Misskilnings gætt með frumvarp um rafræna þjónustu Andri Eysteinsson skrifar 23. apríl 2020 12:14 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir misskilnings hafa gætt með nýtt frumvarp ráðherra um aukna rafræna þjónustu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Áslaug segir engar efnislegar breytingar gerðar á meðferð mála og aldrei hafi verið lagt til að uppboð gætu farið fram rafrænt. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, bæði af stjórnarandstöðu, hagsmunasamtökum heimilanna og af netverjum, þar á meðal fyrrverandi ritara Samfylkingarinnar og varaforseta ungra jafnaðarmanna. Hvaða rugl er í gangi? Ekki búið að tryggja afkomu sjálfstætt starfandi fólks, tugþúsundir komnar eða á leiðinni á atvinnuleysisbætur og forgangsmálið er að tryggja að það sé hægt að selja ofan af þeim heimilin? https://t.co/mkrkBLcCwO— Óskar Steinn (@oskasteinn) April 21, 2020 „Markmiðin með frumvarpinu er einungis að bæta þjónustu með rafrænum hætti og gera sýslumönnum m.a. kleift að fara að fyrirmælum sóttvarna,“ segir dómsmálaráðherra. „Ég hef þó óskað eftir því við allsherjar- og menntamálanefnd að ákvæðin um rafræna fyrirtöku falli brott þar sem viljinn var skýr, að bæta rafræna þjónustu og einfalda sýslumanni að fylgja fyrirmælum um fjöldatakmarkanir og reyna að fækka óþarfa viðveru á skrifstofu sýslumanna en með engum hætti að breyta eða einfalda ferlið sjálft“ segir Áslaug en minnist á að vegna þess að ráðgert sé að hækka mörk fjöldatakmarkana á næstu vikum sé ekki eins áríðandi og talið var að bjóða upp á mætingu í gegnum fjarfundarbúnað. Áslaug segir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu hafa brugðist við með ráðstöfun í húsnæði og auknum opnunartíma eftir að óskað var eftir því að embættið lágmarkaði áhrif faraldursins á störf með öllum tiltækum ráðum. „Það mun þó enn muna verulega um að geta boðið upp á rafræna þjónustu vegna annarra mála sem fjallað er um í frumvarpinu og verða vonandi að lögum til hagsbóta fyrir alla,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir misskilnings hafa gætt með nýtt frumvarp ráðherra um aukna rafræna þjónustu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Áslaug segir engar efnislegar breytingar gerðar á meðferð mála og aldrei hafi verið lagt til að uppboð gætu farið fram rafrænt. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, bæði af stjórnarandstöðu, hagsmunasamtökum heimilanna og af netverjum, þar á meðal fyrrverandi ritara Samfylkingarinnar og varaforseta ungra jafnaðarmanna. Hvaða rugl er í gangi? Ekki búið að tryggja afkomu sjálfstætt starfandi fólks, tugþúsundir komnar eða á leiðinni á atvinnuleysisbætur og forgangsmálið er að tryggja að það sé hægt að selja ofan af þeim heimilin? https://t.co/mkrkBLcCwO— Óskar Steinn (@oskasteinn) April 21, 2020 „Markmiðin með frumvarpinu er einungis að bæta þjónustu með rafrænum hætti og gera sýslumönnum m.a. kleift að fara að fyrirmælum sóttvarna,“ segir dómsmálaráðherra. „Ég hef þó óskað eftir því við allsherjar- og menntamálanefnd að ákvæðin um rafræna fyrirtöku falli brott þar sem viljinn var skýr, að bæta rafræna þjónustu og einfalda sýslumanni að fylgja fyrirmælum um fjöldatakmarkanir og reyna að fækka óþarfa viðveru á skrifstofu sýslumanna en með engum hætti að breyta eða einfalda ferlið sjálft“ segir Áslaug en minnist á að vegna þess að ráðgert sé að hækka mörk fjöldatakmarkana á næstu vikum sé ekki eins áríðandi og talið var að bjóða upp á mætingu í gegnum fjarfundarbúnað. Áslaug segir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu hafa brugðist við með ráðstöfun í húsnæði og auknum opnunartíma eftir að óskað var eftir því að embættið lágmarkaði áhrif faraldursins á störf með öllum tiltækum ráðum. „Það mun þó enn muna verulega um að geta boðið upp á rafræna þjónustu vegna annarra mála sem fjallað er um í frumvarpinu og verða vonandi að lögum til hagsbóta fyrir alla,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira