Dauðsfallið rannsakað innanhúss og vísað til Landlæknis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2020 18:39 Landspítalinn Fossvogi Vísir/Vilhelm 42 ára kona lést innan við hálfum sólahring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku. Að sögn heimildarmanns var konan lögð inn á gjörgæsludeild spítalans með sambærileg sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum. Málinu hefur verið vísað til landlæknis og er rannsakað á Landpítalanum. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um klukkan sex á fimmtudaginn. Að sögn heimildar fréttastofu hafði hún ekki stjórn á höndum, gat ekki stigið í fætur og var afar illa áttuð við komuna en grunur lék á að hún væri með blóðsýkingu. Þremur tímum síðar var konan útskrifuð af spítalanum og keyrð þaðan í hjólastól og upp í bíl. Þá var hún í verra ástandi en þegar hún kom á spítalann að mati heimildarmanns. Engin svör hafi fengist frá heilbrigðisstarfsmanni þegar gerðar hafi verið athugasemdir við ástand hennar. Konan lést innan við tólf tímum eftir útskriftina. Að sögn viðkomandi fékk konan samskonar sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum og var þá flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku og síðan innrituð á gjörgæsludeild. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verið sé að rannsaka lát konunnar. „Ég vil byrja á því að senda aðstandendum konunnar samúðarkveðjur. Við höfum vísað þessu máli til Landlæknis og erum að rannsaka atvikið innanhúss en ég get ekki tjáð mig meira um þetta atvik af svo stöddu,“ segir Páll. Aðspurður um hvort að meiri líkur séu á að mistök verði á spítalanum vegna þess álags sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað segir Páll: „Það er aukið álag á spítalanum vegna þess ástands sem nú er og þá er aukin hætta á mistökum. Það er hins vegar ekki búið að rannsaka þetta mál og því get ég ekki tjáð mig um hvernig atvik eru varðandi það,“ segir hann. Yfir 900 manns hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisyfirvalda. Páll segir að þegar sé byrjað að kalla þaðan til fólk vegna álags á stofnuninni. „Við höfum þegar fengið þaðan 90 starfsmenn og vonumst til að geta fengið mun fleiri,“ segir hann að lokum. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. 31. mars 2020 15:58 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
42 ára kona lést innan við hálfum sólahring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku. Að sögn heimildarmanns var konan lögð inn á gjörgæsludeild spítalans með sambærileg sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum. Málinu hefur verið vísað til landlæknis og er rannsakað á Landpítalanum. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um klukkan sex á fimmtudaginn. Að sögn heimildar fréttastofu hafði hún ekki stjórn á höndum, gat ekki stigið í fætur og var afar illa áttuð við komuna en grunur lék á að hún væri með blóðsýkingu. Þremur tímum síðar var konan útskrifuð af spítalanum og keyrð þaðan í hjólastól og upp í bíl. Þá var hún í verra ástandi en þegar hún kom á spítalann að mati heimildarmanns. Engin svör hafi fengist frá heilbrigðisstarfsmanni þegar gerðar hafi verið athugasemdir við ástand hennar. Konan lést innan við tólf tímum eftir útskriftina. Að sögn viðkomandi fékk konan samskonar sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum og var þá flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku og síðan innrituð á gjörgæsludeild. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verið sé að rannsaka lát konunnar. „Ég vil byrja á því að senda aðstandendum konunnar samúðarkveðjur. Við höfum vísað þessu máli til Landlæknis og erum að rannsaka atvikið innanhúss en ég get ekki tjáð mig meira um þetta atvik af svo stöddu,“ segir Páll. Aðspurður um hvort að meiri líkur séu á að mistök verði á spítalanum vegna þess álags sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað segir Páll: „Það er aukið álag á spítalanum vegna þess ástands sem nú er og þá er aukin hætta á mistökum. Það er hins vegar ekki búið að rannsaka þetta mál og því get ég ekki tjáð mig um hvernig atvik eru varðandi það,“ segir hann. Yfir 900 manns hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisyfirvalda. Páll segir að þegar sé byrjað að kalla þaðan til fólk vegna álags á stofnuninni. „Við höfum þegar fengið þaðan 90 starfsmenn og vonumst til að geta fengið mun fleiri,“ segir hann að lokum.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. 31. mars 2020 15:58 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. 31. mars 2020 15:58