Fótbolti

Hjörvar segir að lið verði að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri í sumar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hjörvar Hafliðason var á sínum tíma ungur leikmaður í efstu deild karla.
Hjörvar Hafliðason var á sínum tíma ungur leikmaður í efstu deild karla. Vísir/Stefán

Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Hjörvar Hafliðason, sparkspeking um komandi sumar í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Hjörvar segir að liðin í deildinni hafa þurfi nú að spila ungum og efnilegum leikmönnum.

Innslag Gaupa í heild sinni má sjá hér að neðan.

„Við erum að fara sjá fleiri unga leikmenn spila. Það var mjög ánægjulegt að heyra það sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 landsliðsins, var að tala um, að nú væri dauðafæri að gefa þessum ungu drengjum tækifæri. Við fengum fullt af ungum og efnilegum strákum síðasta sumar en núna eru engar afsakanir, þessi strákar eiga allir að fá tækifæri sagði Hjörvar í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Á síðustu árum höfum við séð þrjá mismunandi Íslandsmeistara. FH, Val og núna síðast KR. Valsmenn verða í toppbaráttu, Breiðablik verður í toppbaráttu, Íslandsmeistarar KR verða þarna og svo Víkingarnir verða þarna líka,“ sagði Hjörvar einnig.

„Þeir eru með gott lið, þora að spila skemmtilegan fótbolta, þeir eru vel mannaðir og vita nákvæmlega hvernig þeir vilja spila. Ég er sannfærður um að þeir verði allavega í efstu fimm sætunum,“ sagði Hjörvar að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×