„Talað um að við hefðum eyðilagt úrslitakeppnina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 10:45 Jón Karl Björnsson og Halldór Ingólfsson unnu fjölda titla saman með Haukum. „Þetta var sérstök stund. Það var ótrúlegt að við skyldum komast svona langt og verða Íslandsmeistarar,“ sagði Halldór Ingólfsson í samtali við Vísi er hann var beðinn um að rifja upp þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar á þessum degi fyrir 20 árum. Haukar sigruðu þá Fram, 24-23, og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 1943, eða í 57 ár. Þessi Íslandsmeistaratitill markaði upphafið að gullöld Hauka sem hafa verið langsigursælasta liðið íslenskum karlahandbolta á þessari öld. „Ég man vel eftir höggbylgjunni sem maður fékk á sig þegar áhorfendur hlupu inn á völlinn eftir leikinn og fögnuðu með okkur. Þetta er ógleymanleg stund,“ sagði Halldór sem skoraði þrjú mörk í leiknum fyrir 20 árum. Hann var fyrirliði Hauka á þessum tíma. Snerum þessu við Haukar fóru nokkuð grýtta leið að Íslandsmeistaratitlinum árið 2000. Þeir enduðu í 4. sæti í deildarkeppninni og slógu Aftureldingu út á dramatískan hátt í undanúrslitunum. Í fyrsta úrslitaleiknum gegn Fram steinlágu Haukar svo með tíu marka mun, 30-20. „Við skíttöpuðum fyrsta leiknum og það var talað um að við hefðum eyðilagt úrslitakeppnina með því að komast í úrslit. Þetta yrði létt 3-0 fyrir Fram. En við snerum þessu við og kláruðum þetta,“ sagði Halldór sem var markahæstur í úrslitakeppninni 2000, ásamt Framaranum Kenneth Ellertsen, með 46 mörk. Haukar unnu úrslitaeinvígið, 3-1, og urðu því meistarar í fyrsta sinn síðan á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar. Ekki spurning hvort heldur hvenær Haukar höfðu oft haft á góðu liði að skipa árin á undan en aldrei stigið stærsta skrefið og orðið Íslandsmeistarar. „Það var bara spurning hvenær þetta myndi smella. Ekki hvort heldur hvenær. Frá 1997, þegar við urðum bikarmeistarar, vorum við með flott lið en það vantaði bara punktinn yfir i-ið. Það gerðist þarna og ekkert stoppað eftir það,“ sagði Halldór. Haukar urðu aftur Íslandsmeistarar árið eftir (2001) og frá aldamótum hafa þeir alls tíu sinnum orðið Íslandsmeistarar. Bikarmeistaratitlarnir eru fimm talsins og deildarmeistaratitlarnir ellefu. „Það var komið hungur og gríðarlega mikill vilji í liðið. Við bættum nokkrum góðum leikmönnum í hópinn og vorum með frábært lið á sínum tíma,“ sagði Halldór. „Við spiluðum líka á móti bestu liðum Evrópu á þessum tíma og stóðum okkur vel á móti þeim.“ Samspil margra þátta En eftir að ísinn var brotinn, hvernig hafa Haukar haldið sér á toppnum? „Þetta er samspil þess að vera með góða stjórn, stuðningsmenn, leikmenn og þjálfara. Og vera með flotta umgjörð. Ef þú heldur öllu þessu góðu ertu á toppnum. En það er ekkert einfalt,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Hafnarfjörður Haukar Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
„Þetta var sérstök stund. Það var ótrúlegt að við skyldum komast svona langt og verða Íslandsmeistarar,“ sagði Halldór Ingólfsson í samtali við Vísi er hann var beðinn um að rifja upp þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar á þessum degi fyrir 20 árum. Haukar sigruðu þá Fram, 24-23, og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 1943, eða í 57 ár. Þessi Íslandsmeistaratitill markaði upphafið að gullöld Hauka sem hafa verið langsigursælasta liðið íslenskum karlahandbolta á þessari öld. „Ég man vel eftir höggbylgjunni sem maður fékk á sig þegar áhorfendur hlupu inn á völlinn eftir leikinn og fögnuðu með okkur. Þetta er ógleymanleg stund,“ sagði Halldór sem skoraði þrjú mörk í leiknum fyrir 20 árum. Hann var fyrirliði Hauka á þessum tíma. Snerum þessu við Haukar fóru nokkuð grýtta leið að Íslandsmeistaratitlinum árið 2000. Þeir enduðu í 4. sæti í deildarkeppninni og slógu Aftureldingu út á dramatískan hátt í undanúrslitunum. Í fyrsta úrslitaleiknum gegn Fram steinlágu Haukar svo með tíu marka mun, 30-20. „Við skíttöpuðum fyrsta leiknum og það var talað um að við hefðum eyðilagt úrslitakeppnina með því að komast í úrslit. Þetta yrði létt 3-0 fyrir Fram. En við snerum þessu við og kláruðum þetta,“ sagði Halldór sem var markahæstur í úrslitakeppninni 2000, ásamt Framaranum Kenneth Ellertsen, með 46 mörk. Haukar unnu úrslitaeinvígið, 3-1, og urðu því meistarar í fyrsta sinn síðan á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar. Ekki spurning hvort heldur hvenær Haukar höfðu oft haft á góðu liði að skipa árin á undan en aldrei stigið stærsta skrefið og orðið Íslandsmeistarar. „Það var bara spurning hvenær þetta myndi smella. Ekki hvort heldur hvenær. Frá 1997, þegar við urðum bikarmeistarar, vorum við með flott lið en það vantaði bara punktinn yfir i-ið. Það gerðist þarna og ekkert stoppað eftir það,“ sagði Halldór. Haukar urðu aftur Íslandsmeistarar árið eftir (2001) og frá aldamótum hafa þeir alls tíu sinnum orðið Íslandsmeistarar. Bikarmeistaratitlarnir eru fimm talsins og deildarmeistaratitlarnir ellefu. „Það var komið hungur og gríðarlega mikill vilji í liðið. Við bættum nokkrum góðum leikmönnum í hópinn og vorum með frábært lið á sínum tíma,“ sagði Halldór. „Við spiluðum líka á móti bestu liðum Evrópu á þessum tíma og stóðum okkur vel á móti þeim.“ Samspil margra þátta En eftir að ísinn var brotinn, hvernig hafa Haukar haldið sér á toppnum? „Þetta er samspil þess að vera með góða stjórn, stuðningsmenn, leikmenn og þjálfara. Og vera með flotta umgjörð. Ef þú heldur öllu þessu góðu ertu á toppnum. En það er ekkert einfalt,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla Hafnarfjörður Haukar Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira