Sex ár í dag síðan Steven Gerrard rann á rassinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 13:00 Steven Gerrard gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir mistökin á móti Chelsea vorið 2014. Hann hefur heyrt oft um þetta síðan og þar á meðal í dag þegar sex ár eru liðin frá því að hann rann á rasinn fyrir fram Kop stúkuna. Getty/Tom Jenkins Steven Gerrard spilaði í sautján ár með aðalliði Liverpool og vann fjölda titla með félaginu þar á meðal Meistaradeildina árið 2005. Hann varð aftur á móti aldrei enskur meistari. Liverpool er enn að bíða eftir fyrsta Englandsmeistaratitli sínum frá 1990. Næst komst Steven Gerrard enska meistaratitlinum vorið 2014 þegar Liverpool liðið var komið í lykilstöðu á lokasprettinum en varð á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Manchester City. 27. apríl 2014 var mikill örlagadagur fyrir Liverpool liðið og þá sérstaklega Steven Gerrard sjálfan. Gerrard er líka endalaust minntur á þennan dag þegar hann rann á rassgatið í leik á móti Chelsea á Anfield. Liverpool liðið átti bara eftir þrjá leiki og hafði spilað sextán leiki í röð án þess að tapa. Liverpool hafði unnð ellefu leiki í röð þegar Chelsea kom í heimsókn á Anfield. Liverpool komst á toppinn eftir 3-2 sigur á Manchester City tveimur vikum áður þar sem Steven Gerrard kallaði á alla leikmenn liðsins eftir leikinn og ræddi við þá í einum hóp út á velli. jónvarpsvélarnar náðu því þegar hann sagði: „This does not f*cking slip now!“ eða „Við látum þetta ekki renna okkur úr greipum núna,“ á íslensku. The moment that will haunt Steven Gerrard forever. Six years ago today. pic.twitter.com/1kmxp2Bh9L— B/R Football (@brfootball) April 27, 2020 Liverpool þurfti bara á sjö stigum að halda út úr síðustu þremur leikjum sínum sem voru á móti Chelsea, Crystal Palace og Newcastle. Öll staðan breyttist hins vegar þegar Steven Gerrard flaug á hausinn í öftustu línu og færði Chelsea fyrsta markið á silfurfati. Chelsea bætti við öðru marki í uppbótartíma og vann leikinn 2-0. Manchester City var nú aftur með þetta í sínum höndum og tryggði sér titilinn með því að vinna síðustu leiki sína. ON THIS DAY 6 YEARS AGO: THAT famous Steven Gerrard slip happened and Demba Ba showed no remorse... pic.twitter.com/116C2Bcn9P— ODDSbible (@ODDSbible) April 27, 2020 Steven Gerrard og félagar misstu af titlinum og ári síðar lék hann síðasta leik fyrir Liverpool. Hann náði því aldrei að verða enskur meistari. Það sem gerir þetta illt verra er að stuðningsmenn andstæðinga Liverpool elska það að ein stærsta hetjan í sögu Liverpool liðsins hafi runnið á rassinn á úrslitastundu. Þeir eru því duglegir að syngja um klúður Steven Gerrard sem er einnig reglulega minntur á þennan örlagadag í hans lífi. „Steve Gerrard, Gerrard, He slipped on his f*cking arse, He gave it to Demba Ba, Steve Gerrard, Gerrard.“ .@dembabafoot v Liverpool. Six years ago today! pic.twitter.com/SR2aJfr5wP— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 27, 2020 Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira
Steven Gerrard spilaði í sautján ár með aðalliði Liverpool og vann fjölda titla með félaginu þar á meðal Meistaradeildina árið 2005. Hann varð aftur á móti aldrei enskur meistari. Liverpool er enn að bíða eftir fyrsta Englandsmeistaratitli sínum frá 1990. Næst komst Steven Gerrard enska meistaratitlinum vorið 2014 þegar Liverpool liðið var komið í lykilstöðu á lokasprettinum en varð á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Manchester City. 27. apríl 2014 var mikill örlagadagur fyrir Liverpool liðið og þá sérstaklega Steven Gerrard sjálfan. Gerrard er líka endalaust minntur á þennan dag þegar hann rann á rassgatið í leik á móti Chelsea á Anfield. Liverpool liðið átti bara eftir þrjá leiki og hafði spilað sextán leiki í röð án þess að tapa. Liverpool hafði unnð ellefu leiki í röð þegar Chelsea kom í heimsókn á Anfield. Liverpool komst á toppinn eftir 3-2 sigur á Manchester City tveimur vikum áður þar sem Steven Gerrard kallaði á alla leikmenn liðsins eftir leikinn og ræddi við þá í einum hóp út á velli. jónvarpsvélarnar náðu því þegar hann sagði: „This does not f*cking slip now!“ eða „Við látum þetta ekki renna okkur úr greipum núna,“ á íslensku. The moment that will haunt Steven Gerrard forever. Six years ago today. pic.twitter.com/1kmxp2Bh9L— B/R Football (@brfootball) April 27, 2020 Liverpool þurfti bara á sjö stigum að halda út úr síðustu þremur leikjum sínum sem voru á móti Chelsea, Crystal Palace og Newcastle. Öll staðan breyttist hins vegar þegar Steven Gerrard flaug á hausinn í öftustu línu og færði Chelsea fyrsta markið á silfurfati. Chelsea bætti við öðru marki í uppbótartíma og vann leikinn 2-0. Manchester City var nú aftur með þetta í sínum höndum og tryggði sér titilinn með því að vinna síðustu leiki sína. ON THIS DAY 6 YEARS AGO: THAT famous Steven Gerrard slip happened and Demba Ba showed no remorse... pic.twitter.com/116C2Bcn9P— ODDSbible (@ODDSbible) April 27, 2020 Steven Gerrard og félagar misstu af titlinum og ári síðar lék hann síðasta leik fyrir Liverpool. Hann náði því aldrei að verða enskur meistari. Það sem gerir þetta illt verra er að stuðningsmenn andstæðinga Liverpool elska það að ein stærsta hetjan í sögu Liverpool liðsins hafi runnið á rassinn á úrslitastundu. Þeir eru því duglegir að syngja um klúður Steven Gerrard sem er einnig reglulega minntur á þennan örlagadag í hans lífi. „Steve Gerrard, Gerrard, He slipped on his f*cking arse, He gave it to Demba Ba, Steve Gerrard, Gerrard.“ .@dembabafoot v Liverpool. Six years ago today! pic.twitter.com/SR2aJfr5wP— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 27, 2020
„Steve Gerrard, Gerrard, He slipped on his f*cking arse, He gave it to Demba Ba, Steve Gerrard, Gerrard.“
Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira