Enginn starfsmaður hefur smitast af sjúklingi Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2020 13:21 Enginn starfsmaður Landspítalans á Covid-deildum hefur smitast af kórónuveirunni af sjúklingi við störf sín. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga spítalans segir miklar áhyggjur hafa verið af því í byrjun faraldursins en fagmennska og góður hlífðarbúnaður hafi komið í veg fyrir það. Strax í janúar var settur á mikill viðbúnaður á heilbrigðisstofnunum vegna kórónuveirunnar. „Þetta var auðvitað einn af þeim þáttum sem við höfðum hvað mestar áhyggjur af. Að starfsfólk okkar sem við teflum fram í framlínunni, myndi smitast og yrði veikt,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Á þeim deildum þar sem tekið er á móti Covid-sjúklingum, gjörgæsludeildum, smitsjúkdómadeild og lungnadeild, hefur enginn starfsmaður fengið veiruna frá sjúklingi. „Ég held það tali um fagmennsku, gæði hlífðarbúnaðarins og þeirrar starfsaðstöðu sem fólki hefur verið sköpuð.“ En hafa þá ekki komið upp nein tilvik smits utan úr samfélaginu inn á spítalann? „Jú vissulega en við höfum ekki geta sýnt fram á annað en að það tengist komu gesta eða starfsmanna inn á deildirnar. Þess vegna höfum við verið að reyna að girða fyrir það og jafnframt að brýna fyrir um hegðun starfsmanna fyrir utan vinnutíma,“ sagði Már. Hann segir erfitt að fara í samanburð við önnur lönd. „Ef maður tekur Kína, þar sem fólk var að glíma við einhvern vágest sem það hafði ekki nema takmarkaða þekkingu á strax í byrjun. Það kannski lá fyrir að þetta gæti verið smitefni en það var ekki fullvissa um það. Síðan leiða rannsóknir það í ljós og áður en sú upplýsing kemur fram þá hefur folk tekið smit. Fólk hefur verið undir miklu álagi og veikist heiftarlega,“ segir Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Enginn starfsmaður Landspítalans á Covid-deildum hefur smitast af kórónuveirunni af sjúklingi við störf sín. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga spítalans segir miklar áhyggjur hafa verið af því í byrjun faraldursins en fagmennska og góður hlífðarbúnaður hafi komið í veg fyrir það. Strax í janúar var settur á mikill viðbúnaður á heilbrigðisstofnunum vegna kórónuveirunnar. „Þetta var auðvitað einn af þeim þáttum sem við höfðum hvað mestar áhyggjur af. Að starfsfólk okkar sem við teflum fram í framlínunni, myndi smitast og yrði veikt,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Á þeim deildum þar sem tekið er á móti Covid-sjúklingum, gjörgæsludeildum, smitsjúkdómadeild og lungnadeild, hefur enginn starfsmaður fengið veiruna frá sjúklingi. „Ég held það tali um fagmennsku, gæði hlífðarbúnaðarins og þeirrar starfsaðstöðu sem fólki hefur verið sköpuð.“ En hafa þá ekki komið upp nein tilvik smits utan úr samfélaginu inn á spítalann? „Jú vissulega en við höfum ekki geta sýnt fram á annað en að það tengist komu gesta eða starfsmanna inn á deildirnar. Þess vegna höfum við verið að reyna að girða fyrir það og jafnframt að brýna fyrir um hegðun starfsmanna fyrir utan vinnutíma,“ sagði Már. Hann segir erfitt að fara í samanburð við önnur lönd. „Ef maður tekur Kína, þar sem fólk var að glíma við einhvern vágest sem það hafði ekki nema takmarkaða þekkingu á strax í byrjun. Það kannski lá fyrir að þetta gæti verið smitefni en það var ekki fullvissa um það. Síðan leiða rannsóknir það í ljós og áður en sú upplýsing kemur fram þá hefur folk tekið smit. Fólk hefur verið undir miklu álagi og veikist heiftarlega,“ segir Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira