„Langaði virkilega að upplifa mig sem konu“ Stefán Árni Pálsson og Frosti Logason skrifa 31. mars 2020 11:28 Þór hefur staðið fyrir listgjörningi í áraraðir. Þór Ludwig Stiefel er merkilegur myndlistarmaður en hann er listmálari sem hefur haldið ótal einka og samsýninga allt frá því hann hélt sína fyrstu sýningu í Hlaðvarpanum í Reykjavík árið 1990. Hans stærsta einstaka listaverk til þessa er þó án nokkurs vafa gjörninga karakterinn Tora Victoria, en öllum að óvörum lýsti hann því yfir nú á dögunum að Tora væri ekki manneskja heldur listgjörningur sem staðið hefði yfir í á annan áratug. Frosti Logason ræddi við Þór í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær en hvenær og hvernig varð þessi karakter til? „Það var á einhverju tímapunkti, ég man ég bjó út í Danmörku, að mig langaði virkilega að upplifa mig sem konu. Ég er forvitinn að eðlisfari og hvernig væri það að labba niður Strikið eins og kona og fá alla þessa athygli sem því fylgir. Ég bara ákvað að skella mér í það hlutverk og það var eitthvað gefandi við það og losandi að þurfa ekki að vera gaurinn,“ segir Þór sem hægt og rólega bjó til ákveðin karakter. Hann segir að á næstu árum hafi listaverkið Tora Victoria svo gott sem yfirtekið allt hans líf. Leyfir listinni að leiða sig áfram „Ég vissi ekkert hvert þetta myndi fara og hvert þetta myndi leiða mig. Ég vinn mjög gjarnan þannig mína myndlist og leyfi henni að leiða mig áfram. Ég fór alla leið og varð að trúa þessu sjálfur. Ef þú ætlar að fá út úr þessu þá upplifun sem ég var að leitast eftir þá getur þú ekki verið að fara út úr þessum gjörningi á kvöldin, heldur þú þarft bara að lifa þetta.“ Og Tora Victoria óx og dafnaði og hafði jafnvel mikil og óvænt áhrif á umræðuna í kringum hinsegin samfélagið á Íslandi. „Svo kom þessi blessun að ég ákvað að skella mér í listaháskólann og þar fékk ég þessi tæki og tól sem þurfti til að strúktúrera hugsunina og átta mig á því hvað ég væri að gera. Ég áttaði mig á því að þessi karakter, Tora Victoria var performance og mitt hliðarsjálf.“ Tora var hans hliðarsjálf. Toru Victoriu gjörninginn segir Þór vera svokallaðan Arte-Vitae lífsgjörning og sjálf-sögulegt-listaverk eða SNART eins og hann kallar þá liststefnu sem hann sjálfur hefur mótað og fjallað meðal annars um í útskriftarverkefni sínu frá Listaháskóla Íslands. „Ég hélt bara áfram að leika mér með þetta. Trans, hvað er það? Og svo áttaði ég mig á því að ég var að spegla mig í myndverkunum mínum og sá um þetta hliðarsjálf, þennan karakter, í myndverkunum. Eins og ég væri að líta í spegil. Þá speglaði ég orðið trans og þá kom út orðið SNART. Ég er að segja mína sögu, ég er að vinna list og vinna með konseptið speglun. Þá einhvern veginn kom þetta.“ Feginn að þetta sé búið Tora Victoria gjörningurinn hafi þannig verið rannsókn á þessu ferli þegar listamaðurinn og listsköpun hans verði bókstaflega eitt og hið sama. Þór segir að ólíkt öðrum listamönnum, sem unnið hafa verk á svipaðan hátt, t.d. Genesis P-Orridge eða Gilbert og George, þá hafi hann nú kosið að loka gjörningnum á ákveðnum tímapunkti. Í hans tilfelli mætti í raun segja að listaverkið verði ekki til sem slíkt fyrr en hann lýsi gjörninginn opinberlega yfirstaðinn. Sem hann hefur nú gert. Nú geti listamaðurinn stigið til baka frá málaratrönunum og virt fyrir sér málverkið, fullskapað. „Ég er svolítið feginn, þetta er búið. Þetta er svipað og leikari á sviðið eða handboltakappi í leik. Það er æðislega gaman að spila leikinn. Ég tala nú ekki þegar þú ert búinn að vinna leikin og hugsar, djöfull var þetta gott.“ Ísland í dag Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Þór Ludwig Stiefel er merkilegur myndlistarmaður en hann er listmálari sem hefur haldið ótal einka og samsýninga allt frá því hann hélt sína fyrstu sýningu í Hlaðvarpanum í Reykjavík árið 1990. Hans stærsta einstaka listaverk til þessa er þó án nokkurs vafa gjörninga karakterinn Tora Victoria, en öllum að óvörum lýsti hann því yfir nú á dögunum að Tora væri ekki manneskja heldur listgjörningur sem staðið hefði yfir í á annan áratug. Frosti Logason ræddi við Þór í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær en hvenær og hvernig varð þessi karakter til? „Það var á einhverju tímapunkti, ég man ég bjó út í Danmörku, að mig langaði virkilega að upplifa mig sem konu. Ég er forvitinn að eðlisfari og hvernig væri það að labba niður Strikið eins og kona og fá alla þessa athygli sem því fylgir. Ég bara ákvað að skella mér í það hlutverk og það var eitthvað gefandi við það og losandi að þurfa ekki að vera gaurinn,“ segir Þór sem hægt og rólega bjó til ákveðin karakter. Hann segir að á næstu árum hafi listaverkið Tora Victoria svo gott sem yfirtekið allt hans líf. Leyfir listinni að leiða sig áfram „Ég vissi ekkert hvert þetta myndi fara og hvert þetta myndi leiða mig. Ég vinn mjög gjarnan þannig mína myndlist og leyfi henni að leiða mig áfram. Ég fór alla leið og varð að trúa þessu sjálfur. Ef þú ætlar að fá út úr þessu þá upplifun sem ég var að leitast eftir þá getur þú ekki verið að fara út úr þessum gjörningi á kvöldin, heldur þú þarft bara að lifa þetta.“ Og Tora Victoria óx og dafnaði og hafði jafnvel mikil og óvænt áhrif á umræðuna í kringum hinsegin samfélagið á Íslandi. „Svo kom þessi blessun að ég ákvað að skella mér í listaháskólann og þar fékk ég þessi tæki og tól sem þurfti til að strúktúrera hugsunina og átta mig á því hvað ég væri að gera. Ég áttaði mig á því að þessi karakter, Tora Victoria var performance og mitt hliðarsjálf.“ Tora var hans hliðarsjálf. Toru Victoriu gjörninginn segir Þór vera svokallaðan Arte-Vitae lífsgjörning og sjálf-sögulegt-listaverk eða SNART eins og hann kallar þá liststefnu sem hann sjálfur hefur mótað og fjallað meðal annars um í útskriftarverkefni sínu frá Listaháskóla Íslands. „Ég hélt bara áfram að leika mér með þetta. Trans, hvað er það? Og svo áttaði ég mig á því að ég var að spegla mig í myndverkunum mínum og sá um þetta hliðarsjálf, þennan karakter, í myndverkunum. Eins og ég væri að líta í spegil. Þá speglaði ég orðið trans og þá kom út orðið SNART. Ég er að segja mína sögu, ég er að vinna list og vinna með konseptið speglun. Þá einhvern veginn kom þetta.“ Feginn að þetta sé búið Tora Victoria gjörningurinn hafi þannig verið rannsókn á þessu ferli þegar listamaðurinn og listsköpun hans verði bókstaflega eitt og hið sama. Þór segir að ólíkt öðrum listamönnum, sem unnið hafa verk á svipaðan hátt, t.d. Genesis P-Orridge eða Gilbert og George, þá hafi hann nú kosið að loka gjörningnum á ákveðnum tímapunkti. Í hans tilfelli mætti í raun segja að listaverkið verði ekki til sem slíkt fyrr en hann lýsi gjörninginn opinberlega yfirstaðinn. Sem hann hefur nú gert. Nú geti listamaðurinn stigið til baka frá málaratrönunum og virt fyrir sér málverkið, fullskapað. „Ég er svolítið feginn, þetta er búið. Þetta er svipað og leikari á sviðið eða handboltakappi í leik. Það er æðislega gaman að spila leikinn. Ég tala nú ekki þegar þú ert búinn að vinna leikin og hugsar, djöfull var þetta gott.“
Ísland í dag Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira