„Við ætlum ekki að skilja fólk eftir bara því það átti einhvern afmælisdag“ Sylvía Hall skrifar 1. apríl 2020 23:42 Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir sjötíu ára viðmið vera skýra aldursmismunun. Vísir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir nokkur hundruð eldri borgara lenda í því að geta ekki nýtt sér hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Úrræðið er í boði fyrir fólk á aldrinum 18 til 70 ára en þeir sem eru eldri en það og fara á skert starfshlutfall eiga ekki kost á því að nýta úrræðið. „Það er náttúrulega bara eins og við vitum að sjötíu ára regla er svo víða til. Við köllum hana bara aldursmismunun,“ sagði Þórunn í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Í gangi sé þingsályktunartillaga sem stefni að því að afnema sjötíu ára aldursmörk til starfa. „Við náttúrulega styðjum það, við höfum barist fyrir því lengi að afnema þetta því það eru svo markir frískir sem vilja vinna lengur. Það á ekki að merkja kennitöluna okkar þannig að við séum einhver annar hópur bara af því við eigum afmælisdag.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, sagði í dag að hún teldi rétt að tillit yrði tekið til þessa hóps. Hún hafi því sent póst á velferðarnefnd og óskað eftir stuðningi við breytingartillögu á þessu ákvæði, þar sem um skýrt réttlætismál væri að ræða. Þórunn segist fagna því mjög, enda sé um úrelt viðmið að ræða. Meðalaldur hafi farið hækkandi undanfarna áratugi og því beri að taka mið af því. „Fólk er bara frískara. Ég er ekki að segja að allir eigi endilega að vinna, það er bara hvers og eins að meta það.“ Hún segist vera vongóð um að þessu verði breytt. Það sé það eina í stöðunni, enda væri mikilvægt að standa saman og skilja ekki fólk eftir. „Ég á von á að þegar allir leggjast á eitt, að þá verði þessu keppt í liðinn – ég hef enga trú á öðru. Það er bara samkennd í samfélaginu og við ætlum ekki að skilja fólk eftir bara því það átti einhvern afmælisdag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík síðdegis Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill endurskoða lögin og hafa eldri en sjötíu ára með Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. 1. apríl 2020 11:04 Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. 1. apríl 2020 15:29 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir nokkur hundruð eldri borgara lenda í því að geta ekki nýtt sér hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Úrræðið er í boði fyrir fólk á aldrinum 18 til 70 ára en þeir sem eru eldri en það og fara á skert starfshlutfall eiga ekki kost á því að nýta úrræðið. „Það er náttúrulega bara eins og við vitum að sjötíu ára regla er svo víða til. Við köllum hana bara aldursmismunun,“ sagði Þórunn í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Í gangi sé þingsályktunartillaga sem stefni að því að afnema sjötíu ára aldursmörk til starfa. „Við náttúrulega styðjum það, við höfum barist fyrir því lengi að afnema þetta því það eru svo markir frískir sem vilja vinna lengur. Það á ekki að merkja kennitöluna okkar þannig að við séum einhver annar hópur bara af því við eigum afmælisdag.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, sagði í dag að hún teldi rétt að tillit yrði tekið til þessa hóps. Hún hafi því sent póst á velferðarnefnd og óskað eftir stuðningi við breytingartillögu á þessu ákvæði, þar sem um skýrt réttlætismál væri að ræða. Þórunn segist fagna því mjög, enda sé um úrelt viðmið að ræða. Meðalaldur hafi farið hækkandi undanfarna áratugi og því beri að taka mið af því. „Fólk er bara frískara. Ég er ekki að segja að allir eigi endilega að vinna, það er bara hvers og eins að meta það.“ Hún segist vera vongóð um að þessu verði breytt. Það sé það eina í stöðunni, enda væri mikilvægt að standa saman og skilja ekki fólk eftir. „Ég á von á að þegar allir leggjast á eitt, að þá verði þessu keppt í liðinn – ég hef enga trú á öðru. Það er bara samkennd í samfélaginu og við ætlum ekki að skilja fólk eftir bara því það átti einhvern afmælisdag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík síðdegis Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill endurskoða lögin og hafa eldri en sjötíu ára með Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. 1. apríl 2020 11:04 Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. 1. apríl 2020 15:29 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Vill endurskoða lögin og hafa eldri en sjötíu ára með Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. 1. apríl 2020 11:04
Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. 1. apríl 2020 15:29
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent