Áttar sig ekki á því hvaðan hræðsla við CBD framleiðslu kemur Andri Eysteinsson skrifar 21. apríl 2020 12:01 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm „Ég átta mig ekki alveg á því af hverju hræðslan stafar,“ segir Halldóra Mogensen þingkona Pírata í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Halldóra hefur lengi barist fyrir því að notkun iðnaðarhamps yrði gerð leyfileg hér á landi en á dögunum vannst sigur í baráttunni þegar ráðherra heimilaði innflutning hampfræja sem notuð er til ræktunar iðnaðarhamps. Einnig er hægt að vinna úr plöntunni önnur efni, þar á meðal CBD olíu. Halldóra segir olíuna geta nýst við allskyns kvillum. „Fólk hefur verið að nota þetta fyrir gláku, verkjum, bólgum, vefjagigt og annað,“ sagði Halldóra. „Auðvitað, þegar við erum að leyfa ræktun á iðnaðarhampi sem þarf að vera undir 0,2% THC (virkt efni plöntunnar sem veldur vímu) þá þarf að hafa eftirlit með því,“ segir Halldóra. Halldóra segir innflutning áður hafa verið heimilaðan áður en að Lyfjastofnun stöðvaði hann, fræin séu á gráu svæði lagalega. Öll kannabisplantan sé flokkuð undir lögum um ávana- og fíkniefni, efni líkt og CBD sem ekki veldur vímu sé ekki tekið út fyrir sviga. Ráðherra heimilaði innflutning fræjanna með reglugerð en Halldóra segir að nauðsynlegt sé að skýra málið betur og breyta lögum. Enn sé til að mynda óljóst hvort vinna megi CBD úr plöntunni. „Það er samtal sem þyrfti að taka upp með ráðherra. Mér skilst að svo sé ekki en ég er ekki viss, þetta er á mjög gráu svæði,“ segir Halldóra. Þingsályktunartillaga hennar um málið liggur fyrir þingnefnd og hafa umsagnir fjölda aðila borist nefndinni. Nefnir Halldóra þar embætti Landlæknis, Lyfjastofnun, Hampfélagið og Snarrótina. „Það var flottur fundur en það voru neikvæðar umsagnir. Það kom upp hugmynd að breytingu á tillögunni,“ segir Halldóra en breytingin sneri að því að leyfa heilbrigðisráðherra að stjórna aðgengi að vörunni. Neikvæðar umsagnir komu frá Landlækni og Lyfjastofnun. „Ég var dálítið brött í því að koma CBD í almenna sölu og það eru ekki allir sammála þeirri nálgun. Ég held að þau vilji geta haft betri eftirlit með þessu og að það sé flokkað sem lyf,“ sagði Halldóra og bætti við að skiptar skoðanir séu um hvort efnið ætti að flokkast sem lyf eður ei. Spurð hvort að vörur unnar úr til að mynda ætihvönn ættu ekki að flokkast sem lyf væri CBD flokkað á þann hátt jánkaði Halldóra. „Ég veit ekki hvort það sé hræðsla eða einhver tregi. Mér finnst við oft vera langt eftir í þessari umræðu,“ segir Halldóra. Kannabis Píratar Bítið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Ég átta mig ekki alveg á því af hverju hræðslan stafar,“ segir Halldóra Mogensen þingkona Pírata í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Halldóra hefur lengi barist fyrir því að notkun iðnaðarhamps yrði gerð leyfileg hér á landi en á dögunum vannst sigur í baráttunni þegar ráðherra heimilaði innflutning hampfræja sem notuð er til ræktunar iðnaðarhamps. Einnig er hægt að vinna úr plöntunni önnur efni, þar á meðal CBD olíu. Halldóra segir olíuna geta nýst við allskyns kvillum. „Fólk hefur verið að nota þetta fyrir gláku, verkjum, bólgum, vefjagigt og annað,“ sagði Halldóra. „Auðvitað, þegar við erum að leyfa ræktun á iðnaðarhampi sem þarf að vera undir 0,2% THC (virkt efni plöntunnar sem veldur vímu) þá þarf að hafa eftirlit með því,“ segir Halldóra. Halldóra segir innflutning áður hafa verið heimilaðan áður en að Lyfjastofnun stöðvaði hann, fræin séu á gráu svæði lagalega. Öll kannabisplantan sé flokkuð undir lögum um ávana- og fíkniefni, efni líkt og CBD sem ekki veldur vímu sé ekki tekið út fyrir sviga. Ráðherra heimilaði innflutning fræjanna með reglugerð en Halldóra segir að nauðsynlegt sé að skýra málið betur og breyta lögum. Enn sé til að mynda óljóst hvort vinna megi CBD úr plöntunni. „Það er samtal sem þyrfti að taka upp með ráðherra. Mér skilst að svo sé ekki en ég er ekki viss, þetta er á mjög gráu svæði,“ segir Halldóra. Þingsályktunartillaga hennar um málið liggur fyrir þingnefnd og hafa umsagnir fjölda aðila borist nefndinni. Nefnir Halldóra þar embætti Landlæknis, Lyfjastofnun, Hampfélagið og Snarrótina. „Það var flottur fundur en það voru neikvæðar umsagnir. Það kom upp hugmynd að breytingu á tillögunni,“ segir Halldóra en breytingin sneri að því að leyfa heilbrigðisráðherra að stjórna aðgengi að vörunni. Neikvæðar umsagnir komu frá Landlækni og Lyfjastofnun. „Ég var dálítið brött í því að koma CBD í almenna sölu og það eru ekki allir sammála þeirri nálgun. Ég held að þau vilji geta haft betri eftirlit með þessu og að það sé flokkað sem lyf,“ sagði Halldóra og bætti við að skiptar skoðanir séu um hvort efnið ætti að flokkast sem lyf eður ei. Spurð hvort að vörur unnar úr til að mynda ætihvönn ættu ekki að flokkast sem lyf væri CBD flokkað á þann hátt jánkaði Halldóra. „Ég veit ekki hvort það sé hræðsla eða einhver tregi. Mér finnst við oft vera langt eftir í þessari umræðu,“ segir Halldóra.
Kannabis Píratar Bítið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent