Ert þú að greinast með krabbamein á tímum kórónuveiru? Erna Magnúsdóttir skrifar 25. apríl 2020 20:30 Nú er allur heimurinn á hvolfi, kórónuveiran er allt í einu orðið undarlegt sameiningartákn allra þjóða þar sem öll tilvera okkar er lituð af þessum heimsfaraldri, ekkert er eins og það var og verður sennilega aldrei. Á þessum tímum upplifum við breytt lífsmynstur, óöryggi, kvíða og oft á tíðum einangrun. Mikið álag að greinast með sjúkdóm á þessum tíma. Að greinast með krabbamein getur líka snúið tilverunni á hvolf þar sem daglegt líf verður ekki það sama og áður, og þar sem kvíði og óvissa yfirtekur hugann. Lífið breytist og verður sennilega aldrei alveg eins og áður. Að greinast með alvarlegan sjúkdóm í miðjum heimsfaraldri getur margfaldað óvissuna og magnað upp tilfinningar sem eru verulega óþægilegar og fólk upplifir að það hafi ekki neina stjórn á eigin tilveru. Þegar fólk greinist með krabbamein þá er stuðningur fjölskyldu og vina ómetanlegur, að fá gott faðmlag, uppbyggjandi heimsóknir og spjall við sína nánustu og vini getur verið mikil hjálp til að komast yfir erfiðasta hjallann. En núna stöndum við frammi fyrir því að það má nánast ekki faðmast, það má ekki bjóða vinum í heimsókn og hinn krabbameinsgreindi þarf virkilega að passa upp á hverja hann umgengst. Slíkt ástand getur leitt til enn þá meiri kvíða, óvissu, einangrunar og einsemdar. Að greinast með erfiðan sjúkdóm í miðjum heimsfaraldri er því tvöfalt álag sem enginn getur gert sér grein fyrir nema sá sem í því lendir. Að greinast með krabbamein hefur ekki bara áhrif á þann sem greinist heldur líka alla fjölskylduna. Foreldrar sem standa frammi fyrir því að þurfa að segja börnum sínum frá veikindum eins og krabbameini hafa sagt að þeim finnist það mjög erfitt á þessum tímum þar sem hræðslan við heimsfaraldurinn sé næg, hvað þá að auka álagið með því að tala líka um krabbamein því það hræði þau enn þá meira. Oft upplifa aðstandendur að þeir viti ekki almennilega hvað má og hvað ekki í kringum hinn krabbameinsgreinda. Leitaðu hjálpar, við erum til staðar í Ljósinu Reynslan sýnir að fólk getur glímt við margvísleg vandamál í kjölfar greiningar og meðferðar á krabbameini. Daglegar athafnir sem voru svo sjálfsagðar geta allt í einu tekið langan tíma eða frumkvæðið er ekki lengur til staðar. Andlegt álag vegna sjúkdómsins getur verið mikið og líkamlegir kvillar eins og bjúgur og hreyfiskerðing er stundum afleiðing t.d. skurðaðgerðar. Vegna kórónuveirunnar eru stofnanir sem sinna stuðningi og endurhæfingu með breyttu sniði. Fólk getur ekki gengið inn í húsnæðið til að hitta sérfræðinga eins og áður, eins og til dæmis í Ljósinu. Við viljum samt sem áður vera til staðar fyrir þig og höfum lagt mikla vinnu í að færa þjónustuna okkar yfir í rafrænt form. Að fá tækifæri til að vinna úr upplifun og tilfinningum getur verið mikil hjálp. Að geta talað við fagfólk sem hefur þekkingu og reynslu á málefninu er ómetanlegt og getur gert ástandið bærilegra. Að fá fræðslu um tilfinningasveiflur, skerta hreyfigetu, bjúg og líðan almennt, hvort sem það snýr að andlegri eða líkamlegri líðan, getur haft mikil áhrif á hvernig þér tekst að komast í gegnum þennan tíma. Auk þess er ómetanlegt að geta talað við einhvern um hvernig best sé að segja frá, hvernig best sé að tala við börnin og róa þau í þessum aðstæðum. Við í Ljósinu erum við símann alla daga og hægt er að hringja beint í aðalnúmerið okkar 5613770, auk þess sem hægt er að hringja beint í fagaðila Ljóssins, sjá ljosid.is. Þá bjóðum við einnig upp á vídeóviðtöl þar sem þú sérð sérfræðinginn sem þú hefur þörf fyrir að tala við og má þar nefna iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, íþróttafræðinga, sálfræðing, fjölskyldumeðferðarfræðing og markþjálfa. Þessi viðtöl fara fram í gegnum öruggt kerfi sem heitir Kara Connect og er viðurkennt bæði af Landlækni og Persónuvernd, og hefur Ljósið fengið öll tilskilin leyfi. Æfingar og ráðleggingar á netinu: Við höfum lagt mikla vinnu í að setja inn uppbyggjandi pistla, æfingar, jógaæfingar, hugleiðslu, hugmyndir að handverki og mataruppskriftir með kennslu á heimasíðu okkar www.ljosid.is. Ekki hika við að hafa samband við okkur í Ljósinu – við erum til staðar fyrir þig. Höfundur er forstöðukona Ljóssins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Nú er allur heimurinn á hvolfi, kórónuveiran er allt í einu orðið undarlegt sameiningartákn allra þjóða þar sem öll tilvera okkar er lituð af þessum heimsfaraldri, ekkert er eins og það var og verður sennilega aldrei. Á þessum tímum upplifum við breytt lífsmynstur, óöryggi, kvíða og oft á tíðum einangrun. Mikið álag að greinast með sjúkdóm á þessum tíma. Að greinast með krabbamein getur líka snúið tilverunni á hvolf þar sem daglegt líf verður ekki það sama og áður, og þar sem kvíði og óvissa yfirtekur hugann. Lífið breytist og verður sennilega aldrei alveg eins og áður. Að greinast með alvarlegan sjúkdóm í miðjum heimsfaraldri getur margfaldað óvissuna og magnað upp tilfinningar sem eru verulega óþægilegar og fólk upplifir að það hafi ekki neina stjórn á eigin tilveru. Þegar fólk greinist með krabbamein þá er stuðningur fjölskyldu og vina ómetanlegur, að fá gott faðmlag, uppbyggjandi heimsóknir og spjall við sína nánustu og vini getur verið mikil hjálp til að komast yfir erfiðasta hjallann. En núna stöndum við frammi fyrir því að það má nánast ekki faðmast, það má ekki bjóða vinum í heimsókn og hinn krabbameinsgreindi þarf virkilega að passa upp á hverja hann umgengst. Slíkt ástand getur leitt til enn þá meiri kvíða, óvissu, einangrunar og einsemdar. Að greinast með erfiðan sjúkdóm í miðjum heimsfaraldri er því tvöfalt álag sem enginn getur gert sér grein fyrir nema sá sem í því lendir. Að greinast með krabbamein hefur ekki bara áhrif á þann sem greinist heldur líka alla fjölskylduna. Foreldrar sem standa frammi fyrir því að þurfa að segja börnum sínum frá veikindum eins og krabbameini hafa sagt að þeim finnist það mjög erfitt á þessum tímum þar sem hræðslan við heimsfaraldurinn sé næg, hvað þá að auka álagið með því að tala líka um krabbamein því það hræði þau enn þá meira. Oft upplifa aðstandendur að þeir viti ekki almennilega hvað má og hvað ekki í kringum hinn krabbameinsgreinda. Leitaðu hjálpar, við erum til staðar í Ljósinu Reynslan sýnir að fólk getur glímt við margvísleg vandamál í kjölfar greiningar og meðferðar á krabbameini. Daglegar athafnir sem voru svo sjálfsagðar geta allt í einu tekið langan tíma eða frumkvæðið er ekki lengur til staðar. Andlegt álag vegna sjúkdómsins getur verið mikið og líkamlegir kvillar eins og bjúgur og hreyfiskerðing er stundum afleiðing t.d. skurðaðgerðar. Vegna kórónuveirunnar eru stofnanir sem sinna stuðningi og endurhæfingu með breyttu sniði. Fólk getur ekki gengið inn í húsnæðið til að hitta sérfræðinga eins og áður, eins og til dæmis í Ljósinu. Við viljum samt sem áður vera til staðar fyrir þig og höfum lagt mikla vinnu í að færa þjónustuna okkar yfir í rafrænt form. Að fá tækifæri til að vinna úr upplifun og tilfinningum getur verið mikil hjálp. Að geta talað við fagfólk sem hefur þekkingu og reynslu á málefninu er ómetanlegt og getur gert ástandið bærilegra. Að fá fræðslu um tilfinningasveiflur, skerta hreyfigetu, bjúg og líðan almennt, hvort sem það snýr að andlegri eða líkamlegri líðan, getur haft mikil áhrif á hvernig þér tekst að komast í gegnum þennan tíma. Auk þess er ómetanlegt að geta talað við einhvern um hvernig best sé að segja frá, hvernig best sé að tala við börnin og róa þau í þessum aðstæðum. Við í Ljósinu erum við símann alla daga og hægt er að hringja beint í aðalnúmerið okkar 5613770, auk þess sem hægt er að hringja beint í fagaðila Ljóssins, sjá ljosid.is. Þá bjóðum við einnig upp á vídeóviðtöl þar sem þú sérð sérfræðinginn sem þú hefur þörf fyrir að tala við og má þar nefna iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, íþróttafræðinga, sálfræðing, fjölskyldumeðferðarfræðing og markþjálfa. Þessi viðtöl fara fram í gegnum öruggt kerfi sem heitir Kara Connect og er viðurkennt bæði af Landlækni og Persónuvernd, og hefur Ljósið fengið öll tilskilin leyfi. Æfingar og ráðleggingar á netinu: Við höfum lagt mikla vinnu í að setja inn uppbyggjandi pistla, æfingar, jógaæfingar, hugleiðslu, hugmyndir að handverki og mataruppskriftir með kennslu á heimasíðu okkar www.ljosid.is. Ekki hika við að hafa samband við okkur í Ljósinu – við erum til staðar fyrir þig. Höfundur er forstöðukona Ljóssins
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun