Handbolti

Tímabilið í Þýskalandi blásið af | Kiel meistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nýkrýndir Þýskalandsmeistarar Kiel.
Nýkrýndir Þýskalandsmeistarar Kiel. vísir/getty

Ákveðið hefur verið að flauta tímabilið í þýska handboltanum af vegna kórónuveirufaraldursins. Staðan eins og hún var þegar keppni var frestað gildir sem lokastaða tímabilsins.

Kiel er því meistari í fyrsta sinn síðan 2015 og í 21. sinn alls. Liðið fær þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu líkt og Flensburg sem var í 2. sæti. Flensburg varð meistari 2018 og 2019.

Ekkert lið fellur úr þýsku úrvalsdeildinni en tvö koma upp úr B-deildinni; 2000 Coburg og TUSEM Essen. Tuttugu lið verða því í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili í stað átján.

Nordhorn-Lingen, sem Geir Sveinsson þjálfar, var í átjánda og neðsta sæti úrvalsdeildarinnar þegar keppni var frestað. Nú er hins vegar ljóst að liðið leikur áfram í úrvalsdeildinni.

Magdeburg, Hannover-Burgdorf og Rhein-Neckar Löwen, sem Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason leika með, fara í Evrópudeildina.

Enn á eftir að finna nýjar dagsetningar fyrir úrslitahelgina í þýsku bikarkeppninni. Ljóst er að hún fer fram ekki fram fyrr en í fyrsta lagi í september en bannað verður að halda fjöldasamkomur í Þýskalandi til 31. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×