Misskilnings gætt með frumvarp um rafræna þjónustu Andri Eysteinsson skrifar 23. apríl 2020 12:14 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir misskilnings hafa gætt með nýtt frumvarp ráðherra um aukna rafræna þjónustu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Áslaug segir engar efnislegar breytingar gerðar á meðferð mála og aldrei hafi verið lagt til að uppboð gætu farið fram rafrænt. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, bæði af stjórnarandstöðu, hagsmunasamtökum heimilanna og af netverjum, þar á meðal fyrrverandi ritara Samfylkingarinnar og varaforseta ungra jafnaðarmanna. Hvaða rugl er í gangi? Ekki búið að tryggja afkomu sjálfstætt starfandi fólks, tugþúsundir komnar eða á leiðinni á atvinnuleysisbætur og forgangsmálið er að tryggja að það sé hægt að selja ofan af þeim heimilin? https://t.co/mkrkBLcCwO— Óskar Steinn (@oskasteinn) April 21, 2020 „Markmiðin með frumvarpinu er einungis að bæta þjónustu með rafrænum hætti og gera sýslumönnum m.a. kleift að fara að fyrirmælum sóttvarna,“ segir dómsmálaráðherra. „Ég hef þó óskað eftir því við allsherjar- og menntamálanefnd að ákvæðin um rafræna fyrirtöku falli brott þar sem viljinn var skýr, að bæta rafræna þjónustu og einfalda sýslumanni að fylgja fyrirmælum um fjöldatakmarkanir og reyna að fækka óþarfa viðveru á skrifstofu sýslumanna en með engum hætti að breyta eða einfalda ferlið sjálft“ segir Áslaug en minnist á að vegna þess að ráðgert sé að hækka mörk fjöldatakmarkana á næstu vikum sé ekki eins áríðandi og talið var að bjóða upp á mætingu í gegnum fjarfundarbúnað. Áslaug segir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu hafa brugðist við með ráðstöfun í húsnæði og auknum opnunartíma eftir að óskað var eftir því að embættið lágmarkaði áhrif faraldursins á störf með öllum tiltækum ráðum. „Það mun þó enn muna verulega um að geta boðið upp á rafræna þjónustu vegna annarra mála sem fjallað er um í frumvarpinu og verða vonandi að lögum til hagsbóta fyrir alla,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir misskilnings hafa gætt með nýtt frumvarp ráðherra um aukna rafræna þjónustu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Áslaug segir engar efnislegar breytingar gerðar á meðferð mála og aldrei hafi verið lagt til að uppboð gætu farið fram rafrænt. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, bæði af stjórnarandstöðu, hagsmunasamtökum heimilanna og af netverjum, þar á meðal fyrrverandi ritara Samfylkingarinnar og varaforseta ungra jafnaðarmanna. Hvaða rugl er í gangi? Ekki búið að tryggja afkomu sjálfstætt starfandi fólks, tugþúsundir komnar eða á leiðinni á atvinnuleysisbætur og forgangsmálið er að tryggja að það sé hægt að selja ofan af þeim heimilin? https://t.co/mkrkBLcCwO— Óskar Steinn (@oskasteinn) April 21, 2020 „Markmiðin með frumvarpinu er einungis að bæta þjónustu með rafrænum hætti og gera sýslumönnum m.a. kleift að fara að fyrirmælum sóttvarna,“ segir dómsmálaráðherra. „Ég hef þó óskað eftir því við allsherjar- og menntamálanefnd að ákvæðin um rafræna fyrirtöku falli brott þar sem viljinn var skýr, að bæta rafræna þjónustu og einfalda sýslumanni að fylgja fyrirmælum um fjöldatakmarkanir og reyna að fækka óþarfa viðveru á skrifstofu sýslumanna en með engum hætti að breyta eða einfalda ferlið sjálft“ segir Áslaug en minnist á að vegna þess að ráðgert sé að hækka mörk fjöldatakmarkana á næstu vikum sé ekki eins áríðandi og talið var að bjóða upp á mætingu í gegnum fjarfundarbúnað. Áslaug segir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu hafa brugðist við með ráðstöfun í húsnæði og auknum opnunartíma eftir að óskað var eftir því að embættið lágmarkaði áhrif faraldursins á störf með öllum tiltækum ráðum. „Það mun þó enn muna verulega um að geta boðið upp á rafræna þjónustu vegna annarra mála sem fjallað er um í frumvarpinu og verða vonandi að lögum til hagsbóta fyrir alla,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira