Innlent

Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Á þriðja þúsund heilbrigðisstarfsmenn fá eingreiðslu.
Á þriðja þúsund heilbrigðisstarfsmenn fá eingreiðslu. vísir/vilhelm

Rúmlega 2000 heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum. Heildarupphæð greiðslunnar nemur um einum milljarði króna.

Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, sveita- og samgöngumálaráðherra, á kynningarfundi stjórnvalda nú síðdegis. Þar voru framhaldsaðgerðir kynntar sem ætlað er að milda höggið sem kórónuveirufaraldurinn hefur veitt efnahag landsins.

Sigurður Ingi sagði að álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks verði í formi eingreiðslna til starfsfólks í framlínunni á sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum og í heilsugæslunni en útfærslan verður á hendi forstöðumanna hverrar stofnunar.

Auk þess stendur til að auka framlög til geðheilbrigðisþjónustu víða um land um 540 milljónir króna. Það verði t.a.m. gert með fjölgun sérfræðinga í geðheilsuteymunum og innan heilsugæslunnar. Þetta framlag er tímabundið til eins árs.

Nánari útskýringu á þessum þætti aðgerðanna má nálgast hér, en heildarútlistun aðgerðanna er aðgengileg hér.


Tengdar fréttir

Opna skóla en sundlaugar og líkamsrækt áfram lokuð

Hægt verður að opna alla skóla landsins þegar fjöldamörk samkomubanns hækkkar úr tuttugu í fimmtíu mánudaginn 4. maí. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra verða þó sundlaugar og líkamsræktarstöðvar áfram lokaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×