Dauðsfallið rannsakað innanhúss og vísað til Landlæknis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2020 18:39 Landspítalinn Fossvogi Vísir/Vilhelm 42 ára kona lést innan við hálfum sólahring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku. Að sögn heimildarmanns var konan lögð inn á gjörgæsludeild spítalans með sambærileg sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum. Málinu hefur verið vísað til landlæknis og er rannsakað á Landpítalanum. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um klukkan sex á fimmtudaginn. Að sögn heimildar fréttastofu hafði hún ekki stjórn á höndum, gat ekki stigið í fætur og var afar illa áttuð við komuna en grunur lék á að hún væri með blóðsýkingu. Þremur tímum síðar var konan útskrifuð af spítalanum og keyrð þaðan í hjólastól og upp í bíl. Þá var hún í verra ástandi en þegar hún kom á spítalann að mati heimildarmanns. Engin svör hafi fengist frá heilbrigðisstarfsmanni þegar gerðar hafi verið athugasemdir við ástand hennar. Konan lést innan við tólf tímum eftir útskriftina. Að sögn viðkomandi fékk konan samskonar sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum og var þá flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku og síðan innrituð á gjörgæsludeild. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verið sé að rannsaka lát konunnar. „Ég vil byrja á því að senda aðstandendum konunnar samúðarkveðjur. Við höfum vísað þessu máli til Landlæknis og erum að rannsaka atvikið innanhúss en ég get ekki tjáð mig meira um þetta atvik af svo stöddu,“ segir Páll. Aðspurður um hvort að meiri líkur séu á að mistök verði á spítalanum vegna þess álags sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað segir Páll: „Það er aukið álag á spítalanum vegna þess ástands sem nú er og þá er aukin hætta á mistökum. Það er hins vegar ekki búið að rannsaka þetta mál og því get ég ekki tjáð mig um hvernig atvik eru varðandi það,“ segir hann. Yfir 900 manns hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisyfirvalda. Páll segir að þegar sé byrjað að kalla þaðan til fólk vegna álags á stofnuninni. „Við höfum þegar fengið þaðan 90 starfsmenn og vonumst til að geta fengið mun fleiri,“ segir hann að lokum. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. 31. mars 2020 15:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
42 ára kona lést innan við hálfum sólahring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku. Að sögn heimildarmanns var konan lögð inn á gjörgæsludeild spítalans með sambærileg sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum. Málinu hefur verið vísað til landlæknis og er rannsakað á Landpítalanum. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um klukkan sex á fimmtudaginn. Að sögn heimildar fréttastofu hafði hún ekki stjórn á höndum, gat ekki stigið í fætur og var afar illa áttuð við komuna en grunur lék á að hún væri með blóðsýkingu. Þremur tímum síðar var konan útskrifuð af spítalanum og keyrð þaðan í hjólastól og upp í bíl. Þá var hún í verra ástandi en þegar hún kom á spítalann að mati heimildarmanns. Engin svör hafi fengist frá heilbrigðisstarfsmanni þegar gerðar hafi verið athugasemdir við ástand hennar. Konan lést innan við tólf tímum eftir útskriftina. Að sögn viðkomandi fékk konan samskonar sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum og var þá flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku og síðan innrituð á gjörgæsludeild. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verið sé að rannsaka lát konunnar. „Ég vil byrja á því að senda aðstandendum konunnar samúðarkveðjur. Við höfum vísað þessu máli til Landlæknis og erum að rannsaka atvikið innanhúss en ég get ekki tjáð mig meira um þetta atvik af svo stöddu,“ segir Páll. Aðspurður um hvort að meiri líkur séu á að mistök verði á spítalanum vegna þess álags sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað segir Páll: „Það er aukið álag á spítalanum vegna þess ástands sem nú er og þá er aukin hætta á mistökum. Það er hins vegar ekki búið að rannsaka þetta mál og því get ég ekki tjáð mig um hvernig atvik eru varðandi það,“ segir hann. Yfir 900 manns hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisyfirvalda. Páll segir að þegar sé byrjað að kalla þaðan til fólk vegna álags á stofnuninni. „Við höfum þegar fengið þaðan 90 starfsmenn og vonumst til að geta fengið mun fleiri,“ segir hann að lokum.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. 31. mars 2020 15:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. 31. mars 2020 15:58