Frjáls fjölmiðlun í húfi Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. apríl 2020 16:00 Fjölmiðlar leika lykilhlutverk í því að veita stjórnvöldum aðhald. Ekki síst á erfiðum tímum eins og nú, þar sem tímabundin inngrip í almenn mannréttindi eru meðal viðbragða við Covid-19. Fyrirliggjandi skuldsetning ríkissjóðs í tengslum við neyðaraðstoðina og aðgerðirnar sjálfar fá heldur ekki hefðbundna umfjöllun á Alþingi. Allt er upp í loft og þeim fjölgar dæmunum erlendis frá þar sem ýmsar gagnrýniverðar stjórnvaldsaðgerðir fljóta í gegn í skjóli Covid-19 þokunnar sem umlykur allt. Í einstaka ríkjum er ástandið svo slæmt að lýðræðið sjálft á í vök að verjast. Á þessum fordæmalausum tímum búa einkareknir fjölmiðlar við erfiðara rekstrarumhverfi en nokkru sinni áður. Á sama tíma búum við svo hér á landi að rekstrarleg framtíð þeirra er í höndum stjórnvalda, sem hefur það sem er af kjörtímabilinu mistekist að ná saman um nauðsynlegar aðgerðir til að styðja við rekstur fjölmiðla. Þannig hefur fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra setið fast í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis það sem af er ári, og ákveðnir stjórnarþingmenn hafa lýst því yfir að þeir styðji málið ekki. Gott og vel, þá þarf annars konar aðstoð koma til ef við viljum búa hér áfram við frjálsa fjölmiðlun. Og við hljótum öll að vilja það! Efnahagsleg áhrif Covid-19 koma illa við einkarekna fjölmiðla, enda hrun í auglýsingatekjum það síðasta sem þeir máttu við.Einstaka ráðherrar hafa verið með hálfkveðnar vísur síðustu vikur um að nú sé aðstoðin alveg að koma. En ekkert hefur gerst. Þetta gengur auðvitað ekki lengur. Það er nægileg áskorun fyrir fjölmiðla að veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald á tímum sem þessum. Það er ekki hægt að bjóða einkareknum fjölmiðlum upp á að sinna því aðhaldshlutverki á sama tíma og þessi sömu stjórnvöld geta með einu pennastriki ráðið örlögum þeirra. Næsti aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar er boðaður á morgun. Það verða mjög alvarleg tíðindi ef einkareknum fjölmiðlum verður ekki rétt nauðsynlegt hjálparhönd þar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Fjölmiðlar Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar leika lykilhlutverk í því að veita stjórnvöldum aðhald. Ekki síst á erfiðum tímum eins og nú, þar sem tímabundin inngrip í almenn mannréttindi eru meðal viðbragða við Covid-19. Fyrirliggjandi skuldsetning ríkissjóðs í tengslum við neyðaraðstoðina og aðgerðirnar sjálfar fá heldur ekki hefðbundna umfjöllun á Alþingi. Allt er upp í loft og þeim fjölgar dæmunum erlendis frá þar sem ýmsar gagnrýniverðar stjórnvaldsaðgerðir fljóta í gegn í skjóli Covid-19 þokunnar sem umlykur allt. Í einstaka ríkjum er ástandið svo slæmt að lýðræðið sjálft á í vök að verjast. Á þessum fordæmalausum tímum búa einkareknir fjölmiðlar við erfiðara rekstrarumhverfi en nokkru sinni áður. Á sama tíma búum við svo hér á landi að rekstrarleg framtíð þeirra er í höndum stjórnvalda, sem hefur það sem er af kjörtímabilinu mistekist að ná saman um nauðsynlegar aðgerðir til að styðja við rekstur fjölmiðla. Þannig hefur fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra setið fast í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis það sem af er ári, og ákveðnir stjórnarþingmenn hafa lýst því yfir að þeir styðji málið ekki. Gott og vel, þá þarf annars konar aðstoð koma til ef við viljum búa hér áfram við frjálsa fjölmiðlun. Og við hljótum öll að vilja það! Efnahagsleg áhrif Covid-19 koma illa við einkarekna fjölmiðla, enda hrun í auglýsingatekjum það síðasta sem þeir máttu við.Einstaka ráðherrar hafa verið með hálfkveðnar vísur síðustu vikur um að nú sé aðstoðin alveg að koma. En ekkert hefur gerst. Þetta gengur auðvitað ekki lengur. Það er nægileg áskorun fyrir fjölmiðla að veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald á tímum sem þessum. Það er ekki hægt að bjóða einkareknum fjölmiðlum upp á að sinna því aðhaldshlutverki á sama tíma og þessi sömu stjórnvöld geta með einu pennastriki ráðið örlögum þeirra. Næsti aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar er boðaður á morgun. Það verða mjög alvarleg tíðindi ef einkareknum fjölmiðlum verður ekki rétt nauðsynlegt hjálparhönd þar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun