Birkir um fangelsisdvölina: „Umhverfi sem kennir manni að það er ekki allt sjálfgefið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2020 14:12 Birkir lék 74 A-landsleiki, þann fyrsta 1988 og þann síðasta 2004. vísir/getty Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, var í viðtali við Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um fangelsisvist sína. Birkir var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir efnahagsbrot í desember 2015. Hann var viðskiptastjóri hjá einkabankaþjónustu Glitnis fyrir hrun. Birkir og þrír aðrir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Hann fékk upphaflega fimm ára dóm en Hæstiréttur mildaði hann í fjögur ár. „Ég fékk dóminn 3. desember 2015 og fór beint inn í Fangelsismálastofnun daginn eftir og bað um að fá hefja afplánun,“ sagði Birkir. „Ég held að allar tímasetningar séu ömurlegar í þessu en erfitt rétt fyrir jól gagnvart fjölskyldunni og þeim sem standa mér næst. Það var erfitt en ég var búinn að ákveða að ef þetta færi á versta veg myndi ég hefja afplánun einn, tveir og þrír því ég vildi ekki hafa þetta yfir hausamótunum á mér. Ég vildi klára þetta og ganga í verkið.“ Birkir hóf afplánun um viku eftir að dómurinn var kveðinn upp. Fyrstu dagana var hann í fangelsinu á Skólavörðustíg en var svo fluttur á Kvíabryggju skömmu fyrir jól. „Talandi um skrítna tíma þá voru þetta skrítnir tímar og ég óska engum þess að þurfa að sitja inni. Maður bað ekki um það og langaði ekki til þess. En þegar dómurinn var kominn var ekkert annað en að fylgja honum, bíta í það súra epli og takast á við það,“ sagði Birkir. Birkir og Nwanku Kanu fyrir leik Íslands og Nígeríu á HM 2018.vísir/vilhelm „Það er ýmislegt sem situr eftir varðandi það. Þarna kynntist maður ákveðnu lífi og fólki sem hefur lent utan vegar og var ekki með fjölskyldu og vini til að bakka sig upp. Þetta er umhverfi sem kennir manni að það er ekki allt sjálfgefið sem maður hefur. Maður á kannski bara að þakka fyrir það. En þessi tími leið fljótt og með hjálp vina og vandamanna gekk þetta vel.“ Birkir lauk endanlega við að afplána dóminn í byrjun desember á síðasta ári. „Þú afplánar dóminn á ýmsum stigum. Ég var hátt í eitt ár fyrir vestan [á Kvíabryggju], síðan ferðu á Vernd og svo færðu ökklaband. Þetta er ferli sem er hugsað til að menn byggi sig aftur upp, komi sér aftur á fætur og inn í þjóðfélagið,“ sagði Birkir. Hann segir að dvölin á Kvíabryggju hafi verið bærileg. Birkir í landsleik gegn Tékklandi í undankeppni HM 2002.vísir/getty „Mér leið alveg ágætlega. Þetta er skrítið og þú setur þig inn í þetta umhverfi. Þarna er gott fólk og þetta var miklu betra en ég átti von á. Auðvitað er þetta frelsissvipting og það er enginn sem óskar sér þess. Það var kannski það erfiðasta. Þú ert bara þarna og ferð ekkert. Þú færð að fara út á lóðina, getur unnið í búverkum og haldið þér við líkamlega. Þetta er umhverfi sem þú ferð inn í og sættir þig við.“ Birkir lék 74 landsleiki og er leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Hann lék með Einherja, KA, ÍA, Fram og ÍBV hér á landi, Brann í Noregi, Norrköping í Svíþjóð, Austria Lustenau í Austurríki og Stoke City í Englandi. Hann lék 321 leik í efstu deild og er leikjahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Hlusta má á viðtalið við Birki í heild sinni með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Hrunið Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Bestu gamlingjatímabil í sögu efstu deildar Vísir fer yfir bestu tímabil sem leikmenn 35 ára og eldri hafa átt í efstu deild karla í fótbolta. 24. mars 2020 10:00 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, var í viðtali við Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um fangelsisvist sína. Birkir var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir efnahagsbrot í desember 2015. Hann var viðskiptastjóri hjá einkabankaþjónustu Glitnis fyrir hrun. Birkir og þrír aðrir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Hann fékk upphaflega fimm ára dóm en Hæstiréttur mildaði hann í fjögur ár. „Ég fékk dóminn 3. desember 2015 og fór beint inn í Fangelsismálastofnun daginn eftir og bað um að fá hefja afplánun,“ sagði Birkir. „Ég held að allar tímasetningar séu ömurlegar í þessu en erfitt rétt fyrir jól gagnvart fjölskyldunni og þeim sem standa mér næst. Það var erfitt en ég var búinn að ákveða að ef þetta færi á versta veg myndi ég hefja afplánun einn, tveir og þrír því ég vildi ekki hafa þetta yfir hausamótunum á mér. Ég vildi klára þetta og ganga í verkið.“ Birkir hóf afplánun um viku eftir að dómurinn var kveðinn upp. Fyrstu dagana var hann í fangelsinu á Skólavörðustíg en var svo fluttur á Kvíabryggju skömmu fyrir jól. „Talandi um skrítna tíma þá voru þetta skrítnir tímar og ég óska engum þess að þurfa að sitja inni. Maður bað ekki um það og langaði ekki til þess. En þegar dómurinn var kominn var ekkert annað en að fylgja honum, bíta í það súra epli og takast á við það,“ sagði Birkir. Birkir og Nwanku Kanu fyrir leik Íslands og Nígeríu á HM 2018.vísir/vilhelm „Það er ýmislegt sem situr eftir varðandi það. Þarna kynntist maður ákveðnu lífi og fólki sem hefur lent utan vegar og var ekki með fjölskyldu og vini til að bakka sig upp. Þetta er umhverfi sem kennir manni að það er ekki allt sjálfgefið sem maður hefur. Maður á kannski bara að þakka fyrir það. En þessi tími leið fljótt og með hjálp vina og vandamanna gekk þetta vel.“ Birkir lauk endanlega við að afplána dóminn í byrjun desember á síðasta ári. „Þú afplánar dóminn á ýmsum stigum. Ég var hátt í eitt ár fyrir vestan [á Kvíabryggju], síðan ferðu á Vernd og svo færðu ökklaband. Þetta er ferli sem er hugsað til að menn byggi sig aftur upp, komi sér aftur á fætur og inn í þjóðfélagið,“ sagði Birkir. Hann segir að dvölin á Kvíabryggju hafi verið bærileg. Birkir í landsleik gegn Tékklandi í undankeppni HM 2002.vísir/getty „Mér leið alveg ágætlega. Þetta er skrítið og þú setur þig inn í þetta umhverfi. Þarna er gott fólk og þetta var miklu betra en ég átti von á. Auðvitað er þetta frelsissvipting og það er enginn sem óskar sér þess. Það var kannski það erfiðasta. Þú ert bara þarna og ferð ekkert. Þú færð að fara út á lóðina, getur unnið í búverkum og haldið þér við líkamlega. Þetta er umhverfi sem þú ferð inn í og sættir þig við.“ Birkir lék 74 landsleiki og er leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Hann lék með Einherja, KA, ÍA, Fram og ÍBV hér á landi, Brann í Noregi, Norrköping í Svíþjóð, Austria Lustenau í Austurríki og Stoke City í Englandi. Hann lék 321 leik í efstu deild og er leikjahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Hlusta má á viðtalið við Birki í heild sinni með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Hrunið Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Bestu gamlingjatímabil í sögu efstu deildar Vísir fer yfir bestu tímabil sem leikmenn 35 ára og eldri hafa átt í efstu deild karla í fótbolta. 24. mars 2020 10:00 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Bestu gamlingjatímabil í sögu efstu deildar Vísir fer yfir bestu tímabil sem leikmenn 35 ára og eldri hafa átt í efstu deild karla í fótbolta. 24. mars 2020 10:00