Fáar breytingar á stjórn Ríkisútvarpsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2020 16:31 Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Vísir/vilhelm Alþingi hefur tilnefnt þá níu einstaklinga sem skipa munu þorra stjórnar Ríkisútvarpsins. Auk þeirra voru tilnefndir níu varamenn á þingfundi nú síðdegis. Þau tilnefndu sátu flest þegar í stjórn Ríkisútvarpsins en Jóhanna Hreiðarsdóttir og Björn Gunnar Ólafsson koma þar ný inn, verði tilnefningarnar samþykktar á aðalfundi í apríl. Þau höfðu bæði verið varamenn áður. Kári Jónasson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Birna Þórarinsdóttir kveðja stjórnina. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, las upp tilnefningarnar í þingsal rétt fyrir klukkan fjögur. Þær voru framreiddar á tveimur listum, sem Steingrímur flokkaði sem A og B. Tilnefningarnar voru sem fyrr segir samþykktar því ekki voru fleiri einstaklingar tilnefndir en þeir níu sem Alþingi ber að útnefna. Listann yfir þau sem samþykkt voru má lesa hér að neðan. Listi A Aðalmenn: Ragnheiður Ríkharðsdóttir Jón Ólafsson Brynjólfur Stefánsson Elísabet Indra Ragnarsdóttir Jóhanna Hreiðarsdóttir Varamenn: Jón Jónsson Bragi Guðmundsson Sjöfn Þórðardóttir Marta Guðrún Jóhannesdóttir Jónas Skúlason Listi B Aðalmenn: Mörður Árnason Guðlaugur G. Sverrisson Lára Hanna Einarsdóttir Björn Gunnar Ólafsson Varamenn: Margrét Tryggvadóttir Sigríður Valdís Bergvinsdóttir Mörður Áslaugarson Kolfinna Tómasdóttir Auk þeirra tilnefna starfsmannasamtök Ríkisútvarpinu einnig einn mann og annan til vara í stjórnina. Stjórnin kemur sér svo saman um formann og varaformann á fyrsta fundi sínum. Reynt hefur á stjórn Ríkisútvarpsins í hinum ýmsu málum, ekki hvað síst þegar kom að ráðningu útvarpsstjóra. Stjórnin sætti gagnrýni fyrir að birta ekki lista yfir umsækjendur auk þess sem kærunefnd jafnréttismála er með tvær kærur til meðferðar vegna ráðningarinnar. Stjórn Ríkisútvarpsins greindi síðar frá ráðningarferlinu og rökstuðningi fyrir ráðningu Stefáns í starfið. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Alþingi hefur tilnefnt þá níu einstaklinga sem skipa munu þorra stjórnar Ríkisútvarpsins. Auk þeirra voru tilnefndir níu varamenn á þingfundi nú síðdegis. Þau tilnefndu sátu flest þegar í stjórn Ríkisútvarpsins en Jóhanna Hreiðarsdóttir og Björn Gunnar Ólafsson koma þar ný inn, verði tilnefningarnar samþykktar á aðalfundi í apríl. Þau höfðu bæði verið varamenn áður. Kári Jónasson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Birna Þórarinsdóttir kveðja stjórnina. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, las upp tilnefningarnar í þingsal rétt fyrir klukkan fjögur. Þær voru framreiddar á tveimur listum, sem Steingrímur flokkaði sem A og B. Tilnefningarnar voru sem fyrr segir samþykktar því ekki voru fleiri einstaklingar tilnefndir en þeir níu sem Alþingi ber að útnefna. Listann yfir þau sem samþykkt voru má lesa hér að neðan. Listi A Aðalmenn: Ragnheiður Ríkharðsdóttir Jón Ólafsson Brynjólfur Stefánsson Elísabet Indra Ragnarsdóttir Jóhanna Hreiðarsdóttir Varamenn: Jón Jónsson Bragi Guðmundsson Sjöfn Þórðardóttir Marta Guðrún Jóhannesdóttir Jónas Skúlason Listi B Aðalmenn: Mörður Árnason Guðlaugur G. Sverrisson Lára Hanna Einarsdóttir Björn Gunnar Ólafsson Varamenn: Margrét Tryggvadóttir Sigríður Valdís Bergvinsdóttir Mörður Áslaugarson Kolfinna Tómasdóttir Auk þeirra tilnefna starfsmannasamtök Ríkisútvarpinu einnig einn mann og annan til vara í stjórnina. Stjórnin kemur sér svo saman um formann og varaformann á fyrsta fundi sínum. Reynt hefur á stjórn Ríkisútvarpsins í hinum ýmsu málum, ekki hvað síst þegar kom að ráðningu útvarpsstjóra. Stjórnin sætti gagnrýni fyrir að birta ekki lista yfir umsækjendur auk þess sem kærunefnd jafnréttismála er með tvær kærur til meðferðar vegna ráðningarinnar. Stjórn Ríkisútvarpsins greindi síðar frá ráðningarferlinu og rökstuðningi fyrir ráðningu Stefáns í starfið.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira