Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 10:43 Kona og börn veifa spænskum fánum og klappa til að heiðra heilbrigðisstarfsmenn og lögreglu í kórónuveirufaraldrinum í borginni Logroño í La Rioja-héraði. Börn hafa þurft að vera alfarið innandyra í útgöngubanninu. Vísir/EPA Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. Spánn hefur orðið einna verst úti í kórónuveirufaraldrinum til þessa. Fleiri en 200.000 manns hafa greinst smitaðir af veirunni þar, næstflestar sýkingar í heiminum, og 21.282 hafa látið lífið. Aðeins á Ítalíu hafa fleiri látið lífið. Faraldurinn virðist þó hafa náð hámarki og hefur hægt verulega á greiningu nýrra smita. Innan við fimm hundruð manns láta nú lífið á dag en dauðsföllin voru um 950 á dag þegar mest lét. Bráðabirgðalíkhúsi sem sett var upp í skautahöll í Madrid þegar útfararstjórar réðu ekki við álagið í mars var lokað í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, tilkynnti í dag að byrjað yrði að slaka á útgöngubanninu í áföngum í seinni hluta maí en varaði jafnframt við því að takmörkunum yrði komið á aftur ef faraldurinn versnaði í kjölfarið. Börnin fá að fara í stutta göngutúra Þegar hefur verið slakað aðeins á takmörkunum vegna faraldursins, meðal annars með því að leyfa starfsfólki í ákveðnum greinum að snúa aftur til vinnu í síðustu viku. Þá stendur til að leyfa börnum yngri en fjórtán ára að fara út frá næstu helgi. Fram að þessu hefur börnum verið gert að halda sig innandyra í útgöngubanninu. Nú mega þau fara í stutta göngutúra utandyra undir eftirliti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði ríkisstjórnin aðeins að leyfa börnum að fylgja foreldrum sínum til að kaupa mat eða lyf en þau áform leiddu til mótmæla þar sem fólk barði potta og pönnur á svölum húsa. Faraldurinn heldur engu að síður áfram að raska spænsku þjóðlífið. Tilkynnt var í gær að ekkert yrði af nautahlaupinu á San Fermín-hátíðinni í Pamplona í Navarra-héraði í júlí sem laðar þúsundir ferðamanna að sér árlega. Þetta er í fyrsta skipti í fjóra áratugi sem hátíðinni er frestað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. Spánn hefur orðið einna verst úti í kórónuveirufaraldrinum til þessa. Fleiri en 200.000 manns hafa greinst smitaðir af veirunni þar, næstflestar sýkingar í heiminum, og 21.282 hafa látið lífið. Aðeins á Ítalíu hafa fleiri látið lífið. Faraldurinn virðist þó hafa náð hámarki og hefur hægt verulega á greiningu nýrra smita. Innan við fimm hundruð manns láta nú lífið á dag en dauðsföllin voru um 950 á dag þegar mest lét. Bráðabirgðalíkhúsi sem sett var upp í skautahöll í Madrid þegar útfararstjórar réðu ekki við álagið í mars var lokað í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, tilkynnti í dag að byrjað yrði að slaka á útgöngubanninu í áföngum í seinni hluta maí en varaði jafnframt við því að takmörkunum yrði komið á aftur ef faraldurinn versnaði í kjölfarið. Börnin fá að fara í stutta göngutúra Þegar hefur verið slakað aðeins á takmörkunum vegna faraldursins, meðal annars með því að leyfa starfsfólki í ákveðnum greinum að snúa aftur til vinnu í síðustu viku. Þá stendur til að leyfa börnum yngri en fjórtán ára að fara út frá næstu helgi. Fram að þessu hefur börnum verið gert að halda sig innandyra í útgöngubanninu. Nú mega þau fara í stutta göngutúra utandyra undir eftirliti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði ríkisstjórnin aðeins að leyfa börnum að fylgja foreldrum sínum til að kaupa mat eða lyf en þau áform leiddu til mótmæla þar sem fólk barði potta og pönnur á svölum húsa. Faraldurinn heldur engu að síður áfram að raska spænsku þjóðlífið. Tilkynnt var í gær að ekkert yrði af nautahlaupinu á San Fermín-hátíðinni í Pamplona í Navarra-héraði í júlí sem laðar þúsundir ferðamanna að sér árlega. Þetta er í fyrsta skipti í fjóra áratugi sem hátíðinni er frestað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54