Íslenskur læknir smitaðist við störf erlendis og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 14:55 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á fundinum í dag. Lögreglan Íslenskur læknir þurfti að leggjast inn á sjúkrahús erlendis, þar sem hann hefur búið og starfað um árabil, vegna Covid-19-sýkingar. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Páll lagði áherslu á það á fundinum að veikindi af völdum veirunnar gætu verið alvarleg í mörgum tilfellum, veikindi sem allir eiga að reyna að forðast eins og hægt er. Hann kvaðst þakklátur fyrir að búa í landi þar sem farið er með sjúklinga sem einstaklinga, þar sem staðan er metin út frá staðreyndum og þar sem vilji er til að bregðast við vánni með samheldni og á skjótan hátt. Páll sagði svo sögu af besta vini sínum, íslenskum lækni sem búið og starfað hefur erlendis í aldarfjórðung. Hann hefði þurfti að sinna Covid-sjúklingum með lítinn eða engan hlífðarbúnað og á endanum skeði hið óumflýjanlega: hann smitaðist. Veikindum reyndust lækninum erfið. Hann er enn í einangrun og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Nú er hann þó loks að ná sér en einn deildarlæknirinn hans, þrítug kona, lést úr sjúkdómnum. Páll sagði að allir, líka þeir yngri, þyrftu að taka persónulega ábyrgð í að hindra að smit berist áfram. Ekki ólíklegt að álag aukist aftur Inniliggjand á Landspítala með Covid eru nú ellefu. Þrír eru sterklega grunaðir um smit og átta liggja inni sem greinast ekki lengur með veiruna en eru enn að glíma við afleiðingar sýkingarinnar. 297 eru í eftirliti á göngudeild og þrír eru rauðir, þ.e. í hættu á að þurfa innlögn. Þá eru aðeins tíu manns frá vinnu vegna Covid-sýkingar. Þá lagði Páll áherslu á að þótt sjúklingum væri að fækka verði spítalinn tilbúinn að bregðast aftur við auknu álagi. Þegar við á verði aftur hægt að auka viðbragðið með skömmum fyrirvara, sem ekki er ólíklegt að þurfi að gera. Að lokum þakkaði Páll fyrir gjafirnar sem borist hafa Landspítala, sem og stjórnvöldum fyrir þá umbun sem heilbrigðisstarfsfólk mun fá fyrir vinnu sína í baráttunni við veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Íslenskur læknir þurfti að leggjast inn á sjúkrahús erlendis, þar sem hann hefur búið og starfað um árabil, vegna Covid-19-sýkingar. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Páll lagði áherslu á það á fundinum að veikindi af völdum veirunnar gætu verið alvarleg í mörgum tilfellum, veikindi sem allir eiga að reyna að forðast eins og hægt er. Hann kvaðst þakklátur fyrir að búa í landi þar sem farið er með sjúklinga sem einstaklinga, þar sem staðan er metin út frá staðreyndum og þar sem vilji er til að bregðast við vánni með samheldni og á skjótan hátt. Páll sagði svo sögu af besta vini sínum, íslenskum lækni sem búið og starfað hefur erlendis í aldarfjórðung. Hann hefði þurfti að sinna Covid-sjúklingum með lítinn eða engan hlífðarbúnað og á endanum skeði hið óumflýjanlega: hann smitaðist. Veikindum reyndust lækninum erfið. Hann er enn í einangrun og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Nú er hann þó loks að ná sér en einn deildarlæknirinn hans, þrítug kona, lést úr sjúkdómnum. Páll sagði að allir, líka þeir yngri, þyrftu að taka persónulega ábyrgð í að hindra að smit berist áfram. Ekki ólíklegt að álag aukist aftur Inniliggjand á Landspítala með Covid eru nú ellefu. Þrír eru sterklega grunaðir um smit og átta liggja inni sem greinast ekki lengur með veiruna en eru enn að glíma við afleiðingar sýkingarinnar. 297 eru í eftirliti á göngudeild og þrír eru rauðir, þ.e. í hættu á að þurfa innlögn. Þá eru aðeins tíu manns frá vinnu vegna Covid-sýkingar. Þá lagði Páll áherslu á að þótt sjúklingum væri að fækka verði spítalinn tilbúinn að bregðast aftur við auknu álagi. Þegar við á verði aftur hægt að auka viðbragðið með skömmum fyrirvara, sem ekki er ólíklegt að þurfi að gera. Að lokum þakkaði Páll fyrir gjafirnar sem borist hafa Landspítala, sem og stjórnvöldum fyrir þá umbun sem heilbrigðisstarfsfólk mun fá fyrir vinnu sína í baráttunni við veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira