Gaupi og Maggi Bö hlustuðu á grasið á Meistaravöllum vaxa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 16:27 Gaupi og Maggi Bö leggja við hlustir. mynd/stöð 2 Guðjón Guðmundsson gerði sér ferð á Meistaravelli KR-inga þar sem Magnús Valur Böðvarsson ræður ríkjum. Magnús, eða Maggi Bö eins og hann er jafnan kallaður, segir að Meistaravellir komi vel undan vetri. „Veðurfarið síðustu vikur hefur verið mjög gott. Þetta lítur frekar vel út. Þessi auka tími sem við fáum gerir það líka að verkum að völlurinn á að vera í toppstandi,“ sagði Maggi við Gaupa í Sportpakkanum. En heyrum við grasið vaxa, spurði Gaupi Magga. „Þú getur alveg lagst niður og hlustað. Þú heyrir það varla,“ svaraði Maggi. „Og þó, þetta getur gerst hratt.“ Sjö af tólf liðum í Pepsi Max-deild karla spila heimaleiki sína á gervigrasi. Maggi er uggandi yfir þessari þróun en hann er gras-megin í lífinu. „Ég held að íslenskur fótbolti falli langt á eftir öðrum þjóðum ef við færum okkur alveg yfir á gervigras. Það gerðist í Noregi fyrir 20 árum þegar þeir flykktust yfir á gervigras. Líka í Hollandi en þeir sneru því við,“ sagði Maggi. „Fótbolti er spilaður á grasi úti í heimi en ekki á gervigrasi.“ Maggi segir að það sé vel hægt að halda úti góðum grasvöllum á Íslandi, þrátt fyrir veðurfarið. „Það stríðir okkur og auðvitað erum við smá bundnir af því. Þess vegna skiptir máli að vera með almennilega uppbyggða velli og þess háttar. Það er vinna sem fylgir því en það hefur ekki verið lögð nein vinna í viðhald og þess háttar á fótboltavöllum hingað til,“ sagði Maggi sem er menntaður grasvallafræðingur og er í faginu af lífi og sál. „Mín ástríða er að sjá um góða fótboltavelli. Þetta er mín ástríða og ég vil alltaf að við séum með eins góða fótboltavelli og mögulegt er,“ sagði Maggi að endingu. Klippa: Sportpakkinn: Maggi Bö ánægður með ástand Meistaravalla Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportpakkinn Garðyrkja Reykjavík KR Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Guðjón Guðmundsson gerði sér ferð á Meistaravelli KR-inga þar sem Magnús Valur Böðvarsson ræður ríkjum. Magnús, eða Maggi Bö eins og hann er jafnan kallaður, segir að Meistaravellir komi vel undan vetri. „Veðurfarið síðustu vikur hefur verið mjög gott. Þetta lítur frekar vel út. Þessi auka tími sem við fáum gerir það líka að verkum að völlurinn á að vera í toppstandi,“ sagði Maggi við Gaupa í Sportpakkanum. En heyrum við grasið vaxa, spurði Gaupi Magga. „Þú getur alveg lagst niður og hlustað. Þú heyrir það varla,“ svaraði Maggi. „Og þó, þetta getur gerst hratt.“ Sjö af tólf liðum í Pepsi Max-deild karla spila heimaleiki sína á gervigrasi. Maggi er uggandi yfir þessari þróun en hann er gras-megin í lífinu. „Ég held að íslenskur fótbolti falli langt á eftir öðrum þjóðum ef við færum okkur alveg yfir á gervigras. Það gerðist í Noregi fyrir 20 árum þegar þeir flykktust yfir á gervigras. Líka í Hollandi en þeir sneru því við,“ sagði Maggi. „Fótbolti er spilaður á grasi úti í heimi en ekki á gervigrasi.“ Maggi segir að það sé vel hægt að halda úti góðum grasvöllum á Íslandi, þrátt fyrir veðurfarið. „Það stríðir okkur og auðvitað erum við smá bundnir af því. Þess vegna skiptir máli að vera með almennilega uppbyggða velli og þess háttar. Það er vinna sem fylgir því en það hefur ekki verið lögð nein vinna í viðhald og þess háttar á fótboltavöllum hingað til,“ sagði Maggi sem er menntaður grasvallafræðingur og er í faginu af lífi og sál. „Mín ástríða er að sjá um góða fótboltavelli. Þetta er mín ástríða og ég vil alltaf að við séum með eins góða fótboltavelli og mögulegt er,“ sagði Maggi að endingu. Klippa: Sportpakkinn: Maggi Bö ánægður með ástand Meistaravalla
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportpakkinn Garðyrkja Reykjavík KR Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira