Körfubolti

Segir eina íþróttamanninn í heiminum sem hækkað hafi í verði spila á Sauðárkróki

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nikolas Tomsick í leik með Stjörnunni
Nikolas Tomsick í leik með Stjörnunni vísir/bára

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, fór yfir ýmis mál með Kjartani Atla Kjartanssyni og Henry Birgi Gunnarssyni í Sportinu í dag í gær.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Útlendingamál í Dominos deild karla voru mikið rædd auk þess sem farið var yfir ýmis mál er tengjast rekstri liðanna í kjölfar áhrifa kórónaveirufaraldursins.

„Það er enginn að fara að hækka í verði í haust. Ég held að eini íþróttamaðurinn í heiminum sem hafi hækkað í verði sé Tomsick á Króknum,“ segir Böðvar.

Þar vísar hann í vistaskipti Nikolas Tomsick sem samdi við Tindastól á dögunum en hann lék með Stjörnunni á síðustu leiktíð. Böðvar segir það skjóta skökku við en segir jafnframt frábært að íþróttafélög hafi sterka bakhjarla.

„Það er mjög sérstakt. Kaupfélagið er sterkt batterý og stendur vel við bakið á sínum mönnum. Það er bara frábært,“ segir Böðvar.

Klippa: Sportið í dag - Tomsick

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×