Virkum smitum fækkar á Ítalíu í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 23:47 Sýni rannsökuð á Ítalíu. EPA/Filippo Venezia Virkum smitum fækkaði á Ítalíu í dag og er það í fyrsta sinn frá því að faraldur nýju kórónuveirunnar náði þar fyrst fótfestu. Samkvæmt opinberum tölum dagsins eru 108.237 með Covid-19, sjúkdóminn sem veiran veldur, á Ítalíu og fækkaði þeim um tuttugu á milli daga. Í gær hafði virkum smitum fjölgað um 486 á milli daga, samkvæmt ítölsku fréttaveitunni ANSA. Virk smit ná ekki yfir þá sem hafa náð sér af sjúkdómnum eða dáið. Heilt yfir, fjölgaði smitum um 1,2 prósent. Sú tala hefur aldrei verið lægri. Sömuleiðis hefur fólki á gjörgæslu fækkað. Þar var fækkunin 62 á milli daga. Sú þróun er þó ekki ný. 24.114 manns hafa dáið vegna kórónuveirunnar á Ítalíu. Þeim fjölgaði um 454 á milli daga en degi áður voru þeir 433. Þær tölur ná þó eingöngu yfir þá sem hafa dáið á sjúkrahúsum. Ekki fólk sem dáið hefur á heimilum sínum eða dvalarheimilum. Þá náðu 1.822 sér af veirunni á milli daga og alls hafa 48.877 náð sér. í frétt BBC segir að yfirvöld Ítalíu hafi tekið þessum fregnum vel. Ljóst sé að landið sé á réttri stefnu en enn sé langt í land. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Conte myndi engu breyta og segir ESB þurfa að taka sig á Forsætisráðherra Ítalíu stendur við aðgerðir ítalskra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. 9. apríl 2020 10:42 Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 8. apríl 2020 11:51 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Virkum smitum fækkaði á Ítalíu í dag og er það í fyrsta sinn frá því að faraldur nýju kórónuveirunnar náði þar fyrst fótfestu. Samkvæmt opinberum tölum dagsins eru 108.237 með Covid-19, sjúkdóminn sem veiran veldur, á Ítalíu og fækkaði þeim um tuttugu á milli daga. Í gær hafði virkum smitum fjölgað um 486 á milli daga, samkvæmt ítölsku fréttaveitunni ANSA. Virk smit ná ekki yfir þá sem hafa náð sér af sjúkdómnum eða dáið. Heilt yfir, fjölgaði smitum um 1,2 prósent. Sú tala hefur aldrei verið lægri. Sömuleiðis hefur fólki á gjörgæslu fækkað. Þar var fækkunin 62 á milli daga. Sú þróun er þó ekki ný. 24.114 manns hafa dáið vegna kórónuveirunnar á Ítalíu. Þeim fjölgaði um 454 á milli daga en degi áður voru þeir 433. Þær tölur ná þó eingöngu yfir þá sem hafa dáið á sjúkrahúsum. Ekki fólk sem dáið hefur á heimilum sínum eða dvalarheimilum. Þá náðu 1.822 sér af veirunni á milli daga og alls hafa 48.877 náð sér. í frétt BBC segir að yfirvöld Ítalíu hafi tekið þessum fregnum vel. Ljóst sé að landið sé á réttri stefnu en enn sé langt í land.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Conte myndi engu breyta og segir ESB þurfa að taka sig á Forsætisráðherra Ítalíu stendur við aðgerðir ítalskra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. 9. apríl 2020 10:42 Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 8. apríl 2020 11:51 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Conte myndi engu breyta og segir ESB þurfa að taka sig á Forsætisráðherra Ítalíu stendur við aðgerðir ítalskra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. 9. apríl 2020 10:42
Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 8. apríl 2020 11:51