Dauðsfallið rannsakað innanhúss og vísað til Landlæknis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2020 18:39 Landspítalinn Fossvogi Vísir/Vilhelm 42 ára kona lést innan við hálfum sólahring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku. Að sögn heimildarmanns var konan lögð inn á gjörgæsludeild spítalans með sambærileg sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum. Málinu hefur verið vísað til landlæknis og er rannsakað á Landpítalanum. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um klukkan sex á fimmtudaginn. Að sögn heimildar fréttastofu hafði hún ekki stjórn á höndum, gat ekki stigið í fætur og var afar illa áttuð við komuna en grunur lék á að hún væri með blóðsýkingu. Þremur tímum síðar var konan útskrifuð af spítalanum og keyrð þaðan í hjólastól og upp í bíl. Þá var hún í verra ástandi en þegar hún kom á spítalann að mati heimildarmanns. Engin svör hafi fengist frá heilbrigðisstarfsmanni þegar gerðar hafi verið athugasemdir við ástand hennar. Konan lést innan við tólf tímum eftir útskriftina. Að sögn viðkomandi fékk konan samskonar sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum og var þá flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku og síðan innrituð á gjörgæsludeild. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verið sé að rannsaka lát konunnar. „Ég vil byrja á því að senda aðstandendum konunnar samúðarkveðjur. Við höfum vísað þessu máli til Landlæknis og erum að rannsaka atvikið innanhúss en ég get ekki tjáð mig meira um þetta atvik af svo stöddu,“ segir Páll. Aðspurður um hvort að meiri líkur séu á að mistök verði á spítalanum vegna þess álags sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað segir Páll: „Það er aukið álag á spítalanum vegna þess ástands sem nú er og þá er aukin hætta á mistökum. Það er hins vegar ekki búið að rannsaka þetta mál og því get ég ekki tjáð mig um hvernig atvik eru varðandi það,“ segir hann. Yfir 900 manns hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisyfirvalda. Páll segir að þegar sé byrjað að kalla þaðan til fólk vegna álags á stofnuninni. „Við höfum þegar fengið þaðan 90 starfsmenn og vonumst til að geta fengið mun fleiri,“ segir hann að lokum. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. 31. mars 2020 15:58 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
42 ára kona lést innan við hálfum sólahring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku. Að sögn heimildarmanns var konan lögð inn á gjörgæsludeild spítalans með sambærileg sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum. Málinu hefur verið vísað til landlæknis og er rannsakað á Landpítalanum. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um klukkan sex á fimmtudaginn. Að sögn heimildar fréttastofu hafði hún ekki stjórn á höndum, gat ekki stigið í fætur og var afar illa áttuð við komuna en grunur lék á að hún væri með blóðsýkingu. Þremur tímum síðar var konan útskrifuð af spítalanum og keyrð þaðan í hjólastól og upp í bíl. Þá var hún í verra ástandi en þegar hún kom á spítalann að mati heimildarmanns. Engin svör hafi fengist frá heilbrigðisstarfsmanni þegar gerðar hafi verið athugasemdir við ástand hennar. Konan lést innan við tólf tímum eftir útskriftina. Að sögn viðkomandi fékk konan samskonar sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum og var þá flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku og síðan innrituð á gjörgæsludeild. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verið sé að rannsaka lát konunnar. „Ég vil byrja á því að senda aðstandendum konunnar samúðarkveðjur. Við höfum vísað þessu máli til Landlæknis og erum að rannsaka atvikið innanhúss en ég get ekki tjáð mig meira um þetta atvik af svo stöddu,“ segir Páll. Aðspurður um hvort að meiri líkur séu á að mistök verði á spítalanum vegna þess álags sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað segir Páll: „Það er aukið álag á spítalanum vegna þess ástands sem nú er og þá er aukin hætta á mistökum. Það er hins vegar ekki búið að rannsaka þetta mál og því get ég ekki tjáð mig um hvernig atvik eru varðandi það,“ segir hann. Yfir 900 manns hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisyfirvalda. Páll segir að þegar sé byrjað að kalla þaðan til fólk vegna álags á stofnuninni. „Við höfum þegar fengið þaðan 90 starfsmenn og vonumst til að geta fengið mun fleiri,“ segir hann að lokum.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. 31. mars 2020 15:58 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. 31. mars 2020 15:58