Brutu sjöfalt gler og náðu skartgripum fyrir hátt í tvær og hálfa milljón: „Þetta er ömurlegt í alla staði“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. apríl 2020 19:00 Alvarlegum ofbeldisbrotum hefur fjölgað síðustu mánuði að sögn lögreglu. Þá var innbrot í skartgripaversluninni Gull og Silfur á Laugavegi í nótt og skartgripir fyrir allt að tvær og hálfa milljón króna teknir. Sigurður Steinþórsson, eigandi verslunarinnar, segir málið ömurlegt í alla staði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist merkja það að ofbeldisbrotum sé að fjölga á nokkrum sviðum. Alvarlegum líkamsárásum og heimilisofbeldismálum hefur fjölgað síðustu mánuði og einnig vopnuðum ránum. „Við erum komin með núna það sem af eru þessu ári tuttugu og átta rán en venjulega erum við með svona tuttugu og fimm fyrir hverja sex mánuði þannig það eru ýmis atriði sem segja okkur það að það er einhver ólga undir niðri sem ég við erum að taka alvarlegra og við erum að greina frá því að við höfum áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um innbrot í skartgripaverslun í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Tveir menn eru grunaðir um innbrotið og voru þeir handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Brutu sjöfalt gler „Þeir voru með eitthvað öflugt tæki til að brjóta rúðuna hjá okkur. Þú brýtur ekkert svona með steini. Þetta er sko sex eða sjöfalt gler sem þú brýtur ekki með hverju sem er og það var svo mikill krafur í því sem þeir notuðu að ljósin hjá okkur þau hrundu úr loftinu,“ segir Sigurður Steinþórsson, eigandi skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur. Mennirnir gerðu gat á rúðuna og náðu smeygja hendinni inn og taka verðmæta skartgripi sem voru til sýnis í glugganum. „Svona í mjög fljótu bragði þá er þetta um ein og hálf eða tvær og hálf milljón,“ segir Sigurður. Henda skartgripunum frá sér þegar lögreglan kemur Þá sé mikið tjón á rúðunni sem hann fái líklega bætt úr tryggingunum. „Þetta er samt spes rúða sem tekur einn og hálfan mánuð að fá þannig það er ekki gaman að vera með þetta svona útlítandi á meðan,“ segir Sigurður. Þá viti hann ekki hvort hann fái skartgripina bætta. Hann telur að mennirnir hafi ekki haft þá á sér þegar þeir voru handteknir. „Þetta er það sem þeir leika. Þegar lögreglan er að koma þá henda þeir þessu bara frá sér,“ segir Sigurður. Hann bætir við: „Þetta er bara ömurlegt í alla staði.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Alvarlegum ofbeldisbrotum hefur fjölgað síðustu mánuði að sögn lögreglu. Þá var innbrot í skartgripaversluninni Gull og Silfur á Laugavegi í nótt og skartgripir fyrir allt að tvær og hálfa milljón króna teknir. Sigurður Steinþórsson, eigandi verslunarinnar, segir málið ömurlegt í alla staði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist merkja það að ofbeldisbrotum sé að fjölga á nokkrum sviðum. Alvarlegum líkamsárásum og heimilisofbeldismálum hefur fjölgað síðustu mánuði og einnig vopnuðum ránum. „Við erum komin með núna það sem af eru þessu ári tuttugu og átta rán en venjulega erum við með svona tuttugu og fimm fyrir hverja sex mánuði þannig það eru ýmis atriði sem segja okkur það að það er einhver ólga undir niðri sem ég við erum að taka alvarlegra og við erum að greina frá því að við höfum áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um innbrot í skartgripaverslun í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Tveir menn eru grunaðir um innbrotið og voru þeir handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Brutu sjöfalt gler „Þeir voru með eitthvað öflugt tæki til að brjóta rúðuna hjá okkur. Þú brýtur ekkert svona með steini. Þetta er sko sex eða sjöfalt gler sem þú brýtur ekki með hverju sem er og það var svo mikill krafur í því sem þeir notuðu að ljósin hjá okkur þau hrundu úr loftinu,“ segir Sigurður Steinþórsson, eigandi skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur. Mennirnir gerðu gat á rúðuna og náðu smeygja hendinni inn og taka verðmæta skartgripi sem voru til sýnis í glugganum. „Svona í mjög fljótu bragði þá er þetta um ein og hálf eða tvær og hálf milljón,“ segir Sigurður. Henda skartgripunum frá sér þegar lögreglan kemur Þá sé mikið tjón á rúðunni sem hann fái líklega bætt úr tryggingunum. „Þetta er samt spes rúða sem tekur einn og hálfan mánuð að fá þannig það er ekki gaman að vera með þetta svona útlítandi á meðan,“ segir Sigurður. Þá viti hann ekki hvort hann fái skartgripina bætta. Hann telur að mennirnir hafi ekki haft þá á sér þegar þeir voru handteknir. „Þetta er það sem þeir leika. Þegar lögreglan er að koma þá henda þeir þessu bara frá sér,“ segir Sigurður. Hann bætir við: „Þetta er bara ömurlegt í alla staði.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira