Brutu sjöfalt gler og náðu skartgripum fyrir hátt í tvær og hálfa milljón: „Þetta er ömurlegt í alla staði“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. apríl 2020 19:00 Alvarlegum ofbeldisbrotum hefur fjölgað síðustu mánuði að sögn lögreglu. Þá var innbrot í skartgripaversluninni Gull og Silfur á Laugavegi í nótt og skartgripir fyrir allt að tvær og hálfa milljón króna teknir. Sigurður Steinþórsson, eigandi verslunarinnar, segir málið ömurlegt í alla staði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist merkja það að ofbeldisbrotum sé að fjölga á nokkrum sviðum. Alvarlegum líkamsárásum og heimilisofbeldismálum hefur fjölgað síðustu mánuði og einnig vopnuðum ránum. „Við erum komin með núna það sem af eru þessu ári tuttugu og átta rán en venjulega erum við með svona tuttugu og fimm fyrir hverja sex mánuði þannig það eru ýmis atriði sem segja okkur það að það er einhver ólga undir niðri sem ég við erum að taka alvarlegra og við erum að greina frá því að við höfum áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um innbrot í skartgripaverslun í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Tveir menn eru grunaðir um innbrotið og voru þeir handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Brutu sjöfalt gler „Þeir voru með eitthvað öflugt tæki til að brjóta rúðuna hjá okkur. Þú brýtur ekkert svona með steini. Þetta er sko sex eða sjöfalt gler sem þú brýtur ekki með hverju sem er og það var svo mikill krafur í því sem þeir notuðu að ljósin hjá okkur þau hrundu úr loftinu,“ segir Sigurður Steinþórsson, eigandi skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur. Mennirnir gerðu gat á rúðuna og náðu smeygja hendinni inn og taka verðmæta skartgripi sem voru til sýnis í glugganum. „Svona í mjög fljótu bragði þá er þetta um ein og hálf eða tvær og hálf milljón,“ segir Sigurður. Henda skartgripunum frá sér þegar lögreglan kemur Þá sé mikið tjón á rúðunni sem hann fái líklega bætt úr tryggingunum. „Þetta er samt spes rúða sem tekur einn og hálfan mánuð að fá þannig það er ekki gaman að vera með þetta svona útlítandi á meðan,“ segir Sigurður. Þá viti hann ekki hvort hann fái skartgripina bætta. Hann telur að mennirnir hafi ekki haft þá á sér þegar þeir voru handteknir. „Þetta er það sem þeir leika. Þegar lögreglan er að koma þá henda þeir þessu bara frá sér,“ segir Sigurður. Hann bætir við: „Þetta er bara ömurlegt í alla staði.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Alvarlegum ofbeldisbrotum hefur fjölgað síðustu mánuði að sögn lögreglu. Þá var innbrot í skartgripaversluninni Gull og Silfur á Laugavegi í nótt og skartgripir fyrir allt að tvær og hálfa milljón króna teknir. Sigurður Steinþórsson, eigandi verslunarinnar, segir málið ömurlegt í alla staði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist merkja það að ofbeldisbrotum sé að fjölga á nokkrum sviðum. Alvarlegum líkamsárásum og heimilisofbeldismálum hefur fjölgað síðustu mánuði og einnig vopnuðum ránum. „Við erum komin með núna það sem af eru þessu ári tuttugu og átta rán en venjulega erum við með svona tuttugu og fimm fyrir hverja sex mánuði þannig það eru ýmis atriði sem segja okkur það að það er einhver ólga undir niðri sem ég við erum að taka alvarlegra og við erum að greina frá því að við höfum áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um innbrot í skartgripaverslun í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Tveir menn eru grunaðir um innbrotið og voru þeir handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Brutu sjöfalt gler „Þeir voru með eitthvað öflugt tæki til að brjóta rúðuna hjá okkur. Þú brýtur ekkert svona með steini. Þetta er sko sex eða sjöfalt gler sem þú brýtur ekki með hverju sem er og það var svo mikill krafur í því sem þeir notuðu að ljósin hjá okkur þau hrundu úr loftinu,“ segir Sigurður Steinþórsson, eigandi skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur. Mennirnir gerðu gat á rúðuna og náðu smeygja hendinni inn og taka verðmæta skartgripi sem voru til sýnis í glugganum. „Svona í mjög fljótu bragði þá er þetta um ein og hálf eða tvær og hálf milljón,“ segir Sigurður. Henda skartgripunum frá sér þegar lögreglan kemur Þá sé mikið tjón á rúðunni sem hann fái líklega bætt úr tryggingunum. „Þetta er samt spes rúða sem tekur einn og hálfan mánuð að fá þannig það er ekki gaman að vera með þetta svona útlítandi á meðan,“ segir Sigurður. Þá viti hann ekki hvort hann fái skartgripina bætta. Hann telur að mennirnir hafi ekki haft þá á sér þegar þeir voru handteknir. „Þetta er það sem þeir leika. Þegar lögreglan er að koma þá henda þeir þessu bara frá sér,“ segir Sigurður. Hann bætir við: „Þetta er bara ömurlegt í alla staði.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira