Segir frá veikindunum: „Ég var hreinlega við það að missa vonina“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 20:19 Sigríður lá rænulaus eða í móki í rúmar tvær vikur áður en hún fór að ranka við sér. „Mér hefur aldrei liðið svona illa,“ segir Sigríður H. Kristjánsdóttir sem var lögð inn á spítala eftir að hafa greinst með Covid-19. Hún var ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem fóru til Ítalíu í skíðaferð í febrúar. „Ég var hreinlega við það að missa vonina og þurfti að skríða inn í sturtu bara til að líða aðeins betur.“ Sara sagði sögu sína varðandi veikindin í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. Sigríður hefur áður sagt frá því á Facebook að hún hafi verið veik heima í 44 daga. Sjá einnig: „Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa“ Þegar Sigríður og fjölskylda hennar fóru til Ítalíu var ekki búið að greina nein smit hér á landi og þó faraldurinn væri farinn að gera vart við sig í ákveðnum héruðum Norður-Ítalíu, urðu Sigríður og eiginmaður hennar, Sigurður Leifsson, ekki vör við neitt óeðlilegt. Þar var engin umræða um veiruna og engar sérstakar ráðstafanir vegna faraldursins. Skömmu síðar voru þó allir Alparnir skilgreindir sem áhættusvæði af sóttvarnalækni Íslands. Þau hjón komu aftur til landsins þann 29. febrúar. Tæplega viku síðar fóru ósköpin að dynja yfir. Það byrjar á hausverk á laugardegi og hita á sunnudeginum. „Á mánudeginum er ég bara orðin drulluslöpp,“ sagði Sigríður. Í kjölfarið fór hún í sýnatöku og greindist með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. „Ég fékk pínu sjokk. En fannst þetta samt líka pínufyndið,“ sagði hún og sagði það hafa verið því hún hefði haldið að hún myndi ekki veikjast meira. Hún væri jafnvel búin að ná hátindi veikindanna. Annað átti eftir að koma í ljós. Sigríður varð mun veikari strax næsta dag. Sjá má innslag Ísland í dag hér að neðan og þar fer Sigríður yfir veikindin. Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
„Mér hefur aldrei liðið svona illa,“ segir Sigríður H. Kristjánsdóttir sem var lögð inn á spítala eftir að hafa greinst með Covid-19. Hún var ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem fóru til Ítalíu í skíðaferð í febrúar. „Ég var hreinlega við það að missa vonina og þurfti að skríða inn í sturtu bara til að líða aðeins betur.“ Sara sagði sögu sína varðandi veikindin í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. Sigríður hefur áður sagt frá því á Facebook að hún hafi verið veik heima í 44 daga. Sjá einnig: „Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa“ Þegar Sigríður og fjölskylda hennar fóru til Ítalíu var ekki búið að greina nein smit hér á landi og þó faraldurinn væri farinn að gera vart við sig í ákveðnum héruðum Norður-Ítalíu, urðu Sigríður og eiginmaður hennar, Sigurður Leifsson, ekki vör við neitt óeðlilegt. Þar var engin umræða um veiruna og engar sérstakar ráðstafanir vegna faraldursins. Skömmu síðar voru þó allir Alparnir skilgreindir sem áhættusvæði af sóttvarnalækni Íslands. Þau hjón komu aftur til landsins þann 29. febrúar. Tæplega viku síðar fóru ósköpin að dynja yfir. Það byrjar á hausverk á laugardegi og hita á sunnudeginum. „Á mánudeginum er ég bara orðin drulluslöpp,“ sagði Sigríður. Í kjölfarið fór hún í sýnatöku og greindist með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. „Ég fékk pínu sjokk. En fannst þetta samt líka pínufyndið,“ sagði hún og sagði það hafa verið því hún hefði haldið að hún myndi ekki veikjast meira. Hún væri jafnvel búin að ná hátindi veikindanna. Annað átti eftir að koma í ljós. Sigríður varð mun veikari strax næsta dag. Sjá má innslag Ísland í dag hér að neðan og þar fer Sigríður yfir veikindin.
Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira