Fyrirtæki Trump biður ríkisstjórn hans um neyðaraðstoð Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 23:21 Hótel Donald Trump í Washington DC. Getty/Mark Wilson Fyrirtæki Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, leitar nú eftir aðstoð frá ríkisstjórn hans vegna hótels sem fyrirtækið leigir af ríkinu í Washington DC. Hótelið sem er skammt frá Hvíta húsinu stendur nú tómt, eins og flest öll hótel í heiminum, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á undanförnum vikum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins, synir forsetans, kannað hvort þeir getu endursamið við ríkið um leigu hússins sem hótelið er í, samkvæmt heimildum New York Times. Fyrirtækið er í eigu Donald Trump en synir hans reka það. Leigan er um 268 þúsund dalir á mánuði eða um 39 milljónir króna. Eric Trump, forstjóri fyrirtækisins, staðfesti heimildir NYT og segist vera að leita eftir sambærilegri aðstoð og hið opinbera veitir öðrum fyrirtækjum sem leigja húsnæði af ríkinu. Eric Trump, forstjóri Trump fyrirtækisins.EPA/Albin Lohr-Jones Forsvarsmenn þeirrar stofnunar sem sjá um eigur ríkisins standa nú frammi fyrir ákveðnum vandræðum. Neiti þeir beiðni sona forsetans gæti hann brugðist reiður við. Verði þeir við beiðninni mun stofnunin væntanlega verða fyrir mikilli gagnrýni. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti. Hann segir að synir hans tveir hafi tekið við rekstri fyrirtækisins en hann nýtur enn fjárhagslegs ávinnings af rekstrinum. Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump hótelið í Washington DC hefur þótt til marks um það hvernig forsetinn hefur hagnast á embætti sínu. Erlendir erindrekar sækja hótelið ítrekað og málafylgjumenn sömuleiðis. Þannig segja gagnrýnendur forsetans að færa megi rök fyrir því að Trump taki í raun við beinum greiðslum frá öðrum ríkjum og hagsmunaaðilum. Vilja einnig aðstoð í Flórída Synir forsetans hafa einnig átt í viðræðum við Deutsche Bank um frestun lánagreiðslna en forsetinn skuldar bankanum rúmar 300 milljónir dala. Eric Trump staðfesti einnig að fyrirtæki forsetans væri að leitast eftir aðstoð varðandi leigu golfvallar í Palm Beach í Flórída. Golfvöllurinn væri lokaður vegna skipanna frá yfirvöldum þar og aftur sagði Eric Trump að hann væri bara að sækjast eftir sömu aðstoð og önnur fyrirtæki. Bæjarfulltrúi í Palm Beach, sagði aðra í bæjarstjórn óttast að ef þeir verði ekki við ósk Eric Trump, muni forsetinn reiðast þeim. Hann gæti komið í veg fyrir að Palm Beach fengi aðstoð alríkisins vegna kórónuveirunnar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Fyrirtæki Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, leitar nú eftir aðstoð frá ríkisstjórn hans vegna hótels sem fyrirtækið leigir af ríkinu í Washington DC. Hótelið sem er skammt frá Hvíta húsinu stendur nú tómt, eins og flest öll hótel í heiminum, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á undanförnum vikum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins, synir forsetans, kannað hvort þeir getu endursamið við ríkið um leigu hússins sem hótelið er í, samkvæmt heimildum New York Times. Fyrirtækið er í eigu Donald Trump en synir hans reka það. Leigan er um 268 þúsund dalir á mánuði eða um 39 milljónir króna. Eric Trump, forstjóri fyrirtækisins, staðfesti heimildir NYT og segist vera að leita eftir sambærilegri aðstoð og hið opinbera veitir öðrum fyrirtækjum sem leigja húsnæði af ríkinu. Eric Trump, forstjóri Trump fyrirtækisins.EPA/Albin Lohr-Jones Forsvarsmenn þeirrar stofnunar sem sjá um eigur ríkisins standa nú frammi fyrir ákveðnum vandræðum. Neiti þeir beiðni sona forsetans gæti hann brugðist reiður við. Verði þeir við beiðninni mun stofnunin væntanlega verða fyrir mikilli gagnrýni. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti. Hann segir að synir hans tveir hafi tekið við rekstri fyrirtækisins en hann nýtur enn fjárhagslegs ávinnings af rekstrinum. Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump hótelið í Washington DC hefur þótt til marks um það hvernig forsetinn hefur hagnast á embætti sínu. Erlendir erindrekar sækja hótelið ítrekað og málafylgjumenn sömuleiðis. Þannig segja gagnrýnendur forsetans að færa megi rök fyrir því að Trump taki í raun við beinum greiðslum frá öðrum ríkjum og hagsmunaaðilum. Vilja einnig aðstoð í Flórída Synir forsetans hafa einnig átt í viðræðum við Deutsche Bank um frestun lánagreiðslna en forsetinn skuldar bankanum rúmar 300 milljónir dala. Eric Trump staðfesti einnig að fyrirtæki forsetans væri að leitast eftir aðstoð varðandi leigu golfvallar í Palm Beach í Flórída. Golfvöllurinn væri lokaður vegna skipanna frá yfirvöldum þar og aftur sagði Eric Trump að hann væri bara að sækjast eftir sömu aðstoð og önnur fyrirtæki. Bæjarfulltrúi í Palm Beach, sagði aðra í bæjarstjórn óttast að ef þeir verði ekki við ósk Eric Trump, muni forsetinn reiðast þeim. Hann gæti komið í veg fyrir að Palm Beach fengi aðstoð alríkisins vegna kórónuveirunnar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira