Enginn starfsmaður hefur smitast af sjúklingi Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2020 13:21 Enginn starfsmaður Landspítalans á Covid-deildum hefur smitast af kórónuveirunni af sjúklingi við störf sín. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga spítalans segir miklar áhyggjur hafa verið af því í byrjun faraldursins en fagmennska og góður hlífðarbúnaður hafi komið í veg fyrir það. Strax í janúar var settur á mikill viðbúnaður á heilbrigðisstofnunum vegna kórónuveirunnar. „Þetta var auðvitað einn af þeim þáttum sem við höfðum hvað mestar áhyggjur af. Að starfsfólk okkar sem við teflum fram í framlínunni, myndi smitast og yrði veikt,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Á þeim deildum þar sem tekið er á móti Covid-sjúklingum, gjörgæsludeildum, smitsjúkdómadeild og lungnadeild, hefur enginn starfsmaður fengið veiruna frá sjúklingi. „Ég held það tali um fagmennsku, gæði hlífðarbúnaðarins og þeirrar starfsaðstöðu sem fólki hefur verið sköpuð.“ En hafa þá ekki komið upp nein tilvik smits utan úr samfélaginu inn á spítalann? „Jú vissulega en við höfum ekki geta sýnt fram á annað en að það tengist komu gesta eða starfsmanna inn á deildirnar. Þess vegna höfum við verið að reyna að girða fyrir það og jafnframt að brýna fyrir um hegðun starfsmanna fyrir utan vinnutíma,“ sagði Már. Hann segir erfitt að fara í samanburð við önnur lönd. „Ef maður tekur Kína, þar sem fólk var að glíma við einhvern vágest sem það hafði ekki nema takmarkaða þekkingu á strax í byrjun. Það kannski lá fyrir að þetta gæti verið smitefni en það var ekki fullvissa um það. Síðan leiða rannsóknir það í ljós og áður en sú upplýsing kemur fram þá hefur folk tekið smit. Fólk hefur verið undir miklu álagi og veikist heiftarlega,“ segir Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Enginn starfsmaður Landspítalans á Covid-deildum hefur smitast af kórónuveirunni af sjúklingi við störf sín. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga spítalans segir miklar áhyggjur hafa verið af því í byrjun faraldursins en fagmennska og góður hlífðarbúnaður hafi komið í veg fyrir það. Strax í janúar var settur á mikill viðbúnaður á heilbrigðisstofnunum vegna kórónuveirunnar. „Þetta var auðvitað einn af þeim þáttum sem við höfðum hvað mestar áhyggjur af. Að starfsfólk okkar sem við teflum fram í framlínunni, myndi smitast og yrði veikt,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Á þeim deildum þar sem tekið er á móti Covid-sjúklingum, gjörgæsludeildum, smitsjúkdómadeild og lungnadeild, hefur enginn starfsmaður fengið veiruna frá sjúklingi. „Ég held það tali um fagmennsku, gæði hlífðarbúnaðarins og þeirrar starfsaðstöðu sem fólki hefur verið sköpuð.“ En hafa þá ekki komið upp nein tilvik smits utan úr samfélaginu inn á spítalann? „Jú vissulega en við höfum ekki geta sýnt fram á annað en að það tengist komu gesta eða starfsmanna inn á deildirnar. Þess vegna höfum við verið að reyna að girða fyrir það og jafnframt að brýna fyrir um hegðun starfsmanna fyrir utan vinnutíma,“ sagði Már. Hann segir erfitt að fara í samanburð við önnur lönd. „Ef maður tekur Kína, þar sem fólk var að glíma við einhvern vágest sem það hafði ekki nema takmarkaða þekkingu á strax í byrjun. Það kannski lá fyrir að þetta gæti verið smitefni en það var ekki fullvissa um það. Síðan leiða rannsóknir það í ljós og áður en sú upplýsing kemur fram þá hefur folk tekið smit. Fólk hefur verið undir miklu álagi og veikist heiftarlega,“ segir Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira