Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. apríl 2020 14:00 Lítið hefur verið að gera hjá ökukennurum frá því að samkomubann var sett á. Það gæti hins vegar snúist við þegar samkomubanni verður aflétt. Vísir/Jóhann K. Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina frá því samkomubann var sett á. Björgvin Þór Guðnason,formaður Ökukennarafélagsins, segir uppsafnaða þörf mikla og að líklega verði brjálað að gera þegar höftum verði aflétt. Um tvö hundruð og fimmtíu ökukennarar sem starfa hér á landi hafa ekki farið varhluta af þeim hömlum sem hafa verið í íslensku þjóðfélagi síðustu vikur. Frá 16. mars hafa ökukennarar ekki getað sinnt starfi sínu.„Það er bara allt lokað hjá okkur. Við tökum þátt í þessu og höldum okkur bara heima,“ segir Björgvin. Um fimmþúsund og fimm hundruð ökunemar þreyta ökupróf á ári hverju. Frá því að samkomutakmarkanir voru settar á hefur enginn nýr ökumaður komið á göturnar. Klippa: Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni Uppsöfnuð þörf fyrir að komast í verklegt ökupróf mikil „Það hefur safnast upp því að bóklegu prófin þau hafa getað haldið áfram á mörgum stöðum, þar sem hægt hefur verið að halda þessari tveggja metra fjarlægð. Þannig að það er að safnast upp heilmikið af ökunemum sem eru búnir með skriflega prófið og þurfa að komast í verklegt próf,“ segir Björgvin. Þar af leiðandi er líklegt að álag eigi eftir að skapast hjá ökukennurum og prófdeild Frumhelja þegar óþreyjufullir ökunemar vilja komast undir stýri. Björgvin Þór Guðnason, formaður Ökukennarafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Ökukennarar hafa orðið fyrir tekjuskerðinu í samkomubanni Björgvin segir marga ökukennara í hlutastarfi en þó séu þeir fjölmargir í fullu starfi sem hafa verið tekjulausir núna í nokkrar vikur. „Það auðvitað færist til álagið. Krakkarnir sem eru að taka prófin þurfa að taka próf og taka flest próf í sumar. Þannig að það má segja að við séum að taka sumarfríið svolítið snemma þetta árið,“ segir Björgin. Björgvin segir að þar sem búið sé að ákveða að slaka á takmörkunum 4. maí geti ökukennarar tekið aftur til starfa. „Þannig að á von á því bara núna að strax í þessari viku að þá verði hægt að bóka í verkleg próf að nýju. Þannig að þeir nemendur setja sig bara í samband við sína kennara,“ segir Björgvin. Umferðaröryggi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina frá því samkomubann var sett á. Björgvin Þór Guðnason,formaður Ökukennarafélagsins, segir uppsafnaða þörf mikla og að líklega verði brjálað að gera þegar höftum verði aflétt. Um tvö hundruð og fimmtíu ökukennarar sem starfa hér á landi hafa ekki farið varhluta af þeim hömlum sem hafa verið í íslensku þjóðfélagi síðustu vikur. Frá 16. mars hafa ökukennarar ekki getað sinnt starfi sínu.„Það er bara allt lokað hjá okkur. Við tökum þátt í þessu og höldum okkur bara heima,“ segir Björgvin. Um fimmþúsund og fimm hundruð ökunemar þreyta ökupróf á ári hverju. Frá því að samkomutakmarkanir voru settar á hefur enginn nýr ökumaður komið á göturnar. Klippa: Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni Uppsöfnuð þörf fyrir að komast í verklegt ökupróf mikil „Það hefur safnast upp því að bóklegu prófin þau hafa getað haldið áfram á mörgum stöðum, þar sem hægt hefur verið að halda þessari tveggja metra fjarlægð. Þannig að það er að safnast upp heilmikið af ökunemum sem eru búnir með skriflega prófið og þurfa að komast í verklegt próf,“ segir Björgvin. Þar af leiðandi er líklegt að álag eigi eftir að skapast hjá ökukennurum og prófdeild Frumhelja þegar óþreyjufullir ökunemar vilja komast undir stýri. Björgvin Þór Guðnason, formaður Ökukennarafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Ökukennarar hafa orðið fyrir tekjuskerðinu í samkomubanni Björgvin segir marga ökukennara í hlutastarfi en þó séu þeir fjölmargir í fullu starfi sem hafa verið tekjulausir núna í nokkrar vikur. „Það auðvitað færist til álagið. Krakkarnir sem eru að taka prófin þurfa að taka próf og taka flest próf í sumar. Þannig að það má segja að við séum að taka sumarfríið svolítið snemma þetta árið,“ segir Björgin. Björgvin segir að þar sem búið sé að ákveða að slaka á takmörkunum 4. maí geti ökukennarar tekið aftur til starfa. „Þannig að á von á því bara núna að strax í þessari viku að þá verði hægt að bóka í verkleg próf að nýju. Þannig að þeir nemendur setja sig bara í samband við sína kennara,“ segir Björgvin.
Umferðaröryggi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira