Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 31. mars 2020 09:00 Einar Jónsson var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi. skjáskot/s2s Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. Einar var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi þar sem rætt var um málefni líðandi stundar í handboltanum og þar var mál ÍR efst á baugi en þeir tilkynntu á dögunum að vegna fjárhagsörðugleika yrði kvennalið félagsins lagt niður. „Utan frá séð finnst mér þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og mér finnst bara verið að gefa skít í kvennaboltann upp í Breiðholti. Þetta er í þriðja eða fjórða skiptið sem þeir leggja niður kvennaliðið á meðan karlaliðið hefur verið keyrandi,“ sagði Einar sem var mikið niðri fyrir. „ÍR kvenna er búið að eiga fullt, fullt af góðum handboltakonum. Ég held að flestar þeirra hafi ekki náð að spila meistaraflokksleiki sem er glórulaust. Hrafnhildur Skúladóttir og þær systurnar eru allar aldar þarna upp, Jóna Margrét og fleiri, fleiri. Nú nýverið Brynhildur í Stjörnunni og Sólveig Lára í KA/Þór.“ „Það hafa alltaf verið góðir leikmenn að koma þarna upp og greinilega er að þeir eru að gera eitthvað rétt varðandi barna- og unglingastarfið sitt. Svo virðist þeir ekki að ná stiga þetta skref varðandi meistaraflokkinn. Ég hef ekki trú á því að reksturinn á meistaraflokki kvenna hjá ÍR hafi verið vandamálið varðandi fjárhaginn.“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var einnig í settinu í gær og tjáði sig einnig um málið. „Ég myndi halda að það lið hafi verið skynsamlega rekið. Þær eru búnar að standa sig fínt í Grill-deildinni og Kristinn hefur verið að gera fína hluti með liðið. Mér fannst þetta skref aftur á bak og það er verið að tala um að þetta séu ungar stelpur en það er bara oft raunin í kvennaboltanum.“ „Leikmenn byrja fyrr að spila með meistaraflokki og þær eru í Grill-deildinni. U-liðin eru mikið í þessari deild og þar eru mikið af stelpum í 3. og 4. flokki hjá öðrum liðum.“ Innslagið má sjá hér að neðan þar sem er farið nánar ofan í kjölinn á þessu máli. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um kvennalið ÍR Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. Einar var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi þar sem rætt var um málefni líðandi stundar í handboltanum og þar var mál ÍR efst á baugi en þeir tilkynntu á dögunum að vegna fjárhagsörðugleika yrði kvennalið félagsins lagt niður. „Utan frá séð finnst mér þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og mér finnst bara verið að gefa skít í kvennaboltann upp í Breiðholti. Þetta er í þriðja eða fjórða skiptið sem þeir leggja niður kvennaliðið á meðan karlaliðið hefur verið keyrandi,“ sagði Einar sem var mikið niðri fyrir. „ÍR kvenna er búið að eiga fullt, fullt af góðum handboltakonum. Ég held að flestar þeirra hafi ekki náð að spila meistaraflokksleiki sem er glórulaust. Hrafnhildur Skúladóttir og þær systurnar eru allar aldar þarna upp, Jóna Margrét og fleiri, fleiri. Nú nýverið Brynhildur í Stjörnunni og Sólveig Lára í KA/Þór.“ „Það hafa alltaf verið góðir leikmenn að koma þarna upp og greinilega er að þeir eru að gera eitthvað rétt varðandi barna- og unglingastarfið sitt. Svo virðist þeir ekki að ná stiga þetta skref varðandi meistaraflokkinn. Ég hef ekki trú á því að reksturinn á meistaraflokki kvenna hjá ÍR hafi verið vandamálið varðandi fjárhaginn.“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var einnig í settinu í gær og tjáði sig einnig um málið. „Ég myndi halda að það lið hafi verið skynsamlega rekið. Þær eru búnar að standa sig fínt í Grill-deildinni og Kristinn hefur verið að gera fína hluti með liðið. Mér fannst þetta skref aftur á bak og það er verið að tala um að þetta séu ungar stelpur en það er bara oft raunin í kvennaboltanum.“ „Leikmenn byrja fyrr að spila með meistaraflokki og þær eru í Grill-deildinni. U-liðin eru mikið í þessari deild og þar eru mikið af stelpum í 3. og 4. flokki hjá öðrum liðum.“ Innslagið má sjá hér að neðan þar sem er farið nánar ofan í kjölinn á þessu máli. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um kvennalið ÍR Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira