Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 11:10 Gurbanguly Berdymukhamedov, einræðisráðherra Túrkmenistan. Getty/Mikhail Svetlov Yfirvöld mið-Asíuríkisins einangraða, Túrkmenistan, hafa bannað notkun orðsins kórónuveira. Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum Blaðamenn án landamæra (RSF) og vitna samtökin í Turkmenistan Chronicle, sem ku vera einn mjög fárra sjálfstæðra miðla í einræðisríkinu. Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn skrautlegi einræðisherra Túrkmenistan, hefur látið fjarlægja orðið úr bæklingum sem búið var að dreifa víða um landið. Óeinkennisklæddir lögregluþjónar eru einnig sagðir hafa verið sendir út meðal fólks til að handataka íbúa sem bera andlitsgrímur eða tala um veiruna. Túrkmenistan deilir löngum landamærum með Íran, sem er meðal þeirra ríkja sem hafa orðið verst út í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Jeanne Cavelier, framkvæmdastýra RSF, segir þessa afneitun upplýsinga ógna lífi almennings í Túrkmenistan og hvetur hún alþjóðasamfélagið til að bregðast við og refsa einræðisherranum. Túrkmenistan er talið eitt einangraðasta ríki heims og lendir iðulega neðst á listum sem snúa að frelsi fjölmiðla og íbúa. Eins og til dæmis á lista RSF yfir frelsi fjölmiðla. Hér að neðan má sjá kostulega umfjöllun John Oliver um Berdymukhamedov frá því í fyrra þegar hann gerði stólpagrín að einræðisherranum. Meðal annars fyrir undarlegt dálæti hans á hestum, rappi og heimsmetum. Túrkmenistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Yfirvöld mið-Asíuríkisins einangraða, Túrkmenistan, hafa bannað notkun orðsins kórónuveira. Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum Blaðamenn án landamæra (RSF) og vitna samtökin í Turkmenistan Chronicle, sem ku vera einn mjög fárra sjálfstæðra miðla í einræðisríkinu. Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn skrautlegi einræðisherra Túrkmenistan, hefur látið fjarlægja orðið úr bæklingum sem búið var að dreifa víða um landið. Óeinkennisklæddir lögregluþjónar eru einnig sagðir hafa verið sendir út meðal fólks til að handataka íbúa sem bera andlitsgrímur eða tala um veiruna. Túrkmenistan deilir löngum landamærum með Íran, sem er meðal þeirra ríkja sem hafa orðið verst út í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Jeanne Cavelier, framkvæmdastýra RSF, segir þessa afneitun upplýsinga ógna lífi almennings í Túrkmenistan og hvetur hún alþjóðasamfélagið til að bregðast við og refsa einræðisherranum. Túrkmenistan er talið eitt einangraðasta ríki heims og lendir iðulega neðst á listum sem snúa að frelsi fjölmiðla og íbúa. Eins og til dæmis á lista RSF yfir frelsi fjölmiðla. Hér að neðan má sjá kostulega umfjöllun John Oliver um Berdymukhamedov frá því í fyrra þegar hann gerði stólpagrín að einræðisherranum. Meðal annars fyrir undarlegt dálæti hans á hestum, rappi og heimsmetum.
Túrkmenistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira