Guðni Bergs bjartsýnn í pistli: Trúir því að á endanum komi út sterkari hreyfing með betri rekstur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 14:30 Guðni Bergsson á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli fyrir leik Íslands og Moldóvu í undankeppni EM 2020. Vísir/Vilhelm Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu sambandsins þar sem hann fer yfir stöðuna og framtíðina hjá íslenskum fótbolta á tímum kórónuveirunnar. Öllum knattspyrnuleikjum á Íslandi hefur verið frestað á meðan samkomubann er í gildi og það má búast við að Íslandsmótinu seinki fram í maí og jafnvel fram í júní. Guðni Bergsson og stjórn KSÍ hefur brugðist við ástandinu með því að stofna vinnuhóp um um fjármál félaga. Guðni hefur nú skrifað pistil og þar horfir hann bjartsýnn á framhaldið hjá íslenskum fótbolta þrátt fyrri erfiða tíma sem stendur. „Það reynir á reksturinn eins og hjá öðrum en með samstilltum aðgerðum og hjálp opinberra aðila þá komumst við í gegnum þetta. Áður en til faraldursins kom höfðum við haft áhyggjur af rekstri og rekstarumhverfi aðildarfélaganna, en nú þurfti svo sannarlega að bregðast við. Ég trúi því að út úr þessu öllu komi á endanum sterkari hreyfing með betri rekstur og áherslur en áður,“ skrifar Guðni Bergsson. Guðni fer yfir verkefni og viðbrögð sambandsins í pistli sínum en þar kemur fram að KSÍ leggi áherslu á það að upplýsingar um framvindu mála verði birtar reglulega á vef KSÍ. Guðni hefur mikla trú á því að íslenski fótboltinn komi sterkur til baka út úr þessum erfiðu óvissu tímum. „Það mun birta til um síðir og við munum hefja aftur æfingar og mótahald. Íslenskur fótbolti á bjarta framtíð fyrir sér og það verður spennandi verkefni að þróa hann áfram. Grasrótarstarfið okkar er á heimsmælikvarða þökk sé góðri aðstöðu, vel menntuðum og færum þjálfurum ásamt miklum metnaði og dugnaði leikmanna sem og stjórnenda. Við eigum fullt inni sem betur fer, sérstaklega á afrekssviðinu bæði hjá félögunum og KSÍ. Við ætlum okkur að njóta fótboltans áfram innan vallar sem utan og þjóna samfélaginu okkar í leiðinni,“ skrifar Guðni Bergsson en það má sjá allan pistil hans með því að smella hér. KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu sambandsins þar sem hann fer yfir stöðuna og framtíðina hjá íslenskum fótbolta á tímum kórónuveirunnar. Öllum knattspyrnuleikjum á Íslandi hefur verið frestað á meðan samkomubann er í gildi og það má búast við að Íslandsmótinu seinki fram í maí og jafnvel fram í júní. Guðni Bergsson og stjórn KSÍ hefur brugðist við ástandinu með því að stofna vinnuhóp um um fjármál félaga. Guðni hefur nú skrifað pistil og þar horfir hann bjartsýnn á framhaldið hjá íslenskum fótbolta þrátt fyrri erfiða tíma sem stendur. „Það reynir á reksturinn eins og hjá öðrum en með samstilltum aðgerðum og hjálp opinberra aðila þá komumst við í gegnum þetta. Áður en til faraldursins kom höfðum við haft áhyggjur af rekstri og rekstarumhverfi aðildarfélaganna, en nú þurfti svo sannarlega að bregðast við. Ég trúi því að út úr þessu öllu komi á endanum sterkari hreyfing með betri rekstur og áherslur en áður,“ skrifar Guðni Bergsson. Guðni fer yfir verkefni og viðbrögð sambandsins í pistli sínum en þar kemur fram að KSÍ leggi áherslu á það að upplýsingar um framvindu mála verði birtar reglulega á vef KSÍ. Guðni hefur mikla trú á því að íslenski fótboltinn komi sterkur til baka út úr þessum erfiðu óvissu tímum. „Það mun birta til um síðir og við munum hefja aftur æfingar og mótahald. Íslenskur fótbolti á bjarta framtíð fyrir sér og það verður spennandi verkefni að þróa hann áfram. Grasrótarstarfið okkar er á heimsmælikvarða þökk sé góðri aðstöðu, vel menntuðum og færum þjálfurum ásamt miklum metnaði og dugnaði leikmanna sem og stjórnenda. Við eigum fullt inni sem betur fer, sérstaklega á afrekssviðinu bæði hjá félögunum og KSÍ. Við ætlum okkur að njóta fótboltans áfram innan vallar sem utan og þjóna samfélaginu okkar í leiðinni,“ skrifar Guðni Bergsson en það má sjá allan pistil hans með því að smella hér.
KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira