnast einnig vel að hreyfa sig. Fara í kraftmikla göngutúra og anda að sér fersku lofti. Hinn félagslegi þáttur er ekki síður mikilvægur og getur fátt komið í stað mannlegra samskipta og þess að finna að maður skipti aðra máli. Rauði krossinn styður við fólk sem er félagslega einangrað á ýmsan máta en gestir Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir sem starfrækt er við Hverfisgötu í Reykjavík, hafa m.a. talað um að þeir finni vel núna hvernig félagsleg einangrun magni upp kvíða. Í Vin hefur markmiðið verið að stuðla að félagslegri aðlögun og speglun, að bjóða upp á heimilislegt umhverfi sem tekur vel á móti fólki og virkar eins og jarðvegur fyrir uppbyggilega virkni. Til að bregðast við samkomubanninu höfum við fært þjónustuna að mestu yfir í ráðgjöf og spjall í gegnum síma með það að leiðarljósi að sinna félagslegri þörf eins og hægt er. Það að hafa samband, vera til staðar og hlusta er mögulega eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir aðrar manneskjur á þessum tímum.Við höfum öll okkar bjargráð og best er að skipuleggja og endurskoða hvernig þau gagnast okkur best. Rauði krossinn minnir á að Hjálparsíminn 1717 er opinn allan sólarhringinn og við þurfum öll að passa vel upp á okkur og fólkið okkar. Góðar upplýsingar um bjargráð má finna t.d. á vefsíðu Rauða krossins og hjá Geðhjálp. Höfundur er forstöðumaður Vinjar fræðslu- og bataseturs Rauða krossins í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Berskjaldaðir hópar: Ritröð Rauða krossins Tengdar fréttir Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. 25. mars 2020 11:00 Mikilvægi tengsla og trausts Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. 26. mars 2020 09:00 Einangrunin eykst dag frá degi og einmanaleikinn svíður Fjölmargir einstaklingar sitja í fangelsi á Íslandi og á óvissutímum líkt og nú er hætt við að þeir gleymist. Í miklum óstöðuleika upplifir þessi hópur óöryggi og aukna streitu, líkt og flestir aðrir. 27. mars 2020 09:00 Einmanaleiki: Hinn faldi faraldur Manneskjan er að eðlisfari félagsvera og má segja að það sé hluti af grunnþörfum mannsins að fá félagsskap. Við höfum flest upplifað einmanaleika einhvern tímann á lífsleiðinni. 30. mars 2020 08:00 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn hefur nokkrar áhyggjur af þeim sem glíma við andlega erfiðleika á tímum sem þessum. Flest finnum við fyrir óöryggi og kvíða, við vitum ekki við hverju er að búast eða hvenær þetta ástand gengur yfir og margir hafa einnig fjárhagslegar áhyggjur. Á tímum samkomubanns er sérstök ástæða til að huga að geðheilsunni en andlegt heilbrigði er afskaplega mikilvægt alla daga, ekki síst í ástandi eins og núna. Margir þróa með sér erfiðar geðraskanir og sjúkdóma og þurfa að gæta sérstaklega vel að sér en í raun gildir það sama fyrir alla og við verðum öll að hlúa að okkur. Andleg heilsa er ekki síst mikilvægari en handþvottur á tímum Covid-19. Umfjöllun í fjölmiðlum vekur auðveldlega kvíða hjá fólki og það er fullkomlega eðlilegt og mikilvægt að gera sér grein fyrir því en ekki síður mikilvægt að finna sér heilbrigð bjargráð. Helstu bjargráðin eru að gæta að grunnþörfunum. Að passa rútínuna, gæta að svefnvenjum, mataræði og hreyfingu og forðast áfengi og tóbak og allt sem deyfir og dregur úr okkur kraft. Að stunda einhverskonar andlega iðkun eins og hugleiðslu, lestur, handavinnu eða hugarvinnu getur verið róandi og jarðtengt okkur og mörgum gagnast einnig vel að hreyfa sig. Fara í kraftmikla göngutúra og anda að sér fersku lofti. Hinn félagslegi þáttur er ekki síður mikilvægur og getur fátt komið í stað mannlegra samskipta og þess að finna að maður skipti aðra máli. Rauði krossinn styður við fólk sem er félagslega einangrað á ýmsan máta en gestir Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir sem starfrækt er við Hverfisgötu í Reykjavík, hafa m.a. talað um að þeir finni vel núna hvernig félagsleg einangrun magni upp kvíða. Í Vin hefur markmiðið verið að stuðla að félagslegri aðlögun og speglun, að bjóða upp á heimilislegt umhverfi sem tekur vel á móti fólki og virkar eins og jarðvegur fyrir uppbyggilega virkni. Til að bregðast við samkomubanninu höfum við fært þjónustuna að mestu yfir í ráðgjöf og spjall í gegnum síma með það að leiðarljósi að sinna félagslegri þörf eins og hægt er. Það að hafa samband, vera til staðar og hlusta er mögulega eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir aðrar manneskjur á þessum tímum.Við höfum öll okkar bjargráð og best er að skipuleggja og endurskoða hvernig þau gagnast okkur best. Rauði krossinn minnir á að Hjálparsíminn 1717 er opinn allan sólarhringinn og við þurfum öll að passa vel upp á okkur og fólkið okkar. Góðar upplýsingar um bjargráð má finna t.d. á vefsíðu Rauða krossins og hjá Geðhjálp. Höfundur er forstöðumaður Vinjar fræðslu- og bataseturs Rauða krossins í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. 25. mars 2020 11:00
Mikilvægi tengsla og trausts Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. 26. mars 2020 09:00
Einangrunin eykst dag frá degi og einmanaleikinn svíður Fjölmargir einstaklingar sitja í fangelsi á Íslandi og á óvissutímum líkt og nú er hætt við að þeir gleymist. Í miklum óstöðuleika upplifir þessi hópur óöryggi og aukna streitu, líkt og flestir aðrir. 27. mars 2020 09:00
Einmanaleiki: Hinn faldi faraldur Manneskjan er að eðlisfari félagsvera og má segja að það sé hluti af grunnþörfum mannsins að fá félagsskap. Við höfum flest upplifað einmanaleika einhvern tímann á lífsleiðinni. 30. mars 2020 08:00
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun