Fljúgum hærra Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 31. mars 2020 18:00 Ferðaþjónustan á norður og austurlandi hefur lengi glímt við þann vanda að ferðamenn koma ekki þangað í eins ríkum mæli og á suðvesturhorn landsins. Má leiða það því líkum að það hafi töluvert að gera með þá staðreynd að lang stærsti komustaður ferðamanna til landsins er í Keflavík. Hafa ferðaþjónustuaðilar ásamt landshlutasamtökum og sveitarfélögum barist hetjulega fyrir því í langan tíma að koma á reglubundnu millilandaflugi á Akureyri. En ýmislegt hefur verið í veginum fyrir því að það gengi fullkomlega upp. Má þar nefna að bæta þurfti aðflugsbúnað til að hægt væri að tryggja lendingaröryggi með sem bestum hætti, flughlað flugvallarins var of lítið og síðast en ekki síst þá þurfti að stækka flugstöðina. Hafa stuðningsmenn flugs á Akureyri haft djúpa og einlæga sannfæringu fyrir því að ef þetta allt gengi upp væru allir vegir færir til þess að efla heilsársferðaþjónustu á svæðinu. Allt í holu Nú má segja að allt það sem nefnt er hér að ofan sé að verða komið í höfn. ILS aðflugsbúnaðurinn var gangsettur á síðasta ári og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er búinn að tilkynna að ráðist verði í uppbyggingu á flughlaði og flugstöð hið fyrsta. Er það partur af fjárfestingaáætlun ríkisttjórnarinnar til að bregðast við Covid 19 faraldrinum. Því má segja að nú sé okkur ekkert að vanbúnaði að blása í lúðra og undirbúa með stæl enn frekari uppbyggingu farþegaflugs til Akureyrar. Þessi mikilvægu skref eru til þess fallin að efla stoðir atvinnulífsins á Norðurlandi og er það vel. Samtakamáttur og samvinna geta skilað miklu. Það sést glögglega á þessu verkefni, margir hafa lagt hönd á plóg á undanförnum árum til að skila þessu verkefni í höfn. Fleiri verkefni sem þetta bíða eftir því að stjórnvöld byggi upp og efli landsbyggðina, göngum saman fram með samvinnuhugsjónina að leiðarljósi. Áfram veginn! Þórarinn Ingi Pétursson Þingmaður Framsóknar í NA-kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórarinn Ingi Pétursson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan á norður og austurlandi hefur lengi glímt við þann vanda að ferðamenn koma ekki þangað í eins ríkum mæli og á suðvesturhorn landsins. Má leiða það því líkum að það hafi töluvert að gera með þá staðreynd að lang stærsti komustaður ferðamanna til landsins er í Keflavík. Hafa ferðaþjónustuaðilar ásamt landshlutasamtökum og sveitarfélögum barist hetjulega fyrir því í langan tíma að koma á reglubundnu millilandaflugi á Akureyri. En ýmislegt hefur verið í veginum fyrir því að það gengi fullkomlega upp. Má þar nefna að bæta þurfti aðflugsbúnað til að hægt væri að tryggja lendingaröryggi með sem bestum hætti, flughlað flugvallarins var of lítið og síðast en ekki síst þá þurfti að stækka flugstöðina. Hafa stuðningsmenn flugs á Akureyri haft djúpa og einlæga sannfæringu fyrir því að ef þetta allt gengi upp væru allir vegir færir til þess að efla heilsársferðaþjónustu á svæðinu. Allt í holu Nú má segja að allt það sem nefnt er hér að ofan sé að verða komið í höfn. ILS aðflugsbúnaðurinn var gangsettur á síðasta ári og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er búinn að tilkynna að ráðist verði í uppbyggingu á flughlaði og flugstöð hið fyrsta. Er það partur af fjárfestingaáætlun ríkisttjórnarinnar til að bregðast við Covid 19 faraldrinum. Því má segja að nú sé okkur ekkert að vanbúnaði að blása í lúðra og undirbúa með stæl enn frekari uppbyggingu farþegaflugs til Akureyrar. Þessi mikilvægu skref eru til þess fallin að efla stoðir atvinnulífsins á Norðurlandi og er það vel. Samtakamáttur og samvinna geta skilað miklu. Það sést glögglega á þessu verkefni, margir hafa lagt hönd á plóg á undanförnum árum til að skila þessu verkefni í höfn. Fleiri verkefni sem þetta bíða eftir því að stjórnvöld byggi upp og efli landsbyggðina, göngum saman fram með samvinnuhugsjónina að leiðarljósi. Áfram veginn! Þórarinn Ingi Pétursson Þingmaður Framsóknar í NA-kjördæmi
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar