Af átökum óvirkra alkóhólista Hallgerður Hauksdóttir skrifar 1. apríl 2020 15:30 Af áralöngum kynnum og reynslu sem ég hafði af atvinnutengdu samstarfi við óvirka alkóhólista kynntist ég ýmsum bestu og verstu hliðum þeirra, fólks sem hætt er neyslu áfengis eða vímuefna vegna stjórnlausrar fyrri neyslu. Eitt það versta sem ég finn hjá óvirkum alkóhólistum er greinilegt í átökum innan SÁÁ núna. Af minni reynslu er þetta samsuða af þrem meginþáttum; valdasækni, óheiðarleika sem iðulega er alls ómeðvitaður og loks hvatri þörf fyrir að hafa alltaf rétt fyrir sér. Þetta er samsuða sem erfitt er að eiga við, því oft er einmitt ekki illur ásetningur heldur jafnvel þvert á móti vel meintur. Þetta lýsir í raun grunnum innri bata við tilteknum einkennum alkóhólisma þar sem einstaklingurinn heldur dauðahaldi í tilfinningu fyrir einhverri stjórn til að bæta upp fyrir að hafa í stjórnleysi neyslunnar brugðist bæði sjálfum sér og öðrum svo oft og lengi – og því miður gerir hann það stundum með því að sækjast eftir ytri völdum og stjórn. Þessi óheppilega samsuða getur gengið þokkalega í samskiptum við sæmilegar aðstæður, það er, ef hinn valdamiðaði alkóhólisti fær að halda egóinu án þess að skrapist í viðkvæmt innra lagið. En þetta gerir hinsvegar samstarf og úrvinnslu nánast ómögulega þegar að þrengir eða á bjátar. Þótt ég hafi ekki verið að vinna hjá SÁÁ þegar ég kynntist þessu, þá sé ég þessa eiginleika greinilega koma fram þar núna í átökum um hver má ráða hverju, alveg eins og áður við vinnu mína, alla taktana og flauturnar. Þetta birtist ekki síst í hinum fyrirsjáanlegu afleiðingum, þegar hófstilltara fólk gengur loks frá borðinu líkt og Valgerður fann sig tilneydda til að gera. Það hefur ansi mikið gengið á þegar undirskriftalistar ganga þar sem starfsfólk er að hrópa á hjálp vegna samskipta við þessa valdasæknu óvirku alka. Ég þekki þá þreytu vel og hef fulla samúð með því fólki. Hér birtist ekki getuleysi til að vinna saman, heldur til að ráða því sama saman. Auðvitað verðum við öll sem náum að verða óvirkir alkóhólistar að einslags sérfræðingum í eigin ástandi og bata. Þannig verðum við einmitt edrú, hversu langt sem batinn svo nær. En þetta er ekki það sama og að verða um leið sérfróð um almenna eða sérfræðilega úrvinnslu í heilbrigðismálum alkóhólismans. Það er að mínu mati ekki viðeigandi að áhugamanneskjur stýri faglegri úrvinnslu fagfólks þar, þótt áhugafólkið með félagsstarfi haldi málefninu stöðugt og með myndarbrag á lífi í æ tálguðu heilbrigðiskerfi okkar. SÁÁ er í senn mikilvæg stofnun og áhugamannafélag með í senn mögnuð samfélagsleg áhrif og lífsorku. SÁÁ er í grunninn hagsmunafélag sem heldur vel utan um hagsmuni síns fólks með því að halda þeim æ á lofti. En hinn valdasækni alkóhólisti á alls ekki að ráða þar. Ég er ekki hér að benda án neinn einstakling sérstaklega eða persónulega, heldur á þá óhugnarlegu stöðu sem verður þegar þessar týpur ná að raða sér á stjórntauma og fara við þrengingar að bíta út frá sér. Togstreita hefur verið undirliggjandi á milli „óbreyttra“ óvirkra alkóhólista og fagfólks, alveg síðan hugtakið alkóhólisti kom fram. Afbrýðisemin var fyrst á hinn veginn, þegar alkóhólistar tóku upp á því að verða edrú sjálfir með því að bindast samtökum og hjálpa hver öðrum þannig að fagfólkið var auðsýnilega tekið úr leik. Geðlæknar, læknar og sálfræðingar spáðu illu um þetta (með nokkrum nú frægum undantekningum) og afbrýðisemi hinna faglegu varð áþreifanleg, nánast kómísk, þegar við sýndum að við gátum þetta víst. Við mörkuðum leiðina sjálf og í fyrsta sinn gátu alkóhólistar almennt hætt að drekka til lengri tíma. Á þeim tíma sem er liðinn hefur mikil þekking byggst upp um alkóhólisma, þekking sem er í raun byggð á þessari byrjun. Þetta er grundvallaratriði í því samhengi að sérhver alkóhólisti er í raun sjálfstæð leitarstöð að að eigin bata, en ekki eingöngu ,,viðfang” fagaðila, enda er batinn hvað mest falinn í því að axla ábyrgð á sjálfum sér. En togstreitan snérist að sumu leyti við með tímanum og varð þannig að sumu leyti að tortryggni alkóhólista í garð fagfólks. Það finnast reyndar enn fagaðilar sem efast um getu alkóhólista til að vera eigin batastöð en þeir eru fáir. Margir óvirkir alkóhólistar nota líka þjónustu fagfólks á sviði sálfræði við sína batavinnu og það er í mínum huga jafn sjálfsagt og að leita til hárskera til að fara í klippingu þótt við hugsum sjálf vel um hárið á milli, eða tannlæknis fyrir tannheilsuna til viðbótar við góða eigin tannhirðu. Tillag fagaðila sem ekki eru sjálfir alkóhólistar getur hinsvegar staðið í þeim alkóhólistum sem vita allt best og hafa alltaf rétt fyrir sér. Margir óvirkir valdamiðaðir alkóhólistar neita þannig því miður enn í dag að viðurkenna til fulls mikilvægi dýpri bataúrvinnslu alkóhólista með tilbeina fagfólks. Þeir ríghalda og munu áfram ríghalda í þá sjálfsmynd að þeir verði að stjórna og stýra þeirri þjónustu sem alkóhólistar fá af því þetta er „þeirra” málefni. Þeir eiga þetta. Þá verður ofaná að þeir ákveða eftir geðþótta hvað verði eða fari þegar kemur að faglegri úrvinnslu sem þeir hafa enga sérþekkingu á. Með þeim hörmulegu afleiðingum sem við sjáum núna. Verði það úr að Valgerður hverfi endanlega frá störfum sem læknir hjá SÁÁ þá er það áfall sem ekki sér fyrir endann á. Ég vona innilega að þeir óvirku alkóhólistar í félagsstarfi SÁÁ sem eru með dýpri bata stígi fram núna og takist að snúa þessu við. Það verður að finna og velja fólk til forystu sem ekki stendur í því að sanna vald sitt. Hlutleysi æðruleysisins og hæglátt lífsþakklæti er ekki svarið á næsta aðalfundi ef þetta risaskip sem SÁÁ er, á að eiga farsæla framtíð án þess að steyta sífellt á sömu skerjunum og þreyta skrokkinn æ meir. Skipið lekur eftir síðustu ágrip og þarfnast viðgerðar. Það er bókstaflega lífsnauðsynlegt að skerpa óyggjandi á mörkum umboðs fagfólks til að stýra faglegu starfi um borð og umboði áhugafólks til að setja stefnu skipsins, án þess að þetta tvennt skarist. Þessi mörk verður að leggja, óháð fjármálum. Höfundur varð allgáð hjá SÁÁ árið 1990 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Af áralöngum kynnum og reynslu sem ég hafði af atvinnutengdu samstarfi við óvirka alkóhólista kynntist ég ýmsum bestu og verstu hliðum þeirra, fólks sem hætt er neyslu áfengis eða vímuefna vegna stjórnlausrar fyrri neyslu. Eitt það versta sem ég finn hjá óvirkum alkóhólistum er greinilegt í átökum innan SÁÁ núna. Af minni reynslu er þetta samsuða af þrem meginþáttum; valdasækni, óheiðarleika sem iðulega er alls ómeðvitaður og loks hvatri þörf fyrir að hafa alltaf rétt fyrir sér. Þetta er samsuða sem erfitt er að eiga við, því oft er einmitt ekki illur ásetningur heldur jafnvel þvert á móti vel meintur. Þetta lýsir í raun grunnum innri bata við tilteknum einkennum alkóhólisma þar sem einstaklingurinn heldur dauðahaldi í tilfinningu fyrir einhverri stjórn til að bæta upp fyrir að hafa í stjórnleysi neyslunnar brugðist bæði sjálfum sér og öðrum svo oft og lengi – og því miður gerir hann það stundum með því að sækjast eftir ytri völdum og stjórn. Þessi óheppilega samsuða getur gengið þokkalega í samskiptum við sæmilegar aðstæður, það er, ef hinn valdamiðaði alkóhólisti fær að halda egóinu án þess að skrapist í viðkvæmt innra lagið. En þetta gerir hinsvegar samstarf og úrvinnslu nánast ómögulega þegar að þrengir eða á bjátar. Þótt ég hafi ekki verið að vinna hjá SÁÁ þegar ég kynntist þessu, þá sé ég þessa eiginleika greinilega koma fram þar núna í átökum um hver má ráða hverju, alveg eins og áður við vinnu mína, alla taktana og flauturnar. Þetta birtist ekki síst í hinum fyrirsjáanlegu afleiðingum, þegar hófstilltara fólk gengur loks frá borðinu líkt og Valgerður fann sig tilneydda til að gera. Það hefur ansi mikið gengið á þegar undirskriftalistar ganga þar sem starfsfólk er að hrópa á hjálp vegna samskipta við þessa valdasæknu óvirku alka. Ég þekki þá þreytu vel og hef fulla samúð með því fólki. Hér birtist ekki getuleysi til að vinna saman, heldur til að ráða því sama saman. Auðvitað verðum við öll sem náum að verða óvirkir alkóhólistar að einslags sérfræðingum í eigin ástandi og bata. Þannig verðum við einmitt edrú, hversu langt sem batinn svo nær. En þetta er ekki það sama og að verða um leið sérfróð um almenna eða sérfræðilega úrvinnslu í heilbrigðismálum alkóhólismans. Það er að mínu mati ekki viðeigandi að áhugamanneskjur stýri faglegri úrvinnslu fagfólks þar, þótt áhugafólkið með félagsstarfi haldi málefninu stöðugt og með myndarbrag á lífi í æ tálguðu heilbrigðiskerfi okkar. SÁÁ er í senn mikilvæg stofnun og áhugamannafélag með í senn mögnuð samfélagsleg áhrif og lífsorku. SÁÁ er í grunninn hagsmunafélag sem heldur vel utan um hagsmuni síns fólks með því að halda þeim æ á lofti. En hinn valdasækni alkóhólisti á alls ekki að ráða þar. Ég er ekki hér að benda án neinn einstakling sérstaklega eða persónulega, heldur á þá óhugnarlegu stöðu sem verður þegar þessar týpur ná að raða sér á stjórntauma og fara við þrengingar að bíta út frá sér. Togstreita hefur verið undirliggjandi á milli „óbreyttra“ óvirkra alkóhólista og fagfólks, alveg síðan hugtakið alkóhólisti kom fram. Afbrýðisemin var fyrst á hinn veginn, þegar alkóhólistar tóku upp á því að verða edrú sjálfir með því að bindast samtökum og hjálpa hver öðrum þannig að fagfólkið var auðsýnilega tekið úr leik. Geðlæknar, læknar og sálfræðingar spáðu illu um þetta (með nokkrum nú frægum undantekningum) og afbrýðisemi hinna faglegu varð áþreifanleg, nánast kómísk, þegar við sýndum að við gátum þetta víst. Við mörkuðum leiðina sjálf og í fyrsta sinn gátu alkóhólistar almennt hætt að drekka til lengri tíma. Á þeim tíma sem er liðinn hefur mikil þekking byggst upp um alkóhólisma, þekking sem er í raun byggð á þessari byrjun. Þetta er grundvallaratriði í því samhengi að sérhver alkóhólisti er í raun sjálfstæð leitarstöð að að eigin bata, en ekki eingöngu ,,viðfang” fagaðila, enda er batinn hvað mest falinn í því að axla ábyrgð á sjálfum sér. En togstreitan snérist að sumu leyti við með tímanum og varð þannig að sumu leyti að tortryggni alkóhólista í garð fagfólks. Það finnast reyndar enn fagaðilar sem efast um getu alkóhólista til að vera eigin batastöð en þeir eru fáir. Margir óvirkir alkóhólistar nota líka þjónustu fagfólks á sviði sálfræði við sína batavinnu og það er í mínum huga jafn sjálfsagt og að leita til hárskera til að fara í klippingu þótt við hugsum sjálf vel um hárið á milli, eða tannlæknis fyrir tannheilsuna til viðbótar við góða eigin tannhirðu. Tillag fagaðila sem ekki eru sjálfir alkóhólistar getur hinsvegar staðið í þeim alkóhólistum sem vita allt best og hafa alltaf rétt fyrir sér. Margir óvirkir valdamiðaðir alkóhólistar neita þannig því miður enn í dag að viðurkenna til fulls mikilvægi dýpri bataúrvinnslu alkóhólista með tilbeina fagfólks. Þeir ríghalda og munu áfram ríghalda í þá sjálfsmynd að þeir verði að stjórna og stýra þeirri þjónustu sem alkóhólistar fá af því þetta er „þeirra” málefni. Þeir eiga þetta. Þá verður ofaná að þeir ákveða eftir geðþótta hvað verði eða fari þegar kemur að faglegri úrvinnslu sem þeir hafa enga sérþekkingu á. Með þeim hörmulegu afleiðingum sem við sjáum núna. Verði það úr að Valgerður hverfi endanlega frá störfum sem læknir hjá SÁÁ þá er það áfall sem ekki sér fyrir endann á. Ég vona innilega að þeir óvirku alkóhólistar í félagsstarfi SÁÁ sem eru með dýpri bata stígi fram núna og takist að snúa þessu við. Það verður að finna og velja fólk til forystu sem ekki stendur í því að sanna vald sitt. Hlutleysi æðruleysisins og hæglátt lífsþakklæti er ekki svarið á næsta aðalfundi ef þetta risaskip sem SÁÁ er, á að eiga farsæla framtíð án þess að steyta sífellt á sömu skerjunum og þreyta skrokkinn æ meir. Skipið lekur eftir síðustu ágrip og þarfnast viðgerðar. Það er bókstaflega lífsnauðsynlegt að skerpa óyggjandi á mörkum umboðs fagfólks til að stýra faglegu starfi um borð og umboði áhugafólks til að setja stefnu skipsins, án þess að þetta tvennt skarist. Þessi mörk verður að leggja, óháð fjármálum. Höfundur varð allgáð hjá SÁÁ árið 1990
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar