Mun milliríkjadeila koma í veg fyrir sölu Newcastle United? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 18:30 Reikna má með að Sports Direct skiltið á heimavelli Newcastle fái að fjúka ef félagið fær nýja eigendur. EPA-EFE/NIGEL RODDIS Milliríkjadeila í Miðausturlöndum gæti komið í veg fyrir mögulega yfirtöku krónprins Sádi-Arabíu á Newcastle United samkvæmt The Guardian. Eins og hefur komið fram hér á Vísi þá stefnir í að konungsfjölskylda Sádi-Arabíu verði eigendur enska knattspyrnufélagsins Newcastle United á komandi vikum. Myndi fjölskyldan kaupa 80 prósent hlut í félaginu á tombóluverði, svona ef miðað er við aðrar eignir fjölskyldunnar. Katarska sjónvarpsstöðin BeIN Sports hefur nú krafist þess að enska úrvalsdeildin skerist inn í og komi í veg fyrir yfirtöku fjölskyldunnar. Ástæðan er sú að Sádar bera ábyrgð á ólöglegri dreifingu ensku knattspyrnunnar um heim allan. Þannig ógni Sádar tekjum beIN Sports og öðrum dreifingaraðilum sem eiga útsendingarrétt af enska boltanum. Samkvæmt heimildum The Guardian þá hafa forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar, ásamt rétthöfum og yfirvöldum ríkja í Miðausturlöndum, hvatt Arabsat – Sádi-Arabískt útsendingafyrirtæki – til að leggja niður starfsemi sína. Fyrirtækið sýnir ólöglega útsendingar á íþróttaviðburðum sem þeir eiga ekki höfundarétt á. Arabsat byrjaði að streyma leikjum og öðru efni ólöglega árið 2017 og sama ár hófust deilur á milli Sádi-Arabíu og Katar. Alls hefur enska úrvalsdeildin rætt við níu lögfræðistofur í Sádi-Arabíu en engin þeirra vill taka þátt í málaferlum gegn Arabsat. Litlar sem engar líkur eru á því að enska úrvalsdeildin muni koma í veg fyrir yfirtökuna en hún samþykkti til að mynda sölu Sheffield United í hendur Sádi-Arabísks prins á síðasta ári. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Milliríkjadeila í Miðausturlöndum gæti komið í veg fyrir mögulega yfirtöku krónprins Sádi-Arabíu á Newcastle United samkvæmt The Guardian. Eins og hefur komið fram hér á Vísi þá stefnir í að konungsfjölskylda Sádi-Arabíu verði eigendur enska knattspyrnufélagsins Newcastle United á komandi vikum. Myndi fjölskyldan kaupa 80 prósent hlut í félaginu á tombóluverði, svona ef miðað er við aðrar eignir fjölskyldunnar. Katarska sjónvarpsstöðin BeIN Sports hefur nú krafist þess að enska úrvalsdeildin skerist inn í og komi í veg fyrir yfirtöku fjölskyldunnar. Ástæðan er sú að Sádar bera ábyrgð á ólöglegri dreifingu ensku knattspyrnunnar um heim allan. Þannig ógni Sádar tekjum beIN Sports og öðrum dreifingaraðilum sem eiga útsendingarrétt af enska boltanum. Samkvæmt heimildum The Guardian þá hafa forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar, ásamt rétthöfum og yfirvöldum ríkja í Miðausturlöndum, hvatt Arabsat – Sádi-Arabískt útsendingafyrirtæki – til að leggja niður starfsemi sína. Fyrirtækið sýnir ólöglega útsendingar á íþróttaviðburðum sem þeir eiga ekki höfundarétt á. Arabsat byrjaði að streyma leikjum og öðru efni ólöglega árið 2017 og sama ár hófust deilur á milli Sádi-Arabíu og Katar. Alls hefur enska úrvalsdeildin rætt við níu lögfræðistofur í Sádi-Arabíu en engin þeirra vill taka þátt í málaferlum gegn Arabsat. Litlar sem engar líkur eru á því að enska úrvalsdeildin muni koma í veg fyrir yfirtökuna en hún samþykkti til að mynda sölu Sheffield United í hendur Sádi-Arabísks prins á síðasta ári.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira