Ásgeir Örn leggur skóna á hilluna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2020 15:18 Ásgeir Örn lauk ferlinum með Haukum. vísir/bára Handboltamaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur lagt skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu í Sportinu í dag. Ásgeir Örn, sem er 36 ára, er í hópi leikjuhæstu leikmanna íslenska landsliðsins frá upphafi. Alls urðu landsleikirnir 247 og mörkin 414. Hann var hluti af íslenska liðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu í Austurríki tveimur árum síðar. Ásgeir Örn, sem spilaði bæði sem hægri skytta og hægri hornamaður, tók þátt á sextán stórmótum. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur leikið á fleiri stórmótum með Íslandi. Fyrsta stórmót Ásgeirs Arnar var EM 2004 í Slóveníu og það síðasta EM 2018 í Króatíu. Hann tók þátt á átta Evrópumótum, fimm heimsmeistaramótum og þrennum Ólympíuleikum. Ásgeir Örn skoraði 127 mörk í 96 leikjum á stórmótum. Ásgeir Örn missti aðeins af einu stórmóti á árunum 2004-18.vísir/getty Þá var Ásgeir Örn fyrirliði íslenska U-18 ára liðsins sem varð Evrópumeistari 2003. Hann var markakóngur mótsins og valinn í úrvalslið þess ásamt Arnóri Atlasyni. Ásgeir Örn hóf ungur að leika með Haukum og varð Íslands- og bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu (2000-01). Hann vann alls tíu stóra titla með Haukum áður en hann gekk í raðir þýska liðsins Lemgo 2005. Ásgeir Örn var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar 2003 og fékk Valdimarsbikarinn tveimur árum síðar. Á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku vann Ásgeir Örn EHF-bikarinn með Lemgo. Hann yfirgaf félagið 2007 og fór til GOG í Danmörku. Hann lék einnig með Faaborg þar í landi áður hann færði sig aftur til Þýskalands 2010 og gekk í raðir Hannover-Burgdorf. Ásgeir Örn í leik með Paris Saint-Germain sem hann lék með um tveggja ára skeið.vísir/getty Þar lék Ásgeir Örn í tvö ár. Árið 2012 gekk hann í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain þar sem hann vann tvo stóra titla á jafnmörgum árum. Ásgeir Örn lék svo með Nîmes í Frakklandi frá 2014 til 2018 þegar hann kom aftur heim í Hauka. Hann varð deildarmeistari með Haukum á þarsíðasta tímabili auk þess sem liðið komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar voru svo í 4. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Afrekaskrá Ásgeirs Arnar Haukar4x Íslandsmeistari (2001, 2003, 2004, 2005) 2x bikarmeistari (2001, 2002) 5x deildarmeistari (2002, 2003, 2004, 2005, 2019) LemgoEHF-meistari (2006) Paris Saint-GermainFrakklandsmeistari (2013) Bikarmeistari (2014) Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tímamót Hafnarfjörður Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Sjá meira
Handboltamaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur lagt skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu í Sportinu í dag. Ásgeir Örn, sem er 36 ára, er í hópi leikjuhæstu leikmanna íslenska landsliðsins frá upphafi. Alls urðu landsleikirnir 247 og mörkin 414. Hann var hluti af íslenska liðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu í Austurríki tveimur árum síðar. Ásgeir Örn, sem spilaði bæði sem hægri skytta og hægri hornamaður, tók þátt á sextán stórmótum. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur leikið á fleiri stórmótum með Íslandi. Fyrsta stórmót Ásgeirs Arnar var EM 2004 í Slóveníu og það síðasta EM 2018 í Króatíu. Hann tók þátt á átta Evrópumótum, fimm heimsmeistaramótum og þrennum Ólympíuleikum. Ásgeir Örn skoraði 127 mörk í 96 leikjum á stórmótum. Ásgeir Örn missti aðeins af einu stórmóti á árunum 2004-18.vísir/getty Þá var Ásgeir Örn fyrirliði íslenska U-18 ára liðsins sem varð Evrópumeistari 2003. Hann var markakóngur mótsins og valinn í úrvalslið þess ásamt Arnóri Atlasyni. Ásgeir Örn hóf ungur að leika með Haukum og varð Íslands- og bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu (2000-01). Hann vann alls tíu stóra titla með Haukum áður en hann gekk í raðir þýska liðsins Lemgo 2005. Ásgeir Örn var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar 2003 og fékk Valdimarsbikarinn tveimur árum síðar. Á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku vann Ásgeir Örn EHF-bikarinn með Lemgo. Hann yfirgaf félagið 2007 og fór til GOG í Danmörku. Hann lék einnig með Faaborg þar í landi áður hann færði sig aftur til Þýskalands 2010 og gekk í raðir Hannover-Burgdorf. Ásgeir Örn í leik með Paris Saint-Germain sem hann lék með um tveggja ára skeið.vísir/getty Þar lék Ásgeir Örn í tvö ár. Árið 2012 gekk hann í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain þar sem hann vann tvo stóra titla á jafnmörgum árum. Ásgeir Örn lék svo með Nîmes í Frakklandi frá 2014 til 2018 þegar hann kom aftur heim í Hauka. Hann varð deildarmeistari með Haukum á þarsíðasta tímabili auk þess sem liðið komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar voru svo í 4. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Afrekaskrá Ásgeirs Arnar Haukar4x Íslandsmeistari (2001, 2003, 2004, 2005) 2x bikarmeistari (2001, 2002) 5x deildarmeistari (2002, 2003, 2004, 2005, 2019) LemgoEHF-meistari (2006) Paris Saint-GermainFrakklandsmeistari (2013) Bikarmeistari (2014) Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tímamót Hafnarfjörður Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Sjá meira